Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 15

Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 15
33 LÖGRJETTA 34 tókst að bjarga málinu með því að fá ríkis- þingið (Hage var þá formaður fjármála- nefndar þar) til að setja það skilyrði fyrir styrknum til Stóra norræna fjelagsins, að síminn yrði lagður til Austf jarða og það legði 300 þús. kr. fram til landsíma. Svo tók H. H. við lögunum fullbúnum, en gerði afardýra og óhentuga samninga (85 au. orð). Þá vildum við hafa Marconi þráðleysu milli landa, en þræði yfir landið. Móti því barðist H. H. og sigraði. Þar átti orðið til útlanda að kosta 15 aura. Mundi ekki mikið hafa sparast við það á mörgum sviðum? Og reynzlan hefur sýnt, að engin hætta var að byggja á þráð- lausu sambandi. — Svo segir dr. Valtýr. En við þetta má bæta því, að loftskeytasambönd- in voru þá enn á tilraunastigi, eins og fyr er sagt. Menn munu hafa tekið eftir því, að fyrri liðurinn í samþykt Bændafundarins snerti ekki símamálið. I honum var skorað á þing- ið, að afstýra þeim stjórnarfarslega voða, sem sjálfstæði hinnar íslenzku þjóðar stæði af því, að forsætisráðherra Dana undirskrifi skipunarbrjef Islandsráðherrans. Þessi rödd kom ekki, og gat varla komið, frá Valtýs- flokknum gamla. Hún kom frá nýjum flokki, sem upp var risinn í Reykjavík og nefndist Landvörn. Þessi flokkur klofnaði út úr heimastjórnarflokknum, er frumvarp hans komst í gegn, vegna ákvæðisins, sem þar var um flutning íslenzkra sjermála í ríkisráðinu og varð eitt atkvæði móti frumvarpinu þegar það var afgreitt til fullnustu á þingi 1903. Það var atkvæði sjera Sigurðar Jenssonar prófasts í Flatey. Landvarnarflokkurinn hjelt því fram, að samþykt alþingis á flutningi ís- lenzkra sjermála í ríkisráðinu þýddi innlimun Islands í dönsku ríkisheildina, og þar sem ráðherra íslands væri nú útnefndur af for- sætisráðherra Dana, þýddi það, að hann væri danskur ráðherra og yrði að víkja sæti með dönsku stjórninni hvenær sem svo bæri undir. Hannes Hafstein sagði, að þessu mætti breyta, er ráðherraskifti yrðu hjer, hinn frá- farandi ráðherra gæti þá borið ábyrgð á út- nefningu eftirmanns síns. Það væri misskiln- ingur, að ráðherra fslands þyrfti að fara frá, þótt stjórnarskifti yrðu í Danmörku, og reyndist þetta rjett, er til kom. En ákvæðið um flutning sjermálanna í ríkisráðinu stóð nú skýrt í stjórnarskrá ís- lands, sem samþykt hafði verið af alþingi nær einum rómi. Deilan um sjerstakt rikis- ráð fyrir ísland hafði verið þungamiðjan í kröfum Islendinga, og það var sú krafa, sem danska stjórnin taldi raska ríkisheildinni. Benedikt Sveinsson og Magnús Stephensen höfðu báðir haldið því fram, að sjermál Is- lands ættu ekki að ræðast í danska ríkis- ráðinu. En þegar við lá, að Valtýskan sigr- aði, varð búsetu ákvæðið smátt og smátt það, sem megin áherzlan var lögð á í heima- stjórnarflokknum. Landvarnarmenn stóðu því á gömlum merg með kenningar sínar. Þeir voru, eins og fyr segir, klofningur úr heimastjórnarflokknum. Þó var formaður þeirra og helsti forvígismaður fyrstu árin gamall Valtýingur, Jón Jensson yfirdóm- ari, bróðursonur Jóns Sigurðssonar forseta, merkur maður og skapríkur, en nokkuð óþjáll í framkomu. Flokkurinn var fámenn- ur, en hafði hátt um sig og varð stúdenta- fjelagið hjer í bænum herbúðir hans. IV. Jeg ætla að skýra nokkru nánar en jeg hef þegar gert frá flokkaskiftingunni eftir heimflutning stjórnarinnar. Björn Jónsson ritstjóri var nú alment talinn aðalforingi stjórnarandstæðinga. Hann var mikilhæfur maður, eins og kunnugt er, og hafði með löngum blaðamenskuferli sínum unnið sjer rótgróið álit, að minsta kosti hjá nokkrum hluta þjóðarinnar. Það var einkum verk hans og samverkamanns hans við Isafold, Einars H. Kvaran, að Valtýskan hafði náð svo miklu fylgi meðal almennings, sem raun bar vitni um. Björn var nú kominn um sextugt, fæddur 1846, en hafði verið blaðamaður í full 30 ár, eða frá haustinu 1874. Hann hafði verið hægfara í stjórnmálum alt fram til þess, er Valtýskan kom fram á sjónarsviðið, hafði aldrei fallist á stjórnmálakenningar Benedikts Sveinssonar, þótt hann risi ekki með afli gegn honum fyr en þá, og þau blöð, sem Benedikt höfðu fylgt, Þjóðólfur og Þjóðviljinn, höfðu ásakað Isafold um íhalds- semi og fylgispekt við landshöfðingja. En
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.