Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 76
155
LÖGRJETTA
156
Jónsmessunótt*
Eftir JOHANNES V. JENSEN.
Hinn lengsti dagur á loft er settur
með ljósnátta tjöld yfir danskar sljettur.
Sem bylgjur hreyfist í blænum kornið.
Nú blikar á loftinu mánahomið.
Og bjartasta nóttin sinn boðskap les,
þá bál eru kynt um hæð og nes.
Og andvaka fuglar um óttu kvaka
og álfar í skógar leynum vaka.
Og nóttin er Ijúf og landið dreymir.
Til lunda skógarins fólkið streymir.
Nú enginn draum undir dýnu kýs,
þótt döggvott sje engið, er sólin rís.
Nú glitrar hásumars blómskrautið bjarta,
hið bezta, sem árið á til að skarta.
Og fólkið gleðst við gígjunnar hljóma
í grænum lundum, og trumbur óma,
og flugeldar bresta með braki og gný.
Er bálin deyja, rís sól á ný.
Og sumar kemur og sumar líður,
og sjerhver skal þakkast dagur fríður,
sem kemur til vor, þótt fljúgandi fari
og fjarlægist dægranna bjarti skari.
Þótt árstíða hringurinn fleygist fljótt,
skal fagna sjerhverri Jónsmessunótt.
, i ■ ** * • • "
1 samstilling við þá sól, er oss lýsir,
er settur, bróðir, þinn klukkuvísir.
Þið litla bál, sem er brunnið að kveldi,
er brot af veraldar kraftarins eldi.
Sjá beykiskóg grænan og blómanna hjörð,
og blessaðu sólina og kyss þína jörð.
Þ. G.
rósir — gáfu því fegurð, sem aldrei hefur
glatast.
Þú fagra, kyrra nótt! Birtu mjer hafmey
úr djúpi vatnsins, svo jeg geti kastað mjer
í faðmlög hennar og — glatast!
Til Svíþjóðar
á kveðjukvöldi „Sænsku vikunnar“
í Reykjavík 6. júlí 1936.
I.
Hver sá, er góðum
gesti fagnar,
bjóði fram alt sitt besta.
Svo er boðið
í siðamálum
gömlum, og gildir enn.
Göfugu, sænsku
gistivinir,
vor heiður er heimsókn yðar.
Vitið, að yður
vjer vildum sýna,
að velkomnir væruð þjer hjer.
Velkomnir færandi
fróðleik og ment
ljóðsöngs og listaverka.
Velkomnir að veigum
og vinamálum,
er festa frændsemis bönd.
Lengi söngtóna
Svíabygða
elskaði íslands þjóð.
Heill þeirri hörpu,
er hljómar skærast
hjá lýðum Norðurlanda!
Heill yðar þjóð,
er heldur uppi
frægðum fyrri tíma,
og nútíðar menning
Norðurlanda!
Heill yðar fósturfold!
Ástar kveðjur
hið unga og gamla
Island Svíþjóð sendir.
Hafið þökk
fyrir heimsókn yðar.
Hjer lifir hún lengi í minni.