Lögrétta - 01.01.1936, Side 74

Lögrétta - 01.01.1936, Side 74
151 LÖGRJETTA 152 inga með því, að hvert skifti sem maður fer í kirkju er siðferðisleg skylda manns að láta pening í söfnunarkassa sem standa við inn- ganginn. Á hverjum sunnudegi safnast þann- ig fleiri hundruð, jafnvel þúsund frankar saman, alt frá auðvirðilegum buxnatölum upp í 100 franka seðla frá hverjum einstök- um. Lög kirkjunnar eru samin á kirkjuþingi, en framkvæmdarvaldið er í höndum kirkju- ráðs, sem kosið er á þingi og skipað er sjö mönnum. I hverri sókn er sóknarnefnd. Þegar við siðaskiftin voru að vísu stofnað- ir fyrstu barnaskólarnir. Þeir stóðu allir und- ir valdi kirkjunnar og var misjafnlega stjórn- að. Stundum voru það prestarnir sjálfir sem kendu, en oftar var það einhver þorpsbúi eða bóndi, sem hafði kensluna fyrir aukastarf. Ekki þurfti kunnátta kennarans að vera fólg- in í öðru en að leggja saman einfaldar tölur, draga til stafs, lesa og ef vel var að syngja. Ekki var það vel liðið ef kennarinn spilaði á spil, ragnaði eða sótti skemtanir. Það var að hafa vondan sið fyrir börnunum. Kenslan fór venjulega fram í dagstofu bóndans, en skólahús voru fágæt. Foreldrar voru sjálf- ráð á hvaða aldri þau sendu börnin í skóla og eins hvað lengi þau nutu kenslunnar. Þeg- ar barnið var orðið lesandi, var það látið læra sálma og trúarbragðagreinar utanað, en það var ekki kennarans að skýra það sem barnið fór með, því til þess var hann sjaldn- ast fær, heldur að hlusta, hvort rjett væri farið með. Aðeins gáfuðustu drengir lærðu að draga til stafs. Síðan á dögum Pestalozzi’s hefur þetta tekið stökkbreytingum, svo hraðfleygum að á einum tíu árum voru yfir 140 skólahús bygð í kantónunni, öll voru þau vönduð, flest stór og með íbúð fyrir einn eða fleiri kenn- ara. Sjö ára skólaskylda og sex ára skóla- aldur var lögleitt, alskonar framhaldsskólum var komið á stofn, og öll kensla var gerð ókeypis. Frá síðustu aldamótum hefur kan- tónan sjeð fátækum skólabörnum fyrir fæði og fatnaði, hefur stofnsett stór sumarheim- ili, hressingarhæli og barnaheimili. Nemend- ur fá ókeypis læknishjálp og tannviðgerðir. Leikfimi, sund, útiíþróttir og útivera verður með hverju ári mikilvægari þáttur í uppeldi barnanna. Kantónan sjer andlega og líkam- lega vanhraustum börnum fyrir sjerstakri kenslu og síðan fyrir atvinnu, sem best við þeirra hæfi. Uppi í sveitunum hefur verið komið á fót samkomustöðum, sem eru í senn skemtistöð og vinnustöð. Þangað koma ungir og gamlir í frístundum sínum og skemta sjer við spil, tafl eða lestur bóka. En það, sem meira er um vert, er kensla í smíðum, handavinnu og ýmsu öðru, sem þar fer fram. Kenslan er ókeypis, efnið er ókeypis og lærlingarnir eiga munina sjálfir sem þeir smíða. Jeg hef t. d. sjeð í þannig vinnustöð smíðaða svifflugvjel, sem lagvirkur fátæklingur smíðaði sjer og sem reyndist prýðileg við prófflug. I þessum stöðum eru öðru hvoru haldnir fræðandi fyr- irlestrar og kenslunámskeið í einni eða ann- ari sjergrein. 1 Ziirichkantónunni eru tveir stærstu há- skólarnir, sem til eru í Sviss, annar er eign svissneska ríkjasambandsins, en hinn er eign kantónunnar. f öllum stærri þorpum og borg- um eru gagnfræðaskólar, sem taka við af barnaskólunum og búa nemendur undir fram- haldsnám. f kantónunni eru tveir kennara- skólar, en þeir veita ekki nema allra gáfuð- ustu nemendum móttöku eftir strangt sam- keppnispróf úr þriðja bekk gagnfræðaskól- anna. Nám á kennaraskólunum stendur yfir í 4 ár, en síðan verða allir barnakennarar að stunda, í eitt ár, nám við uppeldis- og kenn- aradeild háskólans, en gagnfræðakennarar í þrjú ár. Verzlunarskólanám og mentaskóla- nám er f jögur ár að afloknu gagnfræðaprófi. Mentaskólanám karla og kvenna er sjerskilið. Fyrir utan hina almennu verzlunar- og mentaskóla, sem kostaðir eru af kantónunni, eru nokkrir einkaskólar á þessum sviðum, þar sem nemendur geta valið námsgreinar af eigin geðþótta og ráðið stundaf jölda. Þessir skólar eru mest sóttir af efnuðum útlending- um og eru mjög dýrir. Sjerskólar eða fag- skólar eru fjöldamargir í kantónunni. Þar er landbúnaðarskóli, ávaxta- og vínyrkjuskóli, silkiiðnaðarskóli, listiðnskóli, fjölmargir al- mennir iðnskólar, málmvinnuskóli, trjesmíða- skóli, kvenfatasaumaskóli, matreiðslu- og hússtjórnarskólar, skóli fyrir veitingamenn og bryta, hjúkrunarskólar, svo að nokkrir þeirra helstu sjeu upp taldir. í þorpum og

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.