Lögrétta - 01.01.1936, Síða 57

Lögrétta - 01.01.1936, Síða 57
117 118 LÖGRJETTA Framh. n. Grímsi er kominn á sömu stöðvar í Vík- inni. Hann er ráðinn sjómaður hjá Jóni Bjarnasyni, en er á vegum Björns, eins og áður var. Hraustur og heilsugóður lagði hann af stað að heiman, með bjartar vonir fyrir stafni. Jón formaður hefur yfir nokkrum háset- um að ráða, frá því, að hann var þar á ver- tíðinni veturinn áður. Þeir hafa allir flutt í verið um skírdagshelgarnar. Björn Bjarna- son situr í verbúð sinni og er Ingveldur ráðskona hjá honum. En nú gengur Grímsi, þögull og eirðarlaus, á milli búðanna, beygður af sorg. Hann tekur lítið eftir því, sem fram fer í kringum hann. Hann kemur ekki upp neinu hljóði, söng- röddin er farin, lífið í rústum. Ráðskonan er miðaldra kvenmaður, þrifin og myndarleg. Hún vill reynast Grímsa ósköp góð. Honum er ami í því. Hann gengur ein- förum, og forðast fólkið í kringum sig. Brim og ógangur er í sjónum, og honum heyrast bárurnar hrópa dauðra manna vein, og það er klukknahljómur fyrir eyrum hans. Hann hefur frjett það, að það eigi að jarð- syngja ungan kvenmann á laugardaginn fyrir páska. — Það er ekki búist við því, að marg- ir fylgi líki hinnar látnu til grafar. — Gamli prófasturinn er kominn. — Athöfnin hefst að hallandi degi. — Fjórir menn halda á kistunni út að gröfinni. Þar sígur hún úr höndum þeirra, ofan í moldina og myrkrið. Grímsi bítur saman vörum, og berst við þungan grát. Hann er fölur og máttfarinn og styður sig upp við arm Ingveldar. Hún heldur á ofurlitlum blómsveig, sem tekinn hefur verið af kistulokinu.------ Grímsi teygir sig út yfir gröfina, þegar fyrstu moldarrekurnar bylja á kistulokinu. Þetta dauða hljóð nístir hann í gegn. Ing- veldur styður hann og grætur hljóðlega. Blóðhnyklar koma fyrir augun — eins og þeir svífi þar í lausu lofti kringum hana. Hljóð andvörp mælir hjartað.------- Skáldsaga úr verstöð frá árinu 1898—’99. — Eftir Theódór Friðriksson. „Gríma — Gr—í—m—a.“ Ingveldur leiðir Grímsa. Þau ganga síðust frá gröfinni. Þau hafa bæði kropið niður við hinn kalda moldarbeð. — Ingveldur stjaldrar við í öðruhverju spori — þerrar tárin af augum hans og grætur. Nú fóru páskarnir í hönd, þvílíkur skelfi- legur munur. Hann greip fyrir hjartað á páskadagsmorguninn. Herpingur var í háls- inum og ónot, varirnar voru þurrar og aug- un full af sorg. — Það var ómögulegt að liggja þarna og klæða sig ekki, og hann fór að tína utan á sig fötin, eftir andvöku, fram- eftir allri nótt, og þungan svefn og vondan draum, undir morgunsárið. Allur umbúnaður þar í verbúðinni var með líku móti og verið hafði veturinn áður. Hann svaf í sama rúmstæðinu, rjett á móti ráðs- konunni, og honum var raun að því, að hún skyldi vera þama, rjett fyrir augunum á honum. Endurminningarnar um Grímu voru svo skýrar, eins og hann sæi hana þarna lif- andi, og hann fálmaði eftir þeim atvikum öll- um, eins og druknandi maður, sem grípur í fljótandi strá. Hann hafði háttað um kvöldið með fyrra móti, og bælt sig niður, og hlustað á brim- sogin þar við flæðarmálið. Þau voru róm- dimm og sterk. Norðan hreytingsstormur buldi á þekjunni alla nóttina, og hvein við ömurlega. Og það var svo margt, sem hjelt fyrir honum vöku, honum var ómögulegt að dreifa frá sjer þessari sorg, sem á hann hafði hlaðist. Ást þeirra, Grímu og hans, hafði far- ið með leynd, og hann hafði bygt vonir sínar á öllu því bezta, í þessu efni, og beðið átekta. — Nú var henni kipt í burtu eins og fögru blómi, sem teygir sig á móti sólargeislunum á vorin, en er slitið upp með öllum rótum og troðið niður. Það var einhver skelfileg hula yfir þessu öllu saman. Ingveldur var nú eina manneskjan, sem tók hlutdeild í harmi hans. En þögul var hún
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.