Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 34

Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 34
71 LÖGRJETTA 72 álögur, að hún geti neytt krafta sinna og notað auðsuppsprettur sínar. Hvarvetna blasa við nýir möguleikar, arðvænar leiðir til sjós og lands. En aflið til þess að hag- nýta þær er langt frá því að vera nægilegt, þótt síst sje fyrir það að synja, að tals- verðu hefur verið á orkað á síðari árum. Peninga vantar, lánstraust vantar, íslenzk verðbrjef eru orðin óseljanleg á útlendum markaði og samhygðmeðmenningar-ogfram- faraviðleitni þjóðarinnar sýnist þverrandi. Hvers vegna? — Jeg er sannfærður um, aðþað er ekki ofsagt, að ein af aðalástæðunum til þess sje stöðug sundrung, deilur og flokka- drættir í landinu inn á við, samfara ólokn- um deilum út á við, sem veikja öryggistil- finninguna og vekja óhug, auk þess sem slíkt alveg ómótmælanlega dregur úr menn- ingarstarfi þjóðarinnar og þar með heftir eitt aðalskilyrðið fyrir því, að geta fengið veltufje. Það er sannfæring mín, að eitt af því allra fyrsta, sem gera þarf til þess að ráða bót á þessum meinföngum sje það, að fá sem fyrst viðunanlegan enda á deilumáli voru við bræðraþjóð vora, Dani, um sam- band landanna, sem svo lengi hefur dregið hugina frá öðrum opinberum málum, og á síðustu árum, því miður, orðið eldsneyti í innan lands sundrung og baráttu; þess vegna virðist mjer þetta þing eigi mega líða svo, að ekki sje eitthvað að hafst í þá áttina, að taka aftur upp samninga um sambands- málið. En skilyrði fyrir því, að þeir samn- ingar geti orðið upp teknir með von um góðan árangur, er það, að vjer sameinum kraftana allir, sem ekki viljum skilnað, eða skilnaðar ígildi, svo að vjer getum haft nýja tryggingu fyrir því, að málið fari ekki í mola í höndum vorum. Slíka tryggingu þarf ekki aðeins gagnvart meðsemjendum vorum, Dönum, sem ella mundu ófúsir til nýrra til- boða, heldur sjerstaklega vegna sjálfra vor, svo að vjer eigum það ekki á hættu, að sigla málinu til nýs skipbrots eftir á, er viðun- anlegu samkomulagi væri náð, því þá væri ver farið en heima setið. — Þess vegna gleður það mig mjög, að svo margir háttv. þingmenn af báðum stjórnmálaflokkum landsins og utan flokka hafa lýst því yfir fyrir skemstu,. að þeir, í þeim tilgangi að tryggja framgang nýrra samninga milli Is- lands og Danmerkur um samband landanna, vilji ganga í föst samtök um að vinna að því, að leiða sambandsmálið sem fyrst til sæmilegra lykta, eftir atvikum með þeim breytingum á frumvarpinu 1908, sem ætla megi að verði til þess, að sameina sem mest- an þorra þjóðarinnar um málið, og jafnframt megi vænta samkomulags við Danmörk. Jeg treysti því, að þessi samtök komist á og nái tilgangi sínum, að tryggja framgang þess máls, sem er eitt höfuðskilyrði fyrir því, að tryggja friðinn inn á við, sem aftur er skilyrði fyrir heilbrigðum vexti, hagsæld og sjálfstæðri menning þessa lands. Það gerðist svo rjett eftir stjórnarskiftin, að yfir 30 þingmenn gengu saman í einn flokk, sem fjekk nafnið sambandsflokkur, og átti nafnið að tákna það, að hann kysi sam- band við Danmörk en ekki skilnað. Þetta er fjölmennasti þingflokkur, sem hjer hefur myndast, bæði fyr og síðar. Samþyktin, sem gerð var á stofnfundinum er svohljóðandi: Þeir þingmenn úr báðum gömlu flokkun- um og flokksleysingjar, sem vinna vilja að framgangi nýrra sambandslaga milli Islands og Danmerkur, ganga saman í nýjan þing- flokk með þeim skilyrðum: 1. að flokksmenn skuldbinda sig til þess, að vinna í samein- ingu að því, að sambandsmálið verði sem fyrst leitt til lykta, og fylgi því fram, eftir atvikum með þeim breytingum á frumvarpi millilandanefndarinnar 1908, sem ætla má að verði til þess að sameina sem mestan hluta þjóðarinnar um málið, og jafnframt eru lík- legar til þess, að um þær náist samkomulag við Danmörku. 2. að flokksmenn sjeu ekki öðrum flokkasamtökum bundnir á þessu þingi. Undir þetta skrifaði 31 þingmaður á stofn- fundi flokksins, og þarna voru þá gömlu flokksforingjarnir þrír, Hannes, Björn og Valtýr komnir í sama flokk. Nöfn þeirra Björns og Hannesar stóðu hlið við hlið efst á blaði undir þessari skuldbindingu. Aðeins 9 þingmenn voru utan við þessa flokksmynd- un. IJr heimastjórnarflokknum Eiríkur Briem og Júlíus Havsteen, báðir konungkjörnir. Úr hópi milliflokkamanna, sem voru taldir 9,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.