Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 49

Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 49
101 LÖGRJETTA 102 Heimsstyrjöldin hafði á margvíslegan hátt afarmikil áhrif hjer á landi. Alt verðlag eldri tíma fór á ringulreið og gömul viðskiftasam- bönd voru slitin. Hin nýja viðskiftaleið til aðdrátta lá vestur um haf, og það, sem mestu skifti, var, að íslendingar urðu nú að öllu leyti að spila á eigin spýtur. Landstjórnin hafði þegar í byrjun ófriðarins tekið aðflutn- ingana að mestu í sínar hendur kringum alt land, og var það óhjákvæmileg ráðstöfun til þess að fyrirbyggja vöruskort á ýmsum stöð- um. Það bætti úr brýnni þörf, að einmitt er mest lá á komu fyrstu skip Eimskipafjelags íslands hingað til lands, smíðuð í Danmörku. Það fyrsta kom snemma á árinu 1915 og það næsta litlu síðar. Áður höfðu vöruskip verið leigð vestan hafs fyrir reikning lands- stjórnarinnar. Nú voru íslenzku skipin sett í vöruflutningaferðir milli Islands og Ameríku og í kringum land. Það var mikill og almennur fögnuður hjer á landi yfir komu þessara skipa, sem voru almennings eign og fyrstu nýtízku skipin, sem Islendingar eignuðust til millilandaferða, auk togaranna. Bæði hjer í Reykjavík og í öllum höfnum kringum land var þeim fagnað eins og boðberum nýrra tíma. Bændur, verka- menn og unglingar úti um alt land áttu hluti í þeim og litu á sig sem meðeigendur, eins og rjett var. Mannstraumurinn leið fram og aftur um skipin til þess að skoða þau í krók og kring, og meðvitundin um það var al- menn, að þau kæmu einmitt, er mest reið á. Auðvitað nægðu þau ekki ein sjer, en þau hjálpuðu mikið. Það var ekki lítið fjármagn, sem rann inn í landið á þessum árum. Bretar höfðu þörf fyrir framleiðsluvörur landsmanna og borg- uðu þær vel, enda var það lífsháski að koma þeim til þeirra, einkum eftir að kafbáta- hernaður Þjóðverja magnaðist og höfin í kringum England voru lýst ófriðarsvæði. En miklu hærra verð fjekst þó fyrir vörurnar, ef þær komust til Þýzkalands, og var það mesti gróðavegurinn að koma þeim yfir bannlín- una til Norðurlanda, en þaðan komust þær svo eftir einhverjum leiðum til Þýzkalands. Síðar komust þó á samningar milli land- stjórnarinnar og Breta um það, að allar ís- lenzkar vörur færu til þeirra, en þeir lof- uðu í móti, að birgja ísland að ýmsum vör- um öðrum en matvörum. Útgerðarmennirnir stórgræddu. Þótt einn og einn togari væri skotinn niður á ferðun- um til Englands, var óðara annar kominn í hans stað. Það var farið að tala um auð- menn, jafnvel miljónaeigendur í Reykjavík, því þar var aðalheimkynni togaraútgerðar- innar. Bærinn óx. En byggingarefni var afar- dýrt meðan á stríðinu stóð, svo að menn gerðu sem minst að því, að byggja ný hús. Fólkið tróð sjer saman í kjöllurum og á hanabjálkaloftum. Alstaðar, þar sem rúm var undir þaki, fyltist það, og húsaleiga marg- faldaðist. Menn höfðu miklu meiri peninga undir höndum en áður og fóru alt öðruvísi með þá, en þeir höfðu áður gert. Margir, sem áður höfðu verið taldir ríkir, urðu fá- tækir, en aðrir, sem ekkert höfðu átt, urðu ríkir. Þeir, sem lagt höfðu fyrir f je í bönk- um. fengu nú að reyna, að lítið varð úr því, en hinir græddu, sem eitthvað höfðu til að selja. Vörur bændanna stigu í verði, eins og sjávarafurðirnar. Ærnar komust í sama verð og kýrnar höfðu verið í áður. Jarðir voru seldar með verði, sem aldrei áður hafði heyrst nefnt. Bændurnir álitu eignir sínar hafa margfaldast. Dilkarnir þeirra komust í hærra verð en fullorðnir sauðir höfðu verið í áður. Kaupf jelög bændanna mögnuðust og mynd- uðu samband sín á milli með heildsölu í Reykjavík, og þingflokkur þeirra, framsókn- arflokkurinn, magnaðist meir og meir. Verka- mannaflokkurinn tók nú einnig að magnast í Reykjavík, undir forustu Olafs Friðriks- sonar, og fyrsta kaupkröfuverkfallið hófst hjer í bænum sumarið 1916. Stóð kaupdeilan milli hásetanna á togaraflotanum og útgerð- armanna og þótti þá hin mesta nýjung og vakti mikla athygli. Um tíma leit svo út sem Þjóðverjar mundu verða ofan á í stríðinu, og hjer voru menn, sem trúðu því, að svo mundi fara. Voru nokkrir íslenzkir menn erlendis í þjónustu Þjóðverja, einkum fyrir milligöngu þýzkrar stöðvar í Kaupmannahöfn. Það hefur verið upplýst, ekki alls fyrir löngu, eftir skjölum, sem fundist hafa í Helsingfors í Finnlandi, að þær ráðagerðir hafi um eitt skeið verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.