Lögrétta - 01.01.1936, Síða 44
91
LÖGRJETTA
92
okt. 1913, er fyrirskipar nýjar kosningar til
alþingis, ljet jeg í ljósi, með hvaða skilyrð-
um jeg mundi geta staðfest hið nýja stjórn-
arskrárfrumvarp. Um leið ljet ráðherra Is-
lands bóka yfirlýsingu mína í ríkisráðinu
þar sem jeg að ráði minna dönsku ráðgjafa
lýsti yfir því, að það væri tilætlun mín að
birta í Danmörku það, sem jeg segði í
mínu opna brjefi til íslands, að jeg mundi
ekki breyta ákvörðun minni um það, að sjer-
mál íslands yrðu lögð fyrir mig í ríkisráðinu
nema sett yrði ný skipun um hið stjórn-
skipulega samband milli Danmerkur og Is-
lands. Þegar alþingi því á ný samþykti
stjórnarskrárfrumvarpið var því þess vegna
fullkunnugt um þessi skilyrði. Ef það ekki
vildi fá stjórnarskránni framgengt með þeim,
hefði það átt að leita samkomulags um skil-
yrðin áður en það samþykti frumvarpið á
ný. Jeg get ekki talið mig sannfærðan um,
að afstaða þingsins, eins og henni er lýst
af ráðherranum, geti verið endanleg, og jeg
beini því til hans, að birta alþingismönnum
það, sem jeg hef sagt hjer í dag, og fá
frekari vissu um það, hvort því sje svo varið,
að alþingi óski ekki að fá stjórnarskrár-
frumvarpið staðfest með þeim skilyrðum,
sem jeg hef sett og framvegis verð að halda
fast við.
Ráðherra Islands kvaðst ekki efast um, að
þingsályktunin gæfi rjetta mynd af fullnað-
arskoðun alþingis. Hann sæi því ekki aðra
leið opna fyrir sig en að taka aftur tillögu
sína um staðfesting stjórnarskrárinnar.
Hann teldi þetta mál svo þýðingarmikið, að
gæti stjórnarskráin ekki náð staðfestingu á
grundvelli þingsályktunarinnar, þá yrði hann
að biðjast lausnar frá ráðherraembættinu.
Konungur mælti: Þar sem nú er svo komið
sem ráðherra Islands hefur lýst, verð jeg
að láta þá ósk í ljósi, að bera mig saman
við íslenzka stjórnmálamenn úr ýmsum
flokkum, hvort unt sje að leysa ágreining-
inn, sem er um ríkisráðspurninguna, til þess
að greiða fyrir stjórnarskrármálinu.
Ráðherra Islands bar þá upp tillögu al-
þingis í fánamálinu, bláhvíta fánann sem
aðaltillögu, en þann þrílita sem varatil-
lögu.
Konungur kvaðst vilja tala um málið við
þá íslenzka stjórnmálamenn, sem hann ætl-
aði að kalla á sinn fund.
Ráðherra íslands kvað þetta enn styrkja
ósk sína um að biðjast lausnar.
Forsætisráðherra Dana bað konung um
leyfi til þess, að birta í Danmörku skýrslu
um það, sem gerst hafði í ríkisráðinu, þannig
að hann, forsætisráðherrann, undirskrifaði
þá skýrslu. Ráðherra Islands tók fram, að
ef svo bæri að skilja undirskrift forsætis-
ráðherrans, að hann tæki á sig nokkra ábyrgð
á íslenzkum sjermálum, yrði hann að mót-
mæla því. Hann bað um leyfi til birtingar
á Islandi. Forsætisráðherra sagði, að undir-
skrift sína bæri ekki að skilja svo sem hann
tæki á sig neina ábyrgð á íslenzkum sjer-
málum. En konungur væri ábyrgðarlaus og
þar sem umræðurnar hefðu snert samband
íslands og Danmerkur vildi hann með undir-
skrift sinni taka á sig stjórnskipulega ábyrgð
á orðum konungs gagnvart Danmörku.
Um framkomu Sigurðar Eggerz á þessum
ríkisráðsfundi urðu mjög skiftar skoðanir
hjer heima. Sjálfstæðismenn samþyktu á
fundi 30. des. svohljóðandi ályktun: Fund-
urinn þakkar ráðherra framkomu hans í
ríkisráði 30. nóv. þ. á. og telur skoðanir þær,
sem hann hjelt fram í umræðunum um
stjórnarskrána, vera í fullu samræmi við vilja
meiri hluta kjósenda fyrir síðustu kosning-
ar, og álítur vel farið, að ráðherra flutti svo
ljóst við Dani skoðanir Islendinga á deilu-
málunum. — Einnig birtu 18 þingmenn yfir-
lýsingu um það, að þeir teldu framkomu ráð-
herra í ríkisráðinu í fullu samræmi við þing-
viljann og að þeir álitu fyrirhugaða yfirlýs-
ingu konungs til Dana ósamrýmanlega við
fyrirvara alþingis.
Litlu síðar var Sigurði Eggerz boðið á
umræðufund í f jelaginu Fram, og deildu þeir
Jón Magnússon og Eggert Claessen þar við
hann um rjettan skilning á málunum. Var
að lokum samþykt svohljóðandi fundarálykt-
un: Fundurinn lítur svo á, að það hafi verið
óhyggilegt og ástæðulaust af sjálfstæðis-
flokknum, eða ráðherra, að láta staðfestingu
stjórnarskrárinnar farast fyrir, og telur
sjálfsagt að krefjast þess, að stjórnarskrár-
frumvarpið verði staðfest áður en hið reglu-
lega alþingi kemur saman.