Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 29

Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 29
61 LÖGRJETTA 62 Björn Jónsson tók við völdum. Samt var sam- bandslagafrumvarpið enn í nefnd á alþingi og sátu í henni 6 frumvarpsandstæðingar og 3 frumvarpsmenn: Jóhannes Jóhannesson, Jón Magnússon og Jón Ólafsson, og var hann framsögumaður minni hlutans. Björn Jónsson var fyrst formaður meiri hlutans, en síðan Skúli Thoroddsen. Nefndin klofn- aði að sjálfsögðu og lagði meiri hlutinn Gamla sáttmála til grundvallar í álitsskjali sínu, en minni hlutinn bygði á frumvarpi sambandslaganefndarinnar. Hann kom þó fram með nokkrar breytingartillögur, sem hann fullyrti að sjer væri kunnugt um, að ekki yrðu því að falli hjá Dönum, með því að þær skýrðu aðeins nánar, hvað í frum- varpinu lægi, og var þar m. a. sú breyting, að ísland skyldi í fyrstu grein frumvarps- ins nefnt frjálst og sjálfstætt ríki. Voru breytingartillögur minnihlutans feldar, en meiri hlutinn breytti frumvarpinu í samræmi við þær kröfur, sem hann hafði haldið fram. Vissu allir það fyrir, að þeim yrði neitað í Danmörku og vakti það því litla athygli, þótt svo færi, er ráðherra lagði frumvarpið þar fram til staðfestingar. Landvarnarmenn ljetu þó alt liggja fyrst um sinn, en Skúli Thoroddsen tók að gerast þungorður til Björns í blaði sínu. Var nú mál þetta úr sögunni að sinni. En annað mál kom nú upp, sem varð aðal- deilumálið í valdatíð Björns Jónssonar. Það var bankamálið. Ráðherra tilkynti Tryggva Gunnarssyni það um sumarið, að honum væri sagt upp forstjórastöðu við Landsbank- ann, og skipaði þriggja manna nefnd til þess að rannsaka hag bankans. Tryggvi var þá 73 ára gamall, svo að það hefði engan undr- að, þótt hann hefði af eigin hvötum sagt upp starfinu. En hann var vel ern eftir aldri og hafði verið svo mikill afkastamaður og skörungur í verklegum framkvæmdum hjer um langt skeið, að flestum fanst hann hafa unnið til annarar meðferðar en þeirrar, að honum væri vikið frá eins og einhverjum lítt merkum liðljetting, og töldu menn þessa ráðstöfun gerða af hefndarhug við hann vegna afskifta hans af stjórnmálum á fyrri tíma, en þeir Björn Jónsson höfðu þar lengi verið andstæðingar, eða alt frá upphafi Val- týskunnar, og vegna þess að Tryggvi var lengi, alt fram til 1908, þingmaður Reykja- víkur, höfðu þeir Björn og hann mjög ázt við í návígi. Tryggvi bauð sig ekki fram 1908. En persónulegt fylgi hans í bænum var svo mikið, að hann hefði að líkindum verið kosinn, þrátt fyrir alla æsinguna gegn sam- bandslagauppkastinu. Afsetning Tryggva vakti mikla athygli úti um alt land og henni var mótmælt á fundum til og frá. Jafnvel Islendingar vestan hafs hjeldu fundi til þess að mótmæla henni. Svo mikið var álit Tryggva og vinsældir, og var það ekki óverð- skuldað. Auk þess sem hann hafði á fyrri árum haft forgöngu í verzlunarmálum, brúa- byggingum o. fl. framfaramálum, hafði hann á síðari árum umskapað Landsbankann og gert úr honum alt annað og meira en hann áður var. Hann hafði manna mest unnið að því, að koma upp þilskipaútgerðinni hjer sunnan lands, hann hafði stofnað veðdeildir bankans til eflingar landbúnaðinum o. s. frv. Þarna var því ráðist á þann manninn, sem án efa átti meiri ítök hjá almenningi lands- ins en nokkur maður annar á þessum tím- um, enda þótt hann væri nú kominn á gam- als aldur, og hratt þetta þegar í stað mörg- um frá stjóminni, sem stutt höfðu hana til valda. Það fór einnig brátt að bera meira og meira á andstöðu gegn henni frá hálfu ýmsra landvarnarmanna, sem töldu hana hafa brugðist í sjálfstæðismálinu, og komu árásir þeirra einkum fram í blaði Skúla Thoroddsen. Heimastjórnarblöðin hjeldu uppi látlausum árásum á stjórnina, eins og vænta mátti. Alt fór í bál, er tilkynning kom um það 22. nóvember um haustið, að ráðherrann hefði sett af alla stjórn bankans, bæði banka- stjórann og gæzlustjórana, Eirík Briem prófessor og prestaskólakennara, konung- kjörinn þingmann, og Kristján Jónsson dóm- stjóra, forseta efri deildar og einn hinn mest metna mann í liði sjálfs stjórnarflokks- ins. Og þetta var tilþrifameira en venjuleg afsetning, því þeir höfðu allir verið reknir út úr bankanum fyrirvaralaust, og fanst mönn- um þetta benda í þá átt, að þeir væru allir taldir sekir um einhver meiri háttar afbrot í stjórn bankans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.