Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 43

Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 43
89 LÖGRJETTA 90 ríkisráði Dana verði hjer eftir sem hingað til íslenzkt sjermál. I fánamálið voru skipaðar nefndir í báðum deildum og unnu þær saman. Nefndarmenn- irnir voru allir, að undanteknum þeim Skúla Thoroddsen og Bjarna frá Vogi, sammála um að rjett væri að hagnýta konungsúrskurðinn um íslenzkan fána frá 30. nóv. 1913, og að með því væri nokkuð unnið en engu tapað, og rjettur þjóðarinnar til fullkomins sigl- ingafána að engu skertur. Um gerðina var þremur tillögum haldið fram: bláfánanum óbreyttum, bláfánanum með hvítri stjörnu í efri stangarreit og þrílita fánanum. Sex nefndarmenn voru með þrílita fánanum, en fimm með bláfánanum með eða án stjörnu. Málið var svo borið undir atkvæði í samein- uðu þingi og þar samþykt með eins atkvæðis mun svohljóðandi tillaga: Sameinað alþingi lýsir yfir því áliti sínu, að flestum Islending- um muni langkærast, að sú fánagerð, sem borin var upp á alþingi 1911 og 1913, haldist óbreytt og yrði staðfest af konungi. En sje þess ekki kostur, vill það mæla með hinum þrílita fána, sem fánanefndin, sem skipuð var 30. desember 1913, gerði að aðaltillögu sinni. Að þingi loknu fór Sigurður Eggerz með mál þess á konungs fund, og voru þau tekin fyrir í ríkisráðinu 30. nóv. Ráðherrann lagði stjórnarskrárfrumvarpið fyrir konung til staðfestingar, en í tillögu sína um staðfestinguna tók hann upp fyrir- vara þingsins. Hann mælti: Um leið og jeg tjái mig samþykkan því, sem í þessari þings- ályktun stendur, skal jeg með skírskotun til hennar leggja til að stjórnarskráin verði staðfest. Konungur vísaði til fyrri ummæla sinna um það, að ásetningur sinn væri að stað- festa stjórnarskrárfrumvarpið, en kvaðst jafnframt vænta þess, að ráðherra íslands legði fyrir sig áður umtalaðan úrskurð um uppburð íslenzkra mála í ríkisráðinu, og að forsætisráðherra Dana legði fyrir sig aug- lýsingu, er jafnframt hefði verið um talað, að birta skyldi í Danmörku um þetta mál. Um þingsályktunina sagði konungur: Það, sem gerðist á ríkisráðsfundi 20. okt. 1913 má ekki skilja svo, að uppburður sjermála Is- lands í ríkisráði mínu sje með því lagður undir löggjafarvald Dana nje donsk stjórnar- völd. En eins og hinu stjórnskipulega sam- bandi milli Islands og Danmerkur er nú háttað, er uppburður íslenzkra laga og mikil- vægra stjórnarathafna í ríkisráði mínu eina tryggingin fyrir því, að þau sjeu íslenzk sjermál og hafi ekki inni að halda ákvæði, er snerta sameiginleg ríkismál. Ráðherra íslands mælti: 1 þingsályktuninni er því haldið eindregið fram, að uppburður íslenzkra mála fyrir konungi sje íslenzkt sjer- mál, og ennfremur er því eindregið haldið fram, að um þetta sjermál verði eigi gerð önnur ákvæði en um önnur íslenzk sjermál. Fyrir því er auglýsing sú, sem birta á í Dan- mörku og ráðgerð er á ríkisráðsfundi 20. október 1913, ósamrýmanleg við skoðun al- þingis, með því að auglýsingin mundi leiða til þess, að konungur hefði í íslenzku sjer- máli bundið vilja sinn við viss atriði, sem löggjafarvald Islands og stjórn væru ekki einráð yfir, og því hefði konungur ekki frjáls- ar hendur um breytingar á ákvæðinu, sem farið kynni að verða fram á af Islands hálfu. Jeg get ekki viðurkent, að sambandinu milli Islands og Danmerkur, hvört sem það er skoðað frá sögulegu, lagalegu eða eðlilegu sjónarmiði, sje svo háttað, að það sje nauð- synlegt þess vegna að bera íslenzk mál upp í ríkisráðinu, og jeg get ekki heldur viður- kent, að sú spurning, hvort íslenzk mál skuli bera upp í ríkisráðinu eða utan þess, verði leyst eftir öðru sjónarmiði en Islands eins. Hann kvað ekkert vera fundið því til fyrir- stöðu, að málin yrðu framvegis borin upp í ríkisráðinu eftir ósk konungs. En hann yrði að halda fast við þá íslenzku skoðun, sem fælist í þingsályktuninni, og geti því ekki, svo leitt sem sjer þyki það, lagt stjórnarskrár- frumvarpið fram til staðfestingar nema það komi um leið ljóslega og greinilega fram, að skilningur alþingis á þessu máli sje viður- kendur. Konungur mælti: Úr því að ráðherra Is- lands ekki vill bera stjórnarskrárfrumvarpið upp til staðfestingar með þeim skilyrðum, sem fyrir hendi eru, og lýsir því yfir, að þau sjeu ósamrýmanleg skoðun alþingis, verð jeg að taka þetta fram: I opnu brjefi dags. 20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.