Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 86

Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 86
175 LÖGRJETTA 176 hans var ótæmandi uppspretta af fróðleik og hann kunni íslensku, dönsku, þýsku, frönsku, latínu og grísku.“ Og þessi sami fransmaður segir, að ísland sje ef til vill það land, þar sem mentun sje útbreiddust meðal almennings og lestrarþráin sje mikil guðsgjöf í landi, sem náttúran sveipi í langa nótt í marga mánuði ársins. Og það er oftar sem fransmenn, einkum Marmier, hafa orð á bókfýsi og námgleði ís- lendinga, ekki einungis hjá þekktum lær- dómsmönnum, eins og Bjarna Thorsteinson, sem þeir segja að hafi átt 1500 bindi í safni sínu, eða hjá Steingrími biskupi, eða Tómasi Sæmundssyni, sem þeir heimsóttu á Breiða- bólsstað, eða Bjarna Torarensen, sem þeir heimsóttu á Möðruvöllum, eða landlæknin- um, eða sr. Ámunda í Odda, heldur einnig hjá bændum við lítinn kost. Á svo að segja hverjum bæ, sáum við biblíuna og sögurn- ar, segir hann, og víða stórar skrifaðar bækur, sem bændur höfðu sjálfir skrifað upp. Hann bendir einnig á það, sem raun- verulega var merkilegt, hversu margir bænd- ur gengu í fræðafjelög þau, sem stofnuð höfðu verið. Hann talar einnig af mikilli virð- ingu um kennara Bessastaðaskólans, eink- um Sveinbj. Egilsson, og ekki síst um Hall- grím Scheving og segir að vísindin hafi sjaldan átt einlægari og óeigingjarnari iðk- anda en hann. Einnig nefnir hann Sunnan- póstinn og Fjölni — en fyrst og mest Sunn- anpóstinn, en Fjölnir var þá tilraun hinna ungu manna, í óráðinni byrjun. Svo langt er síðan þetta var. Síðast en ekki síst var það svo náttúru- fegurð landsins, sem dró að sjer athygli frönsku ferðamannanna og í leiðangrinum var náttúrufræðingur, sem gerði hjer ýmsar athuganir og skrifaði um þær, og kann jeg ekki á því full skil, hvert gildi þau skrif kunna að hafa haft. Eitt myndaheftið fjall- ar nær eingöngu um þessi efni, landið, dýra- lífið og heilbrigðisástandið, þ. á. m. holds- veikina og í texta sjálfrar ferðabókarinnar eru ýmsar teikningar. Megnið af myndunum, eða tvö hundruð, eru myndir af íslenzkri náttúru og þjóðháttum. Jeg get ekki rakið það, sem þeir segja um íslenska náttúru. I þess stað ætla jeg aðeins að taka eitt sýnishorn, lýsingu Marmier á útsýninu frá Skólavörðunni í Reykjavík. — Skólavarðan er nú farin og bygt fyrir sumt af útsýninu, eins og það var fyrir einni öld og til skams tíma, en náttúrufegurðin er sú sama, þar sem hægt er að sjá hana nógu hátt, og vítt: „Þótt ísland sje næstum því alstaðar með auðnarsvip,“ segir Marmier, birtist það oft í mikilfenglegri og dýrðlegri prýði. Jeg hef oft staðið við útsýnisvörðuna á einni hæðinni við Reykjavík, þar sem kaup- menn eru vanir að gá til skipa. Þar hef jeg margoft dáðst að því útsýni sem opnaðist mjer á allar hliðar, oft klukkan 11 á kvöldin, þegar sólin var enn yfir sjóndeildarhringnum og varpaði geislaljóma sínum á sjóinn eins og iðandi eldsúlu. Hafið var kyrt og aðeins ljúfur andblær í lofti, sem smáýfði bláar bár- urnar, sem hnigu hóglega aftur, og blikaði stundum á þær eins og silfurslæðu eða glitti á þær eins og á glansandi stjörnur. Þvert fyrir víkina rísa grasigrónar eyjar með sund á milli og umhverfis er skýgnæfandi fjalla- hringur. Þau f jöllin, sem næst eru, skarta í einkennilegum bláma, sem jeg á ekki orð til að lýsa og menn segja að sje fegri en í Alpa- fjöllunum og Karpatafjöllunum. Lengra í burtu breytist fjallasýnin, að neðanverðu renna fjöllin saman við hafsbrúnina, að ofan- verðu bregður á þau purpura og ópallitum blæ, þau eru sveipuð skínandi snjómöttlum, og ísyddar nibburnar verða eins og að demantadjásni og þegar heiðskírt er og Snæfellsfellsjökull, yzt við flóann, hefur upp sitt eilíflega hrímþakta höfuð undir geisla- baug sólarinnar, þá gljáir á hann eins og gullský úti við öldubrúnina. Á slíkri stund er þessi sveit Islands eins og Suðurheims- land. Miðjarðarhafið er ekki fagurblárra en þetta Norðurheimshaf og Suðurlandahimin- inn er ekki þessum himni fegri. Meðan myrkr- ið hjúpar jörðina annarsstaðar, ljómar bros- andi, heiðríkur dagur yfir torfbæjum Islend- inga. — Þannig lýsir Marmier útsýninu frá Reykjavík. Síðan Gaimard og fjelgar hans voru hjer hafa margir aðrir ferðast hjer til rannsókna, betri og meiri en þeir gerðu. En myndasöfn Gaimards-bókanna eru þau mestu og ríkmannlegustu, sem út hafa verið gefin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.