Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 54

Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 54
111 LÖGRJETTA 112 mennirnir báru hver um sig aðalatriði máls- ins undir sinn flokk, og einnig undir full- veldisnefndir beggja deilda. Fjell þar alt í ljúfa löð, nema hvað fulltrúi sjálfstæðis- flokksins, Bjarni frá Vogi, átti í nokkrum erfiðleikum í viðureigninni við suma flokks- menn sína, og fór það þó lágt meðan á samn- ingum stóð, en kom síðar fram við umræður málsins í þinginu. — Samningunum var lokið 17. júlí. Þeir voru þá bornir undir lokaðan fund í sameinuðu þingi og samþyktir með 38 atkv. og án mót- atkvæða. En tveir þingmenn greiddu ekki at- kvæði: Benedikt Sveinsson og Magnús Torfa- son. — Alþingi var svo slitið 17. júlí. En svohljóðandi tilkynning var birt almenningj um málalokin: Samningaumleitanir þær, sem hjer hafa farið fram milli dönsku sendinefndarinnar og alþingis og íslenzku stjórnarinnar hafa leitt til fullkomins samkomulags um frumvarp til sambandslaga fyrir hin tvö lönd í framtíð- inni, og þar með ætti öllum hinum mörgu og gömlu deilumálum að vera ráðið til lykta. Frumvarpið, sem var undirskrifað í dag, hef- ur fengið samþykki íslenzku landsstjórnar- innar og nær allir þingmenn hafa fallist á það. Þegar danska sendinefndin kemur til Kaupmannahafnar, mun frumvarpið verða fengið dönsku stjórninni í hendur ásamt tillögum um, að það verði borið undir sam- þykki danska ríkisþingsins. Þegar dönsku nefndarmennirnir komu heim, hjelt Zahle forsætisráðherra þeim veizlu, og var þar margt manna, þar á meðal nokkrir íslendingar. Forsætisráðherrann þakkaði nefndinni starf hennar og sagði að hún hefði unnið gott verk bæði Danmörku, Islandi og Norðurlöndum yfir höfuð. Árang- urinn af starfi nefndarinnar styddi þær til- raunir, sem nú væri verið að gera til þess að draga Norðurlandaþjóðirnar saman og auka veldi þeirra, eigi á þann hátt að kúga neinn, heldur með því að þær tækju höndum saman í bróðerni, eins og þeim þjóðum bæri að gera, sem væru af sama bregi brotnar. Hann kvaðst vænta, að allir flokkar í Dan- mörku gætu nú tekið höndum saman um þetta mál. Finnur Jónsson prófessor sagði frá stjórnmálabaráttu Islendinga frá dögum Jóns Sigurðssonar og fram til þessa, og þakk- aði Zahlestjórninni fyrir starf hennar að þeirri lausn, sem nú væri fengin. Blöð Norðurlanda lýstu fögnuði yfir úr- slitunum og var mikið um þau skrifað bæði í Noregi og Svíþjóð, og öll dönsk blöð tóku málinu mjög vingjarnlega nema nokkur hægrimannablöð. Hjer voru einnig öll blöð með málinu nema Njörður á ísafirði. Sambandslögin voru samþyktí fólksþinginu með 100:20 atkv. og í landsþinginumeð42:15. Alþingi kom saman 2. september til þess að ræða sambandslagasáttmálann og sam- þykkja hann til fullnustu, og urðu nú um hann langar umræður, með því að þeir tveir þingmenn, sem setið höfðu hjá við atkvæða- greiðsluna 17. júlí, tók nú til andmæla. Málið var lagt fyrir neðri deild. Jón Magnússon tók fyrstur til máls, lýsti þeim ávinningi, sem sáttmálinn hefði að færa og sagði, að íslendingar hefðu nú náð því marki, sem þeir lengi hefðu kept að, þ. e. fengið full- veldi yfir málum sínum. Benedikt Sveinsson flutti fá langa ræðu, taldi frumvarpinu áfátt í mörgu og það verra að sumu leyti en upp- kastið frá 1908, einkum jafnrjettisákvæði 6. greinar, og taldi hann það ekki óverulega skerðingu á fullveldinu, og margt annað vítti hann í frumvarpinu. Sama gerði Magnús Torfason í efri deild, er málið kom þangað, og jafnvel enn frekar. Þeir hjeldu síðan and- mælum uppi við allar umræður málsins í báðum deildum. Framsögu í neðri deild höfðu þeir Bjarni frá Vogi og Einar Arnórsson. Bjarni skýrði þar frá því í fyrstu ræðu sinni, að fullveldisnefndirnar á sumarþinginu 1917 hefðu skákað fánamálinu fram með ráðnum hug, í stað þess að taka fyrir alt málið frá rótum, með því að þær hefðu ætlað, að það greiddi fyrir úrlausn málsins hjá Dönum, ef þeir gætu viðurkent fullveldi Islands með svo yfirlætislausum hætti, að fánamálið fengist afgreitt með konungsúrskurði án af- skifta ríkisþingsins. En Jón Magnússon hafði í brjefum sínum, eins og fyr segir, skýrt Dönum frá, að neitun á afgreiðslu fánamáls- ins með þeim hætti, sem alþingi krafðist, leiddi óviðráðanlega til skilnaðar, er þingið hefði samþykt fánakröfuna í frumvarps- formi. Andmælendur sáttmálans viku að því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.