Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 56

Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 56
115 LÖGRJETTA 116 lifir einnig minning þeirra, sem með mestri trúmensku hafa vakað yfir málum vorum. Einu nafni hefur sagan lyft hátt yfir öll önnur á sínum breiðu vængjum, nafni Jóns Sigurðssonar. 1 dag eru tímamót. 1 dag byr jar ný saga, saga hins viðurkenda íslenzka ríkis. Fyrstu drættina í þeirri sögu skapar sú kynslóð, sem nú lifir. Það eru ekki aðeins stjórnmálamennirnir, sem skapa hina nýju sögu. Það eru allir. Bóndinn, sem ræktar jörð sína, daglaunamaðurinn, sem veltir stein- um úr götunni, og sjómaðurinn, sem situr við árarkeipinn. Allir, sem inna lífsstarf sitt af hendi með alúð og samvizkusemi, auka veg hins íslenzka ríkis. Og í gær hefur kon- ungurinn gefið út úrskurð um þjóðfána Is- lands. Hlýr hugur hinnar íslenzku þjóðar andar móti konungi vorum. Fáninn er tákn fullveldis vors. Hann er ímynd þeirra hug- sjóna, sem þjóð vor á fegurstar. Vjer biðj- um alföður að styrkja oss til þess að lyfta honum til frægðar og frama. Gifta lands vors og konungs vors fylgi fána vorum. Við lok ræðunnar var íslenzki ríkisfáninn dreginn á stöng yfir dyrum stjórnarráðsins. Fálkinn heilsaði honum með 21 fallbyssu- skoti. Lorck kapteinn, foringi Fálkans, flutti síðan ræðu sem fulltrúi Danmerkur og sagði, að eftir skipun dönsku stjórnarinnar hefði hann nú á þessari hátíðlegu stund heilsað fána Islands á þann hátt sem alheimslögum samkvæmt ætti að heiðra fána fullvalda ríkis. Hann flutti og vinsemdarkveðju og árnaðar- óskir frá Danmörku. Lúðraflokkurinn Ijek konungssönginn. Þá fiutti Jóhannes Jóhann- esson bæjarfógeti, forseti alþingis, mjög hlýlega ræðu fyrir minni Danmerkur. Á eftir var leikinn þjóðsöngur Dana. Að lokum ljek lúðraflokkurinn íslenzka þjóðsönginn. Kl. 2 um daginn var guðsþjónusta í dómkirkjunni og stje biskupinn í stólinn og mintist full- veldisins,. Jeg er þá kominn að enda þess áfanga, sem mjer var ætlaður í þessum erindum. Um baráttuna, sem jeg hef lýst, má í fá- um orðum segja þetta: Fram um aldamót er það heimastjórnarflokkurinn, sem heldur fram fylstum kröfum. En eftir að stjórnin flyzt heim, eru það landvarnarflokkurinn og síðan sjálfstæðisflokkurinn, sem altaf knýja á hjer heima fyrir, en heimastjórnarflokkur- inn, sem tilraunirnar gerir til þess, að koma kröfunum í framkvæmd. Því í raun og veru vildu allir flokkarnir eitt og hið sama í þess- um málum, þ. e. að ná sem víðtækustum landsrjettindum Islandi til handa. Og þegar svo sjálfstæðismenn og landvarnarmenn fá að lokum málið að öllu leyti í sínar hendur og eiga sjálfir að fylgja fram þeim kröfum, sem þeir höfðu haldið fram hjer heima fyrir, þá sýnir það sig, að þeir komast ekki feti lengra áleiðis með þær en heimastjórnar- menn höfðuð komist á undan þeim, þangað til alt viðhorfið gerbreyttist á ófriðarár- unum. Tímabilið, sem jeg hef litið hjer yfir, er að mörgu leyti merkasti þátturinn í sögu þessa lands og hinn viðburðaríkasti, annar en Sturlungaöldin. Sá umbrotatími endaði með frelsistöpum landsins. Þetta tímabil endar með endurheimt frelsis og fuilveldis. Á þessu tímabili ná verklegir framfara- straumar umheimsins fyrst verulega til þessa lands, og á síðari hluta þess fer yfir heim- inn mesta byltingaalda mannkynssögunnar. Landið okkar er eftir þetta tímabil í mörg- um skilningi orðið annað land en það var á uppvaxtarárum þeirrar kynslóðar, sem nú er farin að eldast. Yngri kynslóðin tekur við nýju landi og umsköpuðu þjóðf jelagi af þeirri kynslóð, sem nú er óðum að hverfa. Það var töluverður sturlungabragur á stjórn- málabaráttu hennar stundum. En að lokum urðu allir flokkar sáttir og sammála. Enn er æsing og umrót um allan heim, og einnig í þjóðfjelagi okkar. Hinar taumlausu flokka- æsingar, með þeirri eigingirni og mannhatri, sem þeim fylgja, eru sjúkdómur nútímans. Þetta þurfa bestu menn allra flokka að sjá og skilja og síðan að leiðrjetta. P&ssí qmjaAí eru sjerprentuð úr Lögrjettu og verða seld á afgreiðslu blaðsins og í bókaverzlun- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.