Lögrétta - 01.01.1936, Síða 50

Lögrétta - 01.01.1936, Síða 50
103 LÖGRJETTA 104 uppi hjá Þjóðverjum á stríðsárunum, að gera Norðurlönd að keisaradæmi í vináttutengsl- um við Þýzkaland og Gustaf Svíakonung að keisara. Hjer hefur það heyrst, að þeir ís- lenzkir menn, sem sambönd höfðu við Þjóð- verja, hafi haft tilboð um ýmisleg fríðindi Islandi til handa, ef Þjóðverjar ynnu stríðið. Skyldi þá Island verða sambandsland Þýzka- lands og þýzkur prins fara hjer með æðstu völdin. Engar sönnur veit jeg þó á þessum málum. Og hjer heima gátu erindrekar Þjóð- verja engu til leiðar komið, þar sem alt var hjer á valdi Breta, og þeir líka miklu fleiri, sem drógu þeirra taum og álitu, að sigurinn yrði þeirra megin. Ýmsar þrengingar hafði ófriðurinn að sjálfsögðu í för með sjer hjer á landi, enda þótt margir græddu á honum og enginn liði neyð. Það var einkum, er líða tók að lokum ófriðarins, en þó áður en sjeð yrði fyrir um endalyktir hans, hverjar þær yrðu, að erfið- leikarnir uxu, hjer eins og annarstaðar. Skortur á matvörum og skipakosti fór sívax- andi meðal bandaþjóðanna, því kafbátafloti Þjóðverja eyddi skipum þeirra miklu meira en uppi var látið á þeim tímum. Ensk her- skip höfðu verið hjer alt í kringum land frá byrjun stríðsins og lengi fram eftir því. En þeim íækkaði mikið, er á leið, og munu þau hafa verið tekin til þess að bæta úr skorti annarstaðar, er þörfin krafði. Þýzkra kaf- báta varð oft vart á sveimi hjer skamt undan landi. Öll viðskifti hjeðan austur á bóginn urðu meiri og meiri erfiðleikum háð. Fyrir lok ófriðarins var íslenzki togaraflotinn seld- ur bandamönnum. Sú sala var þó aðeins að yfirvarpi, því landstjórninni var tilkynt, að ef hann fengist ekki keyptur með góðu sam- komulagi, yrði hann tekinn með valdi. Svo mjög skorti bandamenn þá skip til aðflutn- inga. Verðið ákváðu kaupendurnir. Það stóð þó skamma stund, að Islendingar væru tog- aralausir. Óðar en ófriðnum var lokið komu nýir togarar, stærri en þeir eldri og betur búnir. Varð þetta því enginn verulegur hnekkir fyrir útgerðina hjer. Nú er á það að líta, hver áhrif þetta, sem hjer hefur verið frá sagt, hafði á stjórnmál- in og stjórnmálaskoðanirnar hjer heima fyr- ir. Höfuðatriðið var auðvitað það, að hern- aðarráðstafanir Breta höfðu að nokkru leyti skilið Island frá Danmörku. Það er víst eng- um efa undirorpið, að við hefðum átt opna leið til skilnaðar, ef við hefðum viljað. Áður höfðu íslendingar aldrei staðið þannig að vígi eftir að stjórnmálastríðið hófst við Dani, og yfir höfuð aldrei áður nema ef til vill í byrj- un 19. aldar, þegar Jörundaræfintýrið gerðist hjer. Það var mikið talað og skrifað á stríðs- árunum um þjóðernisrjettinn og rjettindi smáþjóðanna. Einkum þóttust bandamenn ætla að halda þeim rjettindum hátt í heiðri og Bretar töldu sig á ófriðarárunum vernd- ara smáþjóðanna. Stórar og æstar byltinga- öldur voru risnar í hugum manna um allan heim. Gamlar erfðakenningar, rótgrónar í hugum manna, voru upprættar, og margra alda rjettarfarsbyggingar í alþjóðamálum voru hrundar í rústir. Samfjelag þjóðanna átti að reisast á nýjum grundvelli, er þess- ari styrjöld linti. Slíkum kenningum var nú mjög haldið á lofti í blöðum og ritum stór- þjóðanna. Ekkert stríð átti framar að eiga sjer stað. Enga þjóð átti framar að beita kúgun eða ofbeldi. Þetta hefur nú ekki reynst í framkvæmdinni eins og þá var ráð fyrir gert. En auðvitað lyftu þessi fögru fyrirheit hugum og vonum hinna smærri þjóða, sem áður höfðu talið sig ofríki beittar af þeim stærri og sterkari. Zahlestjórnin, sem á stríðsárunum fór með völd í Danmörku, var frjálslynd stjórn og víðsýn, sem vel skildi, hvað var að gerast í umheiminum. Danir höfðu sjálfir orðið að láta af hendi við Þjóðverja að sumu leyti al- danskt land 1864. Nokkru fyrir lok ófriðar- ins hafði danska stjórnin farið þess á leit við þýzku stjórnina, að almenn atkvæða- greiðsla yrði látin skera úr því að stríðinu loknu í þessum landshluta, hvað af honum skyldi fylgja Danmörku og hvað Þýzkalandi, og þýzka stjórnin hafði fallist á þetta. Hinn mikli umbrotatími, sem yfir stóð, sýndi mönnum bæði hjer og í Danmörku, að sam- bandið milli landanna væri ekki orðið fastara en það, að því mundi verða slitið, ef báðir málsaðilar gætu ekki orðið ánægðir með það. Þegar samninganefnd var send hjeðan til Englands seint á stríðsárunum, til þess að semja um afhending allra íslenzkra vara til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.