Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 46

Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 46
95 LÖGRJETTA 96 auk þess flokksbrots, sem hann hafði með sjer af sjálfstæðismönnum. Neðri deild lýsti ánægju sinni yfir staðfesting stjórnarskrár og fána með 14 : 10 atkv. og efri deild með 8 : 5. Einar Arnórsson stóð því vel að vígi í þinginu og sat við völd til ársloka 1916. En um ósamlyndið milli langsummanna og þversummanna var þetta kveðið: Sundrungar þeir sungu vers svo að kvein í grönum. Að því loknu langs og þvers lágu þeir undir Dönum. Þetta eru síðustu átökin um samband Is- lands og Danmerkur áður en fullveldissátt- málinn komst á. Flutningur íslenzkra mála í ríkisráði Dana hafði verið Islendingum þyrnir í augum alt frá því, er Benedikt Sveinsson hóf baráttuna um endurskoðun stjórnar- skrárinnar. Islendingar litu þá svo á, að lagafrumvörp alþingis væru borin undir at- kvæði ríkisráðsins og væri þar að finna ástæð- una til hinna sífeldu lagasynjana, sem þá áttu sjer stað, en töldu gengið á rjettindi Islands með því að sjermál þess væru þarna háð vilja danskra valdhafa. Magnús Stephensen var sömu skoðunar og Benedikt Sveinsson um það, að þessi meðferð íslenzkra sjermála ætti ekki að eiga sjer stað. Þegar svo Alberti setti inn í stjórnarskipunarlögin 1903 beint ákvæði um, að sjermál Islands skyldu flutt fyrir konungi í ríkisráðinu, varð þetta aðal- undirstaða innlimunarkenninga landvarnar- manna, er sögðu, að nú væri þessi meðferð málanna, sem mest hafði verið barist á móti, lögfest af Islendingum. Hannes Hafstein flutti fyrst þá skýringu á málinu, sem bæði konungur og forsætisráðherra Dana hjeldu nú fram, að þetta væri einungis gert vegna eftirlitsins, eða til tryggingar því, að alþingi færi ekki í löggjöf sinni inn á svið hinna sameiginlegu mála. Samkvæmt þeim skiln- ingi, sem Sigurður Eggerz hafði nú haldið fram, að með upptöku ákvæðisins um flutn- ing sjermála Islands í stjórnarskrána, væri það orðið íslenzkt sjermál, sem Islendingar ásamt konungi ættu að ráða án íhlutunar frá Dana hálfu, þá voru í raun og veru inn- limunarkenningar landvarnarmanna í sam- bandi við stjórnskipunarlögin frá 1903 falln- ar um sjálfar sig. Á þinginu 1914 kom upp aftur gamla flokkaskiftingin, sem truflast hafði við stofn- un sambandsflokksins 1912. Meðan á þing- inu stóð hófst heimsstyrjöldin með öllum þeim miklu breytingum, sem hún hafði í för með sjer, einnig hjer á landi. Gömlu flokk- arnir voru endurreistir. I þinglokin gerði heimastjórnarflokkurinn þá grein fyrir af- stöðu sinni til sjálfstæðismálsins, að síðustu stórviðburðir Norðurálfunnar hlytu að færa þjóðinni heim sanninn um það, að henni nægi ekki sú afstaða til annara þjóða, sem landinu væri afmörkuð í stöðulögunum. Líf og framtíð þjóðarinnar gæti verið í veði vegna þess eins, að sú rjettarstaða gæti ekki samrýmst við legu landsins nje þarfir þess í friði og stríði. En öldungis óhjákvæmilegt skilyrði fyrir því, að þeirri mikilvægu breyt- ingu á rjettarstöðu landsins , sem nauðsyn- leg sje, geti orðið framgengt, sje það, að sjálfstæðisviðleitni vorri út á við verði haldið utan við flokkadeilurnar í innanlandsmálum. Sambandsflokkurinn sje rofinn til þess að forða sambandsmálinu út úr flokkadeilunum. Það er Jón Magnússon, sem nú er að taka við forustu flokksins. Staðfesting stjórnarskrárinnar 1915 hlaut að hafa í för með sjer þingrof og nýjar kosningar, bæði vegna þess, að nú skyldi landskjör koma í stað konungskosninga, og svo af því, að nú var kjósendum mjög fjölgað. Fyrsta landkjörið fór fram í stept- ember 1916. Fjekk heimastjórnarflokkurinn þrjá menn kosna: Hannes Hafstein, Guðjón Guðlaugsson og Guðmund Björnson; sjálf- stæðismenn, þ. e. þversummenn, tvo: Sigurð Eggerz og Hjört Snorrason, og óháðir bænd- ur, sem svo voru nefndir, einn: Sigurð Jóns- son frá Ystafelli. Þetta var nýr flokkur, sem síðar nefndi sig framsóknarflokk. Þrír flokk- ar, sem báru fram lista við fyrstu lands- koningarnar: langsummenn, þingbænda- flokkurinn og verkamannaflokkurinn, fengu engan kosinn. Kjördæmakosningarnar fóru fram 1. vetrardag. Við þær kosningar komu margir nýir menn inn í þingið, þar á meðal tveir, sem síðar urðu ráðherrar: Magnús Guðmundsson og Einar á Eyrarlandi. Alþing
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.