Lögrétta - 01.01.1936, Page 17

Lögrétta - 01.01.1936, Page 17
37 LÖGRJETTA 38 um með samböndum úti um alt land. Fjelag heimastjórnarmannanna í bænum hjet Fram, og var það fjölmennur og traustur fjelags- skapur. Verkamenn höfðu þá ekki myndað sjerfjelag, en skiftust milli stjórnmálaflokk- anna. Var fjöldi þeirra í Fram og fylgdi með áhuga þeim málum, sem þar voru uppi. Voru fundahöld tíð og venjulega húsfyllir. Þótti fjelagsmönnum ánægjulegt, að eyða þar kvöldstundum sínum. Þar voru fyrir- lestrar og ræðuhöld um flest framfaramál, sem fyrir voru tekin, ýmist snertandi bæinn eða landið í heild, og tóku margir þátt í þeim: Hannes Hafstein, Jón Þorláksson, Guð- mundur Björnson, Jón Magnússon, Eggert Claessen, Tryggvi Gunnarsson o. m. fl. En tveir menn voru það einkum, sem ljetu flokkadeilumálin mest til sín taka og töl- uðu svo að segja á hverjum fundi, en það voru þeir Lárus H. Bjarnason og Jón Ólafs- son. Halldór Jónsson bankagjaldkeri var lengi formaður fjelagsins, þá Lárus H. Bjarna- son um tíma, en síðan vorum við það á víxl Jón Þorláksson, Eggert Claessen og ieg. Lárus H. Bjarnason stóð mjög framarlega í stjórnmálunum á þessum árum og var hin mesta flokkshetja. framgjarn og vel máli farinn og var dáður af mörgum flokks- mönnum sínum. Hann var á besta aldri, fæddur 1866. Hann var áður sýslumaður Snæfellinga og þingmaður þeirra frá 1901, en fluttist til Reykjavíkur, er lagaskóli var settur hjer, og tók við forstöðu hans. Jók það ekki lítið gengi hans og álit í heima- stjórnarflokknum, að Isafold lagði hann í einelti og skammaði hann meira en nokkurn mann annan. Jón Ólafsson var gamall bardagamaður, nú liðlega hálf sextugur, fæddur 1850. Hann hafði kornungur lagt út í stjórnmálastríðið fyrir 1874 og farið þá svo geist, að hann hafði tvívegis orðið að flýja land til þess að kom- ast hjá f jársektum og fangelsi, en slíkt hafði fyrir engan annan stjórnmálamann komið hjer á landi. Það hafði því verið æfintýra- blær yfir æskuárum hans og honum hafði oft verið líkt við vígamenn fornaldarinnar. Eftir langt starf við blaðamensku og á alþingi hafði hann um fertugt farið til Ameríku og komið þaðan aftur eftir sjö ára útiveru vorið 1907. Hann var enn sem fyr hinn mesti garp- ur bæði í orðasennum og ritdeilum og gekk í fylkingarbrjósti í hverri orrahríð, áhlaupa- maður mikill, en ekki staðf estumaður að sama skapi, glæsilegur og mikill á velli. Það var einkennilegt við hann, að hann var hverjum manni prúðari í ræðustóli, bæði innan þings og utan, en tæki hann penna í hönd, misti hann stillinguna og varð þá illvígur. 1 stjórnarflokknum kom brátt fram nokk- ur tvískinnungur, einkum í viðhorfinu til and- stöðuflokkanna. Sumir vildu taka meira eða minna tillit til þeirra, en aðrir vildu berja þá niður og láta þá sem mest kenna aflsmunar. Þeim megin má t. d. nefna Lárus Bjarnason, Jón Ólafsson o. fl. En hinumegin þá, sem fengu nafnið Lögrjettumenn. Þeir stofnuðu á þinginu 1905 blöðin Lögrjettu í Reykjavík og Norðra á Akureyri. Var lengi talað um Lög- rjettuflokk í þinginu, þótt hann væri aldrei annað en annar armur heimastjórnarflokks- ins og Lögrjetta yrði, er frá leið, aðalblað flokksins. Hannes Hafstein hallaðist meira og meira þar að. Helstu Lögrjettumennirnir h jer í bænum, sem á þingi sátu, voru Þórhallur Bjarnarson, síðar biskup, Jón Magnússon, síð- ar forsætisráðherra, og Guðmundur Björn- son, síðar landlæknir, en á Akureyri var það Guðlaugur Guðmundsson, sem þá var orðinn þar bæjarfógeti. Sumir þessara manna hpfðu áður verið í Valtýsflokknum, en aðrir voru nýir menn í stjórnmálabaráttunni. Af utan- þingsmönnum í þessum samtökum má t. d. nefna Jón Þorláksson, síðar forsætisráðherra, og Eggert Claessen, síðar bankastjóra. Jeg var frá upphafi ritstjóri blaðsins. Hefur nú í flýti verið skygnst inn í her- búðir þeirra þriggja stjómmálaflokka, sem þá voru uppi. Deilur voru oft hvassar í blöð- unum, og í flokkafjelögunum, hverju um sig, vom harðar árásir gerðar á andstöðuflokk- ana, en þjóðræðismenn og landvarnarmenn lögðust að jafnaði á eina sveif gegn heima- stjórnarmönnum. Lögrjetta var á þessum ár- um prúðust allra blaða, sem í þessu stríði stóðu, og ritaði einkum Jón Magnússon þar um deiluatriðin út af sjálfstæðismálunum og gerði það með þeirri gætni og víðsýni, sem honum var lagin. Stundum voru helstu menn andstæðingaflokkanna boðnir í f jelagið Fram

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.