Lögrétta - 01.01.1936, Page 3
LÖGRJETTA
10
9
úr stjórnmálasögu
Islands
1896-1918.
Tólf útvarpserindi eftir Þorstein Gíslason.
FORMÁLI.
Jeg hef tekið að mjer að flytja hjer nokkur erindi,
sem nefnast: Þættir úr stjómmálasögu Islands á
árunum 1896 til 1918. I nokkrum stuttum erindum
verður aðeins hægt að draga fram meginatriðin,
og mun jeg gera mjer far um að skýra þau eftir
því sem jeg veit sannast og rjettast. Sem blaða-
maður hef jeg verið meira eða minna þátttakandi
í umræðum og deilum um þau mál, sem jeg segi
frá, allan þann tíma, sem frásögn mín nær yfir,
en hygg samt að jeg geti skýrt frá þeim án hlut-
drægni.
I.
Á þingtímanum 1897 hófst stjórnmálastríð,
sem stóð látlaust yfir til ársloka 1903.
Þetta stríð var með öðrum hætti en stjórn-
málabarátta Xslendinga hafði verið að undan-
förnu, með því að nú urðu það innlendir
stjórnmálaflokkar, því sem næst jafnir að
fjölmenni, sem börðust innbyrðis um sjálf••
stæðismál landsins. Áður hafði stjórnmála-
baráttan staðið milli erlendu stjórnarinnar
og alþingis. en það haft nær óskift fylgi
allra Islendinga að baki sjer. Svo var þetta
á dögum Jóns Sigurðssonar, eða fram til
1874. Það voru aðeins örfáir menn, sem á
þeim tímum fylgdu erlendu stjórninni að
málum, einkum menn í æðstu embættum
landsins, sem jafnframt áttu sæti á alþingi
sem konungkjörnir þingmenn. Þeir áttu
engan flokk í landinu að baki sjer, og reyndu
jafnvel ekki til þess að mynda um sig flokk
utan þingsins. Alþingi var þá aðeins ráðgef-
andi þing, og stjórnin sagði blábert nei við
öllum tillögum þess og uppástungum, sem
fóru í bág við vilja hennar.
Með stjórnarskránni frá 1874 fær alþing
löggjafarvald. Því var fagnað með mikilli
hrifningu af almenningi þessa lands á þús-
und ára þjóðhátíðinni. En það kom brátt í
ljós, að afstaða alþingis til erlenda valdsins
var eftir þessari stjórnarskrá ekki svo frjáls
og óháð sem menn höfðu gert ráð fyrir
meðan hátíðavíman ríkti í hugum manna.
Dómsmálaráðherrann danski, sem nú fór með
mál íslands, synjaði lögum alþingis stað-
festingar eftir eigin vild. Ef honum þótti
sem alþingi ætlaði að ráðast í fyrirtæki, sem
að hans áliti voru landinu ofvaxinn, þá neit-
aði hann um konungsstaðfestingu á þeim
lögum. Þingið var þannig máttlaust gagn-
vart þessum manni. Hinar sífeldu lagasynj-
anir danska dómsmálaráðherrans urðu til
þess að vekja meðal Islendinga meiri og
meiri óánægju með stjórnarskrána og óvild
til erlenda valdsins á sama hátt og átt hafði
sjer stað fyrir 1874. Af þessu reis upp, að
nokkrum hvíldarárum liðnum eftir þjóðhátíð-
arhaldið, baráttan um endurskoðun stjórn-
arskrárinnar, sem kend er við Benedikt
Sveinsson (og sagt hefur verið frá í tveimur
erindum Vilhjálms Þ. Gíslasonar hjer í út-
varpinu nú fyrir skemstu). Þessi barátta
leiddi þó lengi vel ekki til neinnar flokka-
skiftingar hjá íslenzku þjóðinni. Ágreining-
urinn út af miðluninni svokölluðu, á alþingi
1889, var allverulegur meðan á honum stóð.
En hann náði engum verulegum tökum á
þjóðinni og hvarf með öllu eftir næstu kosn-
ingar. Almenningur hjelt fast við þá stefnu,
sem mörkuð hafði verið með endurskoðun-
arfrumvarpi Benedikts Sveinssonar. Það
hafði verið samþykt á þingunum 1885 og
1886 og var nú enn samþykt óbreytt á þing-
unum 1893 og 1894. En stjórnin neitaði að
staðfesta það með því að það raskaði ein-
ingu ríkisins.
Svo gerðist það á alþingi 1895, að klofn-
ingur varð í þinginu út af því, hvernig mál-
inu skyldi haldið fram. Þvert á móti vilja
Benedikts Sveinssonar, var nú samþykt
þingsályktun í báðum deildum þingsins og
í henni var því lýst, hver væru aðalatriðin
í þeim breytingum á stjórnarskránni, sem
þingið vildi koma fram, og jafnframt var
skorað á stjórnina, að leggja fyrir næsta
alþing frumvarp, er sýndi frá hennar hálfu,
hverjar málamiðlanir gætu komið til greina.