Lögrétta - 01.01.1936, Síða 3

Lögrétta - 01.01.1936, Síða 3
LÖGRJETTA 10 9 úr stjórnmálasögu Islands 1896-1918. Tólf útvarpserindi eftir Þorstein Gíslason. FORMÁLI. Jeg hef tekið að mjer að flytja hjer nokkur erindi, sem nefnast: Þættir úr stjómmálasögu Islands á árunum 1896 til 1918. I nokkrum stuttum erindum verður aðeins hægt að draga fram meginatriðin, og mun jeg gera mjer far um að skýra þau eftir því sem jeg veit sannast og rjettast. Sem blaða- maður hef jeg verið meira eða minna þátttakandi í umræðum og deilum um þau mál, sem jeg segi frá, allan þann tíma, sem frásögn mín nær yfir, en hygg samt að jeg geti skýrt frá þeim án hlut- drægni. I. Á þingtímanum 1897 hófst stjórnmálastríð, sem stóð látlaust yfir til ársloka 1903. Þetta stríð var með öðrum hætti en stjórn- málabarátta Xslendinga hafði verið að undan- förnu, með því að nú urðu það innlendir stjórnmálaflokkar, því sem næst jafnir að fjölmenni, sem börðust innbyrðis um sjálf•• stæðismál landsins. Áður hafði stjórnmála- baráttan staðið milli erlendu stjórnarinnar og alþingis. en það haft nær óskift fylgi allra Islendinga að baki sjer. Svo var þetta á dögum Jóns Sigurðssonar, eða fram til 1874. Það voru aðeins örfáir menn, sem á þeim tímum fylgdu erlendu stjórninni að málum, einkum menn í æðstu embættum landsins, sem jafnframt áttu sæti á alþingi sem konungkjörnir þingmenn. Þeir áttu engan flokk í landinu að baki sjer, og reyndu jafnvel ekki til þess að mynda um sig flokk utan þingsins. Alþingi var þá aðeins ráðgef- andi þing, og stjórnin sagði blábert nei við öllum tillögum þess og uppástungum, sem fóru í bág við vilja hennar. Með stjórnarskránni frá 1874 fær alþing löggjafarvald. Því var fagnað með mikilli hrifningu af almenningi þessa lands á þús- und ára þjóðhátíðinni. En það kom brátt í ljós, að afstaða alþingis til erlenda valdsins var eftir þessari stjórnarskrá ekki svo frjáls og óháð sem menn höfðu gert ráð fyrir meðan hátíðavíman ríkti í hugum manna. Dómsmálaráðherrann danski, sem nú fór með mál íslands, synjaði lögum alþingis stað- festingar eftir eigin vild. Ef honum þótti sem alþingi ætlaði að ráðast í fyrirtæki, sem að hans áliti voru landinu ofvaxinn, þá neit- aði hann um konungsstaðfestingu á þeim lögum. Þingið var þannig máttlaust gagn- vart þessum manni. Hinar sífeldu lagasynj- anir danska dómsmálaráðherrans urðu til þess að vekja meðal Islendinga meiri og meiri óánægju með stjórnarskrána og óvild til erlenda valdsins á sama hátt og átt hafði sjer stað fyrir 1874. Af þessu reis upp, að nokkrum hvíldarárum liðnum eftir þjóðhátíð- arhaldið, baráttan um endurskoðun stjórn- arskrárinnar, sem kend er við Benedikt Sveinsson (og sagt hefur verið frá í tveimur erindum Vilhjálms Þ. Gíslasonar hjer í út- varpinu nú fyrir skemstu). Þessi barátta leiddi þó lengi vel ekki til neinnar flokka- skiftingar hjá íslenzku þjóðinni. Ágreining- urinn út af miðluninni svokölluðu, á alþingi 1889, var allverulegur meðan á honum stóð. En hann náði engum verulegum tökum á þjóðinni og hvarf með öllu eftir næstu kosn- ingar. Almenningur hjelt fast við þá stefnu, sem mörkuð hafði verið með endurskoðun- arfrumvarpi Benedikts Sveinssonar. Það hafði verið samþykt á þingunum 1885 og 1886 og var nú enn samþykt óbreytt á þing- unum 1893 og 1894. En stjórnin neitaði að staðfesta það með því að það raskaði ein- ingu ríkisins. Svo gerðist það á alþingi 1895, að klofn- ingur varð í þinginu út af því, hvernig mál- inu skyldi haldið fram. Þvert á móti vilja Benedikts Sveinssonar, var nú samþykt þingsályktun í báðum deildum þingsins og í henni var því lýst, hver væru aðalatriðin í þeim breytingum á stjórnarskránni, sem þingið vildi koma fram, og jafnframt var skorað á stjórnina, að leggja fyrir næsta alþing frumvarp, er sýndi frá hennar hálfu, hverjar málamiðlanir gætu komið til greina.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.