Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 52

Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 52
107 LÖGRJETTA 108 ins, að reyna að koma því til leiðar í utan- för sinni, að fullkominn verzlunarfáni fengist fyrir Island. Leitaði hann fyrir sjer um þetta hjá ráðandi mönnum í Danmörku. Zahle for- sætisráðherra sagði, að þetta mál yrði að berast undir ríkisþingið, og hann kvaðst vera því mótfallinn, að það væri tekið fyrir eitt sjer. Aftur á móti ljet hann það uppi, að hann væri því ekki andvígur, að sambands- málið væri tekið fyrir í heild sinni. Af brjef- um Jóns Magnússonar má sjá, að konungur hefur einnig litið svo á þetta mál og verið þess mjög hvetjandi, að sambandsmálið í heild væri tekið fyrir. En Jón Magnússon segir, að sumir þar í Danmörku hafi litið svo á, að óráðlegt væri að taka þessi mál upp meðan á ófriðnum stæði, sjerstaklega fánamálið. Fánabreytingin þurfti að tilkynn- ast öðrum ríkjum og þau hefðu þurft að tilkynna hana herskipum sínum, og þótti það óvarlegt að skáka fram nýjum fána meðan ófriðarástand ríkti á öllum höfum og vitanlegt væri að flutningaskip ófriðarþjóð- anna sigldu víða undir fölskum flöggum. Frá þessum undirtektum skýrði Jón Magnússon alþingi, er það kom saman í byrjun júlí 1917. Voru þá án flokka-ágreinings skipaðar nefndir í báðum deildum þingsins með því ætlunarverki, að koma fram með tillögur um, hverjar ráðstafanir gera skyldi til þess, að íslendingar næðu sem fyrst öllum sínum mál- um í eigin hendur og fengju viðurkent full- veldi landsins. Og það varð ofan á hjá þessum fullveldisnefndum, að hafa fánamálið á odd- inum, og samþyktu báðar deildir einróma svohljóðandi þingsályktun: Alþingi ályktar að skora á stjórnina að sjá um, að íslandi verði þegar ákveðinn fullkominn siglingafáni með konungsúrskurði og ályktar, að veita heimild til þess, að svo sje með málið farið. Var þó jafnframt gert ráð fyrir, að stjórnin þyrfti ekki að biðjast lausnar, þótt málið hefðist ekki fram, heldur vísa því til þings- ins á næsta ári. Jón Magnússon flutti þingsályktunina í ríkisráðinu 22. nóvember um haustið. Hann skýrði frá, að hún hefði verið samþykt á alþingi með öllum atkvæðum og styddist við einróma óskir allrar íslenzku þjóðarinnar. Það væri skoðun alþingis, að Island hefði ótvíræðan rjett til þess að hafa sinn eigin fána og að stjórnarvöld Islands hefðu fult vald til þess að ráða þessu máli. Jeg verð að vera þeirrar skoðunar, sagði Jón Magnús- son, að þar sem ekki er deilt um rjett íslands til umráða yfir verzlun sinni, þá felist þegar þar í heimild til þess, eftir tilmælum alþingis, að afnema með konungsúrskurði takmarkanir þær á notkun íslenzka fánans á íslenzkum skipum fyrir utan landhelgi, sem settar eru með konungsúrskurði 22. nóvember 1913. Zahle, forsætisráðherra Dana, mótmælti því, að með málið yrði farið á þann hátt, sem forsætisráðherra Islands lagði til, en lýsti jafnframt yfir, að Danir væru nú fúsir til þess að semja um alt sambandið milli Danmerkur og Islands. Forsætisráðherra Islands sagði, að enda þótt íslenzka stjórnin gerði ekki synjun þessa máls að fráfararefni, þá hefði hann fulla vissu fyrir því, að alþingi Ijeti ekki málið niður falla. Konungur kvaðst ekki geta fallist á tillögu forsætisráðherra Islands, en tók undir þau ummæli forsætisráðherra Dana, að rjettast væri að taka sambandsmálið fyrir í heildsinni. Þegar fánakröfunni var synjað, fjekk Jón Magnússon heimild til þess, að kalla alþing saman á næsta ári svo snemma sem þurfa þætti. En Zahle ól á því við Jón Magnússon, að rjettast væri að taka nú sambandsmálið fyrir í heild sinni, og áður en Jón fór frá Kaupmannahöfn hafði það borist í tal, að samningamaður eða samninganefnd yrði send frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur. Þegar Jón kom heim, skýrði hann þeim þingmönn- um, sem til náðist, frá því, að þótt fána- kröfunni hefði verið neitað, væri nú kostur á samningum um sambandsmálið í heild. Segir hann að undirtektir þingmanna hafi í fyrstu verið fremur daufar. En er hann nokkru síðar hafði fengið heimild til að skýra frá því, að Danir mundu, ef til kæmi, senda hingað mann eða menn til samninga, segir hann að allir þingmenn hafi tekið vel í málið. Skrifaði hann þá til Danmerkur, að þingið mundi fallast á þetta og kvaddi það saman 10. apríl. Þegar svo þingið kom sam- an, fjellust allir flokkar á, að taka samn- ingatilboðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.