Lögrétta - 01.01.1936, Side 88
179
LÖGRJETTA
180
ungs listamanns í baráttu hans fyrir lífinu.
Ágætar ættarsögur eru bækurnar um Gollanz-
fólkið eftir Naomi Jacob, og eru nú til á
dönsku. Eftir einn helsta höfund Rússa,
Boris Pilnjak, er þýdd sagan: Volga rinner
mot Kaspiska havet, lýsing á hruni hins
gamla þjóðfjelags keisaradæmisins í Rúss-
landi. Bækur D. H. Lawrence eru nú einnig
þýddar t. d. Sönner og Elskere. Af nýjum
þýskum skáldsögum má nefna Stunden im
Garten eftir H. Hesse, Die Liebe alt wie die
Welt eftir R. Seitz og Miitter eftir Waggerl.
Meðal franskra höfunda, sem hjer eru dálítið
þektir, er P. Benoit og er nýkomin eftir
hann sagan Saint-Jean d’Acre. Af enskum
höf. hefur Rob. Graves verið lesinn hjer
nokkuð og sögur hans um Claudius og um
Messalínu eru nú þýddar á Norðurlandamál.
Hann hefur nú einnig skrifað nútímasögu:
Antigua Penny Puce. Nýr enskur höf. er
Ralph Bates, sem skrifað hefur sögur frá
Spáni, síðast The Olive Fields, sem er lýsing
á bændauppreisn og baráttu kommúnisma og
kaþólskrar trúar um yfirráðin yfir fólkinu.
Eftir H. D. Lawrence er komið nýtt bindi:
Phoenix og T. S. Eliot hefur safnað kvæð-
um sínum í nýtt bindi. Hann hefur haft
mikil áhrif í enskumælandi löndum og sjer-
staklega eru ýmsar ritgerðir hans merkileg-
ar. Eftir eitt af ungu skáldunum í Englandi,
og eitt af þeim helstu, Auden, er komið nýtt
kvæðasafn. Auden ferðaðist allmikið hjer á
landi í sumar sem leið og mun hafa bók í
smíðum um það ferðalag. Eitt einkennileg-
asta ljóðskáld Englendinga á seinustu árum
er A. E. Housman, sem ekki hafði þó gefið
út nema tvær Ijóðabækur. Hann er nú dáinn
fyrir skömmu og hefur nú verið gefin út
þriðja bók hans (More Poems) með mjög
þýðum og fallegum smákvæðum. Úrval af
kvæðum Robert Frost, ágæts Kanadaskálds,
er einnig komið út. Meðal nýlegra norrænna
kvæðabóka má nefna Lykkeskillinger eftir
Axel Juel, eitthvert besta ljóðskáld Dana, og
Mod den yderste Rand eftir Tom Kristen-
sen.
Sögurit og minningarbækur.
Lloyd George heldur áfram að skrifa end-
urminningar sínar frá ófriðarárunum og eru
þær einnig að koma út á dönsku, nokkuð
styttar. 1 síðasta bindinu ræðst hann all-
hart að Haig lávarði, yfirhersnófðingja Breta
og finnur herstjórn hans og stefnu margt til
foráttu og hefur fyr en þarna verið grunt á
því góða með hershöfðingjum og stjórn-
málamönnum heimsstyrjaldarinnar. Þó kveð-
ur við alt annan tón í þeirri æfisögu Haigs,
sem nú er einnig nýkomin út, eftir Duff
Cooper, (sem nú er hermálaráðherra Breta),
og áður hefur skrifað ágæta bók um Talley-
rand. Hann lofar Haig mikið fyrir mann-
kosti hans og dugnað og eignar honum fyrst
og fremst sigur Bandamanna. Æfisaga Bal-
fours jarls eftir Blanche Dugdale er einnig
nýkomin, en Balfour er einhver merkilegasti
stjórnmálamaður Breta á síðustu áratugum.
Æfisaga Jellicoe lávarðar, hins fræga flota-
foringja, er einnig nýkomin. G. K. Chester-
ton var lesinn hjer af allmörgum, einkum
sögur hans um Father Brown. Nokkuru áður
en hann dó hafði hann skrifað endurminn-
ingar sínar og segir þar margt skemtilegt frá
sjálfum sjer og ýmsum þeim, sem hann
kynstist. William James, hinn frægi heim-
spekingur, var hjer einnig mikið lesinn um
eitt skeið, einkum bók hans um ýmsar teg-
undir trúarreynslunnar. Um hann og kenn-
ingar hans er nýkomið út stórt og mikið rit
eftir R. B. Perry (The Thought andCharacter
of W. J.).
Þýzkt forlag (Phaidon í Wien), sem gefið
hefur út ýms ódýr, en falleg og myndskreytt
sögurit, hefur nýlega gefið út allstóra bók
um Diirer, eftir Waetzold. Þeir, sem tónlist
iðka hefðu sjálfsagt ýmsir gaman af því
að lesa brjefasafn Busonis, sem kom út í
sumar og lesendur Arnolds Bennett’s, sem
hjer eru allmargir, mundu líka geta skemt
sjer við það, að lesa brjefasafn hans, sem
nýlega kom út. Bruce-Lockhart er skemti-
legur enskur höfundur, sem í tveimur minn-
ingabókum hefur sagt fróðlega og fjörlega
frá veru sinni í Sovjet Rússlandi og í ýms-
um stórborgum Vesturlanda eftir stríðið
(„Aabenhjerlige Erindriger“ og „Dagene der-
paa“) og skrifaði síðast ferðabók frá Malaja.
Þýskur höfundur, H. R. Madol hefur skrifað
skemtilega bók um Kristján IX. „tengda-
föður Evrópu“. Ný stór mannkynssaga er að