Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 87

Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 87
177 LÖGRJETTA 178 BÓKMENTABÁLKUR____________ 1------ LÖGRJETTU Ferðasögur. Ferðasögur eru eftirlætisbækur margra lesenda, þær geta fullnægt í senn þrá manna eftir sönnum, raunverulegum atburðum og þránni eftir því, sem er æfintýralegt og spennandi. Danskur maður, H. Haslund- Christensen, hefir skrifað tvær skemtilegar ferðabækur, „Jabonah“ og síðan „Zajagan", sem báðar segja frá Mongólíu. Höf. fór aust- ur þangað 1922, ásamt fleirum, til þess að stofna þar bú, en fjelagsskap þeirra var slitið 1927 og rjeðist Haslund-Christensen þá í leiðangur Sven Hedins, en gerði svo 1930 út sinn eigin leiðangur til Indlands og slas- aðist þar. Jabonah segir frá lífi landnemanna í Mongólíu, en Zajagan, (sem þýðir farar- heill), segir frá Sven Hedin-ferðinni, þar eru margar skemtilegar og æfintýralegar frá- sagnir um menningu, líf og hætti þar eystra, hjá Torgautunum, sagt frá trúarsiðum þeirra, daglegu lífi á steppunum, tónlist þeirra, höfð- ingjum og hernaði. Sven Hedin sjálfur hefir einnig skrifað skemtilega nýja bók úr þess- um ferðum, og heitir hún Flótti stóra hests- ins (þ. e. uppreisnarforingjans Ma Chang Ying). Einn skemtilegasti ferðasöguhöfundur á Norðurlöndum er Aage Krarup Nielsen. Meðal bóka hans eru: „En Hvalfangerfærd“ og „Blandt Hovedjægere i Ecuador" og svo hefir hann nýlega gefið út skemtilega end- ursögn á ferðasögu Marco Polo. Frederik Poulsen, ágætur listfræðingur, hefur einnig ritað nokkrar skemtilegar ferðabækur, síðast „Nye Sjæle“, sem ekki er þó besta bók hans, og eru í henni smáþættir frá Þýskalandi, Frakklandi og Póllandi. Af öðrum nýjum norrænum ferðabókum má nefna nýja útgáfu af Pilgrimsbogen eftir Johs. Jörgensen og safnútgáfu af ritum Knud Rasmussen. Á þýsku er nýlega komin út lýsing á ferðalagi á vjelhjóli milli Höfðaborgar og Kairo (Mit 14 PS durch Afrika eftir H. Böhmer) og austur landabók, sem heitir I Paradís Buddha (Im Paradiese Buddhas eftir L. Magrini). Þessi fjarlægu lönd hafa enn yfir sjer bjarma æfintýrisins og aðdráttarafl hins óþekta, fyrir allan almenning að minnsta kosti. Þannig er enn um mikla hluta Afríku og meðal nýrra bóka þaðan er ein frönsk, Voyage au Hoggar eftir Grevin, og önnur um Abessiníu (Le Passant de l’Ethiopie) eftir J. og J. Tharaud, sem skrifað hafa ýms skemtileg söguleg rit, t. d. Sögu Gyðinga. Ferðasögur til Gyðingalands koma altaf út öðru hvoru, eins og að líkindum lætur, því að þangað streymir fjöldi fólks. Ágætur enskur höf., St. John Ervin, hefur t. d. ný- lega skrifað ferðaminningar þaðan, og ann- ar Englendingur, Gibbons, hefur skrifað fróð- lega ferðabók þaðan, m. a. um deilur Araba og Gyðinga (The Road to Nazareth). En vinsælustu ferðabækurnar frá landinu helga eru bækur Mortons (á ensku), 1 spor meist- arans og í spor Páls postula, hlýlega og skemtilega skrifaðar, um helstu sögustaði landsms. Enski flugmaðurinn John Gnerson hefur skrifað bók um Atlantshafsflug sitt 1933—24 (High Failure) og þar er m. a. kafli um Reykjavík. Skáldrit. Sú var tíðin að Knut Hamsum hjelt því fram, að þegar rithöfundar væru orðnir fimtugir ættu þeir að hætta að skrifa, eftir það gætu þeir ekki skrifað. Sjálfur hefur hann svo skrifað ýmsar bestu bækur sínar eftir að hann komst á þennan aldur. Síðasta bók hans heitir Ringen Sluttet. Ronald Fangen hefur einnig gefið út nýja sögu: Pá bar 'bunn. Ástæða er einnig til þess að benda íslenzkum lesendum á sögur Tryggve Gul- brandsens, hressilegar og skemtilegar norsk- ar ættarsögur, þjóðlífs og náttúrulýsingar. Af dönskum skáldsögum má nefna Dr. Renaults Fristelser eftir Johannes V. Jen- sen og nýjustu bók hans Gudrun, nútíma sögu úr Kaupmannahöfn, Mödre eftir Einar Christensen og Hvor oprör avles eftir Tom Smiht og Mellem Hav og Fjord eftir S. Elkjær, en af sænskum sögum Nársens lyck- liga ár eftir Stál. Svo kemur mikill fjöldi þýddra bóka. Síðasta bók Fallada heitir á sænsku Resan till Rosemarie og eftir Theodore Dreiser hefur einnig verið þýdd ein af hans löngu en merkilegu sögum (Geniet), lýsing á raunum og örvæntingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.