Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 10

Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 10
23 LÖGRJETTA 24 nokkrum rjetti afsala í hendur Dana, eða um- ráðum íslenzkra mála í hendur útlendinga, og Heimastjórnarmenn neituðu því, að þeir stæðu á móti breytingum á stjórnarfarinu, banka og síma, en sögðust verja landsrjett- indin og umráðarjett Islendinga yfir öllum innlendum framkvæmdum. Frambjóðendurn- ir við kosningarnar sáu sjer þann kost vænst- an, annars vegar að heita öllum þeim málum fylgi, sem til framfara miðuðu, og hins veg- ar að sverja fyrir alt framsal rjettinda Is- lands í sambandinu við Danmörk. Voru það auðvitað Valtýingar, sem þá eiða urðu að vinna, en andstæðingar þeirra að gefa yfir- lýsingar um framfaraþrá sína. Af þessu var það, að margir, sem buðu sig fram við þess- ar kosningar, þóttu bera kápuna á báðum öxlum. En forvígismenn flokkanna og blöð þeirra hjeldu því fast fram, að alt væri undir því komið, hvor flokkurinn ynni kosningarn- ar. Og að kosningunum afstöðnum hjeldu þau Þjóðólfur og Isafold því fram hvort um sig, að sinn flokkur hefði unnið og töldu fylgismenn sína fram með nöfnum. Isafold taldi jafnvel fyrst eftir kosningarnar Hannes Hafstein í sínum flokki. Margir nýir þing- menn komust að við þessar kosningar, svo sem Hannes Hafstein, Hannes Þorsteinsson og Lárus Bjarnason heimastjórnar megin, en Valtýinga megin Björn Kristjánsson og sýslumennirnir Jóhannes Jóhannesson, mág- ur Valtýs, og Magnús Torfason. En fram til þingsins 1901 lifðu báðir flokkarnir í þeirri von, að þeir mundu sigra þar. Nú komu aldamótin. Þeim, sem það hlotnast, að lifa aldamót, finst þau vera merkileg og hátíðleg stund. Svo mun það vera um allan heim. Hjer á landi voru menn, eins og annar- staðar, að skima fram og aftur og litast um til beggja hliða þegar þeir liðu yfir alda- mótin. Menn litu til baka yfir liðnu öldina og reyndu að festa mynd hennar í huga sjer. Lengst í baksýn var mynd af miklum manni í skrautlegum einkennisbúningi, fræð- ara og athafnamanni, þjóðlegum viðreisnar- manni og heimsborgara undir eins, syni 18. aldarinnar. En rökkurmóða var fallin yfir svæðið í kringum hann. Á miðri aldarmyndinni sást í fullri birtu foringinn og frelsishetjan, fríð og glæsileg mynd af hvíthærðum manni, sem á langri æfi hafði unnið að frelsi og heill ættjarðar sinnar. I kringum þá mynd var ljómi af minn- ingarhátíðinni um þúsund ára bygging Is- lands, sem haldin hafði verið fyrir rúmum aldarfjórðungi, þjóðhátíðinni, sem svo var nefnd, stærstu og mestu fagnaðarhátíð, sem fram hafði farið á þessu landi, og svo af stjórnarskránni, sem hátíðinni fylgdi og veitti þjóðinni aukið sjálfsforræði, þótt nú þætti mönnum sá stakkur, sem þá hafði verið skorinn, ærið þröngur. Þetta var meginsvið aldarmyndarinnar, sem öllum varð helst að festa hugann við. Frelsishetjan var fallin í valinn fyrir rúm- um tuttugu árum. Hún var orðin átrúnaðar- goð og kringum hana kominn helgiljómi. Nafn hennar glitraði á hverjum fána, sem lyft var í landinu í sókninni eftir auknu frelsi og framförum. En að baki hennar kom fram mynd af söngvaranum og mál- snillingnum, sem dó ungur fyrir miðja öld- ina, en ennþá talaði til landa sinna í ljóðum, sem allir kunnu og sungin voru á öllum samkomum, vorboða hinnar hverfandi ald- ar. Og fjöldi annara söngva frá tímum for- ingjans mikla ómuðu enn í eyrum manna. Þetta er í fáum orðum sú yfirlitsmynd, sem dregin verður út úr ummælum þeirra manna, sem orð höfðu fyrir íslenzku þjóð- inni um aldamótin. Þúsund ára hátíðin 1874 var mesti viðburður aldarinnar. Allir, sem komnir voru um aldamótin nálægt miðjum aldri, eða þar yfir, mundu þessi hátíðahöld og höfðu margir átt meiri eða minni þátt í aðdraganda þeirra, frelsisbaráttunni, sem á undan var gengin. Því var það eðlilegt, að einmitt þetta svið hinnar hverfandi aldar væri í skærustu Ijósi í hugum þeirra. En þegar menn litu í kringum sig, urðu fyrir þrútnir hugir af nýju stjórnmálastríði, í raun og veru illvígara stríði en hið eldra hafði nokkru sinni verið, af því að nú átt- ust við, miklu meira en áður, innlendir menn og flokkar í stað þess að eldri baráttan hafði nær eingöngu verið háð gegn erlendu valdi. Þegar fram á við var litið, var lausn stjórn- arfarsbreytinganna það málið, sem næst lá fyrir, og því aðalmálið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.