Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 33

Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 33
69 70 LÖGR JETTA strandarsýslu íiaustiS 1911, en gat eftir það lítt sint þingstörfum vegna veikinda og and- aðist haustið 1912. Fór jarðarför hans hjer fram með mikilli viðhöfn og að viðstöddu svo miklu f jölmenni, að dómkirkjan tók ekki nema nokkurn hluta þess. Var það öllum ljóst, bæði fylgismönnum og andstæðingum, að með honum hvarf stórbrotinn maður og einkennilegur af sviði íslenzkra þjóðmála. VIII. Það mátti svo heita, að sjálfstæðisflokk- urinn lægi í rústum eftir þingið 1911. En það hafði samþykt nokkuð víðtækar breyt- ingar á stjórnarskránni og því hlaut að fylgja þingrof og nýjar kosningar. 17. júní þ. á. var hundrað ára afmæli Jóns Sigurðs- sonar haldið með mikilli viðhöfn í Reykja- vík og víðar um land. I sambandi við það var háskóli íslands stofnaður, iðnsýning hald- in og alment íþróttamót. Voru allir stjórn- málaflokkarnir að sjálfsögðu einhuga um, að gera þessi hátíðahöld sem veglegust, en þó urðu það einkum heimastjórnarmenn, sem völdust þar til forgöngu ásamt ráðherran- um (Kr. J.). Eru það þrír menn frá 19. öld- inni, sem minst hefur verið með almennum hátíðahöldum á hundrað ára afmæli þeirra: Jónas Hallgrímsson 1907, Jón Sigurðsson 1911 og Matthías Jochumsson 1935. Sú dýrkun var orðin á Jóni Sigurðssyni, að allir stjórnmálaflokkar vitnuðu í kenningar hans og töldu sig fylgja þeim. Þingkosningar fóru fram í október og lýsti miðstjórn heimastjórnarflokksins því yfir, að hún ætlaðist ekki til þess, að kosið yrði um stefnu flokksins í sambandsmálinu að þessu sinni, heldur um stjórnarfarið á tveimur undanförnum árum. Unnu heima- stjórnarmenn nú engu minni kosningasigur en sjálfstæðismenn höfðu unnið haustið 1908. 1 Reykjavík voru nú kosnir Lárus H. Bjama- son og Jón Jónsson sagnfræðingur. Auk höfuðstaðarins unnu heimastjórnar- menn nú Mýrasýslu, Snæfellsnessýslu, Vest- ur-ísaf jarðarsýslu, Strandasýslu, Húnavatns- sýslu, Akureyri, Norður-Múlasýslu og Seyðis- fjörð. Sjálfstæðisflokkurinn hjelt nú aðeins eftir 9 þingsætum og þó þannig, að það lið var mjög' aundurleitt innbyrðis. Sigurður Eggerz, síðar forsætisráðherra, var nú fyrst kosinn á þing í Vesttír-Skaftafellssýslu, og var hann þá sýslumaður þar, en hann var Utan flokka. ÁUkaþingið 1912 kom samafí 15. júlí. Heimastjómarmenn höfðu nú svo mikinn meiri hluta í þinginu, að sjálfsagt þótti að þeir tækju við stjórnartaumunum, og tók þá„ Hannes Hafstein við Völdum í annað sinn. Kristján Jónsson hafði réyndar stuðst við heimastjórnarflokkinn, en ekkí gengið í hann og var utan flokka. Hannes Hafsteín hafði um vorið, nokkru áður en þing kom saman, farið að vinna að því, að koma á samtökum milli heimastjórnarmanna og sjálfstæðis- manna um lausn sambandsmálsins og varð vel ágengt, enda þótt ýmsum heimastjórn- armönnum væri þetta frá fyrstu ekki vel að skapi. Björn Jónsson var nú orðinn svo veiklaður á heilsu, að hann gat ekki átt nokkurn virkan þátt í samtökunum. En nánustu vinir hans og fylgismenn, svo sem sjera Jens Pálsson, sögðu hann vera þeim mjög hlyntan. Samtökunum átti að halda leyndum, þar til þing kæmi saman, en blað landvarnarmannanna, Ingólfur, náði þó í þau og birti þau. Út af þessum samtökum sögðu þeir sig úr sjálfstæðisflokknum þegar í byrj- un þings Benedikts Sveinsson, Bjarni' frá Vogi og Skúli Thoroddsen. Til þess að lýsa viðhorfi málanna tek jeg upp meginkaflana úr ræðu Hannesar Haf- stein, þegar hann tók í annað sinn við stjórn- artaumunum. Aðaláhugamál mitt er, sagði hann, að reyna eftir megni að efla friðinn í landinu, ekki aðgerðaleysisins og kyrstöðunnar frið, heldur frið til þróunar og starfa. Það eru ekki aðeins skóglendurnar okkar, sem þurfa frið til þess, að gróðurinn verði ekki tómar kræklur. Þjóðlífið þarfnast hans vissulega ekki síður.Þjóðin hefur ekki efni á því, að ein höndin rífi niður það, sem önnur byggir upp. — Síðan mintist hann á fjárhaginn og taldi viðreisn á því sviði nauðsynlega, ekki þó svo mjög á f járhag landsjóðs sem á f jár- hag almennings. Fjárhag landsjóðs má bæta með auknum tekjum honum til handa, sagði hann. En því aðeins þolir þjóðin auknar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.