Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 72

Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 72
147 LÖGRJETTA 148 hnefum gegn öllum framförum og umbótum. Nú í dag er þetta gjörbreytt. Því þótt bónd- inn sje enn í dag andlega íhaldssamur, (það liggur í eðli bændastjettarinnar hvar sem er í heiminum og hefur altaf gert) þá hagnýtir hann vísindin í þágu framleiðslunnar, not- færir sjer nýtísku vjelar og rafmagn þar sem því verður við komið og fylgist með vísinda- legum rannsóknum og nýjungum, sem gerast á sviði landbúnaðarins víðsvegar um heim. Bændur standa í pólitískri samfylking og mynda hagsmunaleg stjettaf jelög. Yngri kyn- slóðin sækir búnaðarskóla eftir að hafa notið jafn mikillar barnafræðslu og kent er í skól- um borganna. Aðeins 6,6% af öllu landi Ziirichkantón- unnar er ófrjótt. En meir en helmingur þessa ófrjóa lands er notaður fyrir vegi, bygging- ar eða önnur mannvirki. Þannig er tæplega nokkur blettur til í ríkinu, sem ekki ber á einhvern hátt ávöxt. Vegna þess að í kantónunni liggur stræsta borgin í Sviss, Zurich, með yfir 330 þús. íbúa, er þar afar mikill markaður fyrir mjólk og kjöt, og meiri hluti landbúnaðarins er því kvikf járrækt, einkum nautgriparækt. Árið 1911 voru í Zúrichkantónunnj einni saman yfir 111000 nautgripir, sem þá voru virtir á 50 miljónir franka. Býflugnarækt er þar mikil og eykst stöðugt. Mótekja var nokkur í kantónunni, en með aukinni rafvirkjun og raforku hefur hún á seinni árum algerlega horfið úr sögunni. Akuryrkja hefur minkað með aukinni kvik- fjárrækt, en mest er ræktað þar af hveiti. Kartöflurækt og garðyrkja hefur aukist og ekki síst í kringum stærstu borgirnar: Zúrich og Winterthur. Þá hefur blóma- og skraut- jurtarækt færst mikið í vöxt, svo að víða gefur að líta stórar blóma- og rósaekrur í hinum fegurstu litum og aðdáanlega fjöl- skrúðugar. I kringum flest bændabýli og flest íbúðarhús, hvort heldur það er í þorpum eða sveitum, eru fagrir blómgarðar ásamt mat- jurtagörðum. Eru íbúarnir yfirleitt mjög vandlátir með heimilisprýði, þrifnir og hafa næman fegurðarsmekk. Ávextir, einkum epli, perur, plómur og kirsuber, eru mikið ræktaðir. Eplin og per- urnar eru malaðar og pressaðar og safinn síðan seldur, annaðhvort geraður og sem áfengur drykkur, eða gerilsneiddur, og þannig mikið notaður sem svaladrykkur. Safinn er sætsúr á bragðið og er hinn Ijúf- fengasti til drykkjar. Vínviðarrækt var áður fyr mikil, en varð að þoka fyrir grasrækt og akurlendi, sem virtust bera arðvænlegri ávexti fyrir pyngju bóndans. Vínyrkja er þó enn til á bökkum og í hlíðunum umhverfis Zúrichvatnið, einkum þeim er blasa mót sólu. Um 50 þús. ha. af kantónunni eru skógi- vaxnir; helmingurinn af því er einkaeign, en hitt skiftist á milli ríkjasambandsins sviss- neska, kantónunnar og ýmsra fjelaga eða hreppa. Veiði í ám og vötnum hefur færst í auk- ana með auknu klaki og bættri fiskiveiða- löggjöf. Vilt landdýr, sem veidd eru, eru aðallega rádýr og hjerar, en enda þótt þau sjeu friðuð mikinn hluta ársins, er þó fult útlit fyrir að þau hverfi alveg úr skógum kantónunnar fyr eða síðar. Jeg hef getið þess hjer að framan, að fram á 19. öld rjeðu íbúar Zúrichborgar yfir allri kantónunni og stjórnuðu harðlega. Sem dæmi um harðstjórn þeirra rná geta þess, að fram á 18. öld var allur vjelaiðnaður stranglega bannaður annarsstaðar en í borg- inni, og það sem sveitakonurnar unnu í höndum sjer úr ull og hör, síðar baðmull, varð að ganga gegnum verzlun og skatta- álagningu borgarbúanna. En konurnar unnu samt, því þrátt fyrir litla þóknun, varð ávinningur nokkur og nógu mikill til þess, að konurnar gátu fleytt fram lífinu með elju og sparneytni. Þegar eitthvað rýmkaðist um iðnaðarlöggjöfina á seinni hluta 18. aldar, blómgaðist iðnaður meir í Zúrichkantónunni en nokkurstaðar annarstaðar í Sviss, og þá einkum spuni, silki- og baðmullarvefnaður. Rjett fyrir aldamótin 1800 höfðu nær allir íbúar Zúrichhálendisins atvinnu við þetta að meira eða minna leyti, en þess ber að gæta, að þá fór öll vinnan fram í heimahúsum, í höndunum eða handvefstólum. En laust eftir aldamótin kollvarpaðist heimilisiðnaðurinn fyrir vjelamenningunni, sem þá hóf innreið sína í landið. Frægasti iðnhöldur hálendisins, Heinrich Kunz að nafni, og sem kallaður var ,,spunakongurinn“, bygði hverja verksmiðj-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.