Lögrétta - 01.01.1936, Page 57

Lögrétta - 01.01.1936, Page 57
117 118 LÖGRJETTA Framh. n. Grímsi er kominn á sömu stöðvar í Vík- inni. Hann er ráðinn sjómaður hjá Jóni Bjarnasyni, en er á vegum Björns, eins og áður var. Hraustur og heilsugóður lagði hann af stað að heiman, með bjartar vonir fyrir stafni. Jón formaður hefur yfir nokkrum háset- um að ráða, frá því, að hann var þar á ver- tíðinni veturinn áður. Þeir hafa allir flutt í verið um skírdagshelgarnar. Björn Bjarna- son situr í verbúð sinni og er Ingveldur ráðskona hjá honum. En nú gengur Grímsi, þögull og eirðarlaus, á milli búðanna, beygður af sorg. Hann tekur lítið eftir því, sem fram fer í kringum hann. Hann kemur ekki upp neinu hljóði, söng- röddin er farin, lífið í rústum. Ráðskonan er miðaldra kvenmaður, þrifin og myndarleg. Hún vill reynast Grímsa ósköp góð. Honum er ami í því. Hann gengur ein- förum, og forðast fólkið í kringum sig. Brim og ógangur er í sjónum, og honum heyrast bárurnar hrópa dauðra manna vein, og það er klukknahljómur fyrir eyrum hans. Hann hefur frjett það, að það eigi að jarð- syngja ungan kvenmann á laugardaginn fyrir páska. — Það er ekki búist við því, að marg- ir fylgi líki hinnar látnu til grafar. — Gamli prófasturinn er kominn. — Athöfnin hefst að hallandi degi. — Fjórir menn halda á kistunni út að gröfinni. Þar sígur hún úr höndum þeirra, ofan í moldina og myrkrið. Grímsi bítur saman vörum, og berst við þungan grát. Hann er fölur og máttfarinn og styður sig upp við arm Ingveldar. Hún heldur á ofurlitlum blómsveig, sem tekinn hefur verið af kistulokinu.------ Grímsi teygir sig út yfir gröfina, þegar fyrstu moldarrekurnar bylja á kistulokinu. Þetta dauða hljóð nístir hann í gegn. Ing- veldur styður hann og grætur hljóðlega. Blóðhnyklar koma fyrir augun — eins og þeir svífi þar í lausu lofti kringum hana. Hljóð andvörp mælir hjartað.------- Skáldsaga úr verstöð frá árinu 1898—’99. — Eftir Theódór Friðriksson. „Gríma — Gr—í—m—a.“ Ingveldur leiðir Grímsa. Þau ganga síðust frá gröfinni. Þau hafa bæði kropið niður við hinn kalda moldarbeð. — Ingveldur stjaldrar við í öðruhverju spori — þerrar tárin af augum hans og grætur. Nú fóru páskarnir í hönd, þvílíkur skelfi- legur munur. Hann greip fyrir hjartað á páskadagsmorguninn. Herpingur var í háls- inum og ónot, varirnar voru þurrar og aug- un full af sorg. — Það var ómögulegt að liggja þarna og klæða sig ekki, og hann fór að tína utan á sig fötin, eftir andvöku, fram- eftir allri nótt, og þungan svefn og vondan draum, undir morgunsárið. Allur umbúnaður þar í verbúðinni var með líku móti og verið hafði veturinn áður. Hann svaf í sama rúmstæðinu, rjett á móti ráðs- konunni, og honum var raun að því, að hún skyldi vera þama, rjett fyrir augunum á honum. Endurminningarnar um Grímu voru svo skýrar, eins og hann sæi hana þarna lif- andi, og hann fálmaði eftir þeim atvikum öll- um, eins og druknandi maður, sem grípur í fljótandi strá. Hann hafði háttað um kvöldið með fyrra móti, og bælt sig niður, og hlustað á brim- sogin þar við flæðarmálið. Þau voru róm- dimm og sterk. Norðan hreytingsstormur buldi á þekjunni alla nóttina, og hvein við ömurlega. Og það var svo margt, sem hjelt fyrir honum vöku, honum var ómögulegt að dreifa frá sjer þessari sorg, sem á hann hafði hlaðist. Ást þeirra, Grímu og hans, hafði far- ið með leynd, og hann hafði bygt vonir sínar á öllu því bezta, í þessu efni, og beðið átekta. — Nú var henni kipt í burtu eins og fögru blómi, sem teygir sig á móti sólargeislunum á vorin, en er slitið upp með öllum rótum og troðið niður. Það var einhver skelfileg hula yfir þessu öllu saman. Ingveldur var nú eina manneskjan, sem tók hlutdeild í harmi hans. En þögul var hún

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.