Óðinn - 01.01.1921, Qupperneq 4

Óðinn - 01.01.1921, Qupperneq 4
4 ÓÐINN Að loknu námi kom hann hingað til lands og varð aðstoðarmaður á 2. skrifstofu stjórnarráðsins, gegndi hann því starfi til ársins 1912, en þá var hann skipaður sýslumaður í Skagafjarðarsýslu. F*að starf ljet honum vel. Er óhætt að segja, að hann hafi átt vel við Skagfirðinga og þeir við hann. Var hann sístarfandi, og vita það allir, sem hann þekkja, að hann er afkastamaður mikill; allur var hann í slarfi sínu, en þó hafði hann altaf tíma og gat gefið sjer tóm til þess að eiga tal við menn og kynnast hag þeirra. Það eru ein- staka menn þannig, að þeir eru hlaðnir störfum, en altaf hafa þeir nægan tíma og það er sem engin ókyrð nje umsvif sjeu í fylgd með þeim. Gegndi hann embættinu þannig, að mikill sökn- uður varð, er hann hvarf frá því, en það gerði hann, er hann árið 1918 varð skrifstofustjóri í fjármáladeild stjórnarráðsins. Auk þessara starfa hefur hann haft þingmensku á hendi, var hann kjörinn þingmaður Skagfirðinga árið 1616, og hefur hann skipað sæti á löggjafar- þingi þjóðarinnar með dugnaði og þekkingu, var hann þar brátt störfum hlaðinn og treyst var, sem líka mátti, hyggjuviti hans og hollum tillögum. Voru honum falin ýms þingstörf, er alls ekki stóð á sama um hverjum voru í hendur fengin. Við siðustu stjórnarskifti varð Magnús fjármála- ráðherra. Hefur það fallið í hans hlut að vera í stjórn landsins á erfiðustu tímum, sem lengi hafa yfir land þetta komið. Alt breytist óðfluga, það sem stóð í gær er fallið í dag. Það er erfitt hvar sem er í heiminum að stjórna nú á tímum, það er erfitt í hinum stóra heimi, en einnig í hinum smáu löndum, þar sem allir þekkjast og allir vilja ráða og segja fyrir. Það er varla hægt að snúa sjer við, svo að það vekji ekki eftirtekt, allar framkvæmdir eru fljótlega dæmdar og dómstól- arnir eru margir. Jeg fæst ekki við stjórnmál og brestur þekkingu á því sviði, en það veit jeg um Magnús fjármála- ráðherra, að hann vill hið rjetta. Hann er stiltur og gætinn og hugsar vel sitt mál. Góðan vilja hefur hann, en einnig sterkan vilja, hann leitar þar til hann kemsl að niðurstöðu, en þá fylgir hann hiklaust fram máli sínu með þeirri sann- færing, er ekki víkur frá hinu rjelta, er fundist befur fyrir þekkingu og nána yfirvegun. Honum er það ljóst, að vandi er á ferðum og því ástæða til að ihuga málin vel. Magnús er fremur dulur maður og fáskiftinn og gefur sig ekki mikið að ókunnugum; en drengur er hann góður og jafnframt þjettur í lund og fylgir óhræddur fram skoðun sinni hvort sem öðrum likar betur eða ver. Það er ekki hægt, síst nú á tímum, að gera ráð fyrir því, að skoð- anir mannanna fari altaf saman, og þeir sem framarlega standa í stjórnmálum kippa sjer ekki upp við það, þó að skoðanir þeirra sjeu ekki ætíð og alstaðar boðnar velkomnar. Það er yfirleitt erfitt í því hafróti sem nú er að sjá hina rjetta mynd af mönnunum. En sagan kveður síðar upp sinn dóm, og þá munu þeir, er þá lifa, geta athugað betur kosti þeirra og galla. Vjer lítum nú með lotningu til margra manna, sem vjer ekki þektum, en sagan hefur sýnt oss þá. Það er ekki áreiðanlegt, að þeir mættu sömu viðurkenning, ef þeir væru hjer nú, því að þá þyrftu þeir að vera í baráttunni, en nú eru þeir komnir úr henni. Það er trúa mín, að Magnús Guðmundsson verði meðal þeirra, sem sagan dæmir vel. Hann hefur slíkt efni í sjer. Framtíðin mun verða áfram- hald af góðri fortíð og nútíð. Magnús á ágætu heimilis- og hjúskaparlífi að fagna. Kvæntur er hann frændkonu sinni Soffíu Bogadóttur Smith, og eiga þau þrjú börn, Boga, Björg og Þóru. Er Magnús fjármálaráðherra maður á bes.ta starfsaldri og má enn mikils starfs af honum vænta. Bj. J. 0 Páll Pggert Ólason. Doctor philosophiæ Páll Eggert Ólason, cand. jur., fæddist í Stóru-Vogum í Gullbringusýslu sunnudaginn 3. júní 1883; voru foreldrar hans: Óli Þorvarðsson steinsmiður og Guðrún Eyjólfsdóttir Waage. í föðurætt er Páll kominn af stórbænda- kyni um Þórssness- og Þverárþing, og var föður- faðir hans Þorvarður hreppstjóri á Kalastöðum, Ólafsson, skipasmiðs og dannebrogsmanns. En Ólafur skipasmiður þótti vera frábær dugnaðar- maður og atgervis á sinni tíð, bráðgáfaður og hverjum manni hagari, manna hnittnastur í svör- um, hagmæltur vel, en nokkuð glettinn í skáld- skapnum. Móðurætt Páls er hin svo-nefnda Waage- ætt, og er hún alkunn hjer syðra. Páll fluttist mjög ungur að Meðalfelli í Kjós, og ólst þar upp hin fyrstu ár ævi sinnar hjá Finni bónda Einarssyni og Kristínu húsfreyju hans,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.