Óðinn - 01.01.1921, Page 8

Óðinn - 01.01.1921, Page 8
8 ÓÐINN Gestur Magnússon. Gestur Magnússon. Eins og lauslega hefur verið getið um í blöð- unum vildi það hörmulega slys til, laugardaginn 2. október síðastliðinn, að 4 menn druknuðu af smábáti við svonefndar Hjalleyjar fyrir Staðar- fellslandi. Voru það Gest- ur realstúdent, einkason- ur Magnúsar Friðrikssonar óðalsbónda á Staðarfelli og Soffiu Gestsdóttur konu hans. Magnús Zofónias Guðfinnsson fóstursonur þeirra, búfræðingur frá Hvanneyrarskóla 22 ára, og vinnuhjú þeirra, Þor- leifur Guðmundsson og Sigríður Guðbrandsdóttir, bæði á besta aldri. Ætluðu þau út í eyjarnar að hirða um hey. Þá er að var komið, fundust lík Gests og Magnúsar við bátinn. Lá Gestur í fjörunni hjá bátnum með dragreipið vafið um sig, en Magnús iá á grúfu yfir þóptu hans. Degi síðar fundust lík hinna skamt þar frá. Virðist svo sem Gestur hafi ætlað að bjarga báti og fólki á sundi, en það orðið honum uin megn. Magnús Friðriksson var fjarverandi þennan dag og kom heim seint um kvöldið. Kona hans var því ein heima með ung- lingsstúlku er þar var stödd; annað heimilisfólk var í bátnum. Þorleifur Guðmundsson var búinn að dvelja sem vinnumaður hjá þeim hjónum í 18 ár, en Sigríður Guðbrandsdóttir í 9 ár. Þau voru því bæði orðin gróin við heimilið og húsbændum sínum einkar kær, enda bæði dugnaðarhjú, dygg og ráðvönd. Magnús Zófónías Guðfinnsson var stakur efnispiltur, prýðisvel gefinn, atorkusamur og áræðinn. Gestur Magnússon var fæddur í Hvammi 16. júlí 1889. Foreldrar hans bjuggu þá í Knararhöfn í Hvammssveit. Ólst hann upp hjá þeim í Knarar- höfn, Arnarbæli og Staðarfelli, en var settur til náms skömmu eftir fermingu. Var hann fyrst við undirbúningsnám í Hvammi. Árið 1907 veiktist hann af lungnatæringu og sigldi þá á Silkiborgar- heilsuhælið í Danmörku og dvaldi þar 7 mánuði og fjekk þar ágætan bata. Meðan Gestur dvaldi erlendis naut hann sjerstakrar velvildar og um- önnunar stórkaupm. Árna Riis, sem þeir feðgar jafnan virtu og mintust að maklegleikum. Árið 1909 gekk Gestur í gagnfræðaskólann á Akureyri og lauk þaðan burtfararprófi með besta vitnisburði vorið 1912 og hafði hann þó orðið var við hinn fyrri sjúkdóm sinn síðari hluta vetrar og meðan á prófinu stóð. Meðan hann dvaldi í skólanum var hann þar umsjónarmaður og formaður fyrir mötuteyti nemenda með fleiri trúnaðarstörfum. Vorið 1913 var hann í Gróðrarstóðinni í Reykja- vík. Var hann mjög áhugasamur um blóma- og jurtarækt. Bjó hann til snotran blómgarð hjá íbúðarhúsinu á Staðartelli og var mjög natinn við að prýða hann og hirða. Veturinn 1914—1915 stundaði hann búnaðarnám á Hólaskóla. Var hann nokkuð heilsuveill sumarið eftir. En af því að hann gat og hafði nóga festu til að fylgja öll- um heilbrigðisreglum í hinum ágætu húsakynnum á Staðarfelli og naut árvakrar umhyggju og hjúkr- unar góðra foreldra, náði hann sjer svo vel eftir síðustu árás sjúkdómsins að hann varð hans ekki var upp frá þvi. Gestur var greindur vel og því góður námsmaður, áhugasamur og iðinn. Hann var hinn mesti kappsmaður að öllu sem hann gekk og laginn við alt. Búskapurinn á Staðarfelli er mjög umfangsmikill, því jörðin á miklar nytjar bæði í sjó og á landi. Gesti var jafnsýnt um að stunda æðarvarpið, selveiðina og heyskapinn sem aðra vinnu, enda var hann ríkulega útbúinn af þeim hyggindum sem í hag koma. Vann hann foreldrum sínum ómetanlegt gagn og var önnur hönd föður síns við búskapinn. Hann var hið besta búmannsafni, enda hafði hann fullan hug á því að helga krafta sína sveitinni með fullri festu og alvöru, en slíkt verður nú á tímum því miður ekki sagt um marga yngri námsmenn, því að loknu námi kjósa flestir kaupstaðalífið og lausung á ýmsum sviðum. Sem að líkindum ræður, var Gestur Magnússon kærastur foreldrum sínum og systrum, en víst er það, að allir sem nokkur kynni höfðu af honum, unnu honum hugástum, því hann var i stuttu máli drengur hinn besti. Það er sár harmur kveðinn að þeim Staðar- fellshjónum, er mistu alt sitt heimafólk við þennan sviplega atburð, eins og öllum vandamönnum hinna látnu og vinum. í*au voru öll 4 jarðsungin á Staðarfelli 23. október á 1. vetrardag. Þótt svo væri áliðið og veður ekki gott var þó viðstatt meira fjölmenni en dæmi eru til i því bygðarlagi eða um 170—180 manns, bæði úr Dala- og Snæfellsnessýslu. — Athöfnin var alvöruþrungin og mun lengi verða þeim minnistæð, er við hana voru staddir. A.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.