Óðinn - 01.01.1921, Side 10
10
ÓÖINN
Lárenz.
Nú, sagan mín er varla vikugömul. —
Á Suðurlandi er hvergi höfn nje vík,
par æðir Atlantshafið fyrir söndurn.
Par úti fyrir barðist skrautlegt skip
við ofsaveður, risa-boða og brim,
og hrakti’ að landi. Loks pað steytti’ á grunn,
og brotnaði. — Þeir settu’ út báta tvo
og mönnuðu. í svipan annar sökk;
hinn komst að strönd, en klofnaði við land.
Af komust tveir menn syndir eins og selir;
annar var myrkur bæði á húð og hár,
en svipur hins var breytilegur, bjartur,
en stundum dimmur, og með sorgarsvip.
Ilinn siðari var kapteinn Kavel-skipsins.
Par skipið sökk fjekk sjórinn rauðan lit
sem blóð. Pað hafði af víni fullan farm.
Pá fjara tók, peir fundu átta kistur
úr járni, par sem bátinn skipsins braut;
menn hugðu, að pær geymdu ailar gull.
Kapteinninn — sagt er — sótti brúðkaup sitl,
viltist í hafi, höfn hann enga pekti.
Hafnsögumanni hefði hann glaður greitt
pyngd hans í gulli, og goldið pökk að auk.
í Berghyl Gottskálk gamli vakinn var
um miðja nótt af syndamóki sínu,
pví Ogautan var kominn.
T r i s t a n.
Hver er pað?
L á r e n z.
Nú! Ógautan, sem átti hið týnda skip.
Menn segja, að jarðhús bygt sje undir Berghyl.
Par mun nú gullið geymt.
T r i s t a n.
En hvar cr hinn?
Sá myrki á hár og hörund?
Lárcnz.
Ilann fór hurt,
nð koma peim í skip, ef skip er til,
sem leggur brátt frá landi.
T r i s t a n.
Er sagan sönn?
L á r e n z.
Já, Gotlskálk hefur sagt mjer sjálfur frá pví.
Hvað hyggurðu ósatt?
T r i s t a n.
Atta kistur gulls
á kóngur bara, biskup ef til vill.
Ögautan er víst biskup,
L á r e n z.
gullsins glym
pá mátti heyra, er einhvcr kistan kom
á jörð eða gólf.
T r i s t a n.
Pú ærir í mjer sull,
að festa ráð mitt og að eignast fje.
Nú, saga pín er gull.
L á r e n z.
Já, segðu mjer
lielst aðra sögu sem má stytta vörðinn.
T r i s t a n .
Hver fjandinn dvelur fólkið? — Sögukorn
jeg heyrði um prest, er sat um kvöld með súl
í pungu geði. Kirkjan hans var hróf,
en kirkjusjóðnum klerkur hafði eitt, —
og biskup sagði’ að byggja skyldi’ á ný, —
óhlýðni hans gat varðað kjóli og kalli.
Um kvöldið, pegar sólin hafði setst
kom maður einn, sem bauðst að byggja upp
spánnýja kirkju, kosta efniviðinn,
að telgja’ og penta hverja helgimynd,
að mála húsið, hengja klukkur upp,
að prýða og skreyta prjedikunarstólinn
og gera altari með guðvef klætt,
en prestur gæfi kross á kirkjuburst,
og festi hann upp, er fullger væri smíðin,
og kirkjan búin. — »Hver er borgun pín?«
spyr prestur gestinn. »Gettu hvað jeg heiti;
skuldin er greidd mjer, ef pú getur rjett«.
»En geti jeg rangt?« »Jeg sje hjer sveina tvo,
»sem leika á palli, lát mig báða fá«.
»Nei, annan smiður, aldrei læt jeg báða«.
sPá fæ jeg pann sem fyrri kemur út,
pá kirkjan er fullger«. — Petta samdist svo.
Par reis nú kirkjan, dýrðlegt Drottins hús,
á nóttum hraðast. Hræðsla prestsins óx
með hverri eykt. Hann gekk um auðnir einn
að geta nafnsins, heyrði pá í hól
sungið við barn, er sifraði og grjet:
»Senn kemur Finnur faðir pinn í Hruna
með leikpilt, sem hún Loppa má við una«.
Pá snjeri prestur lieim og heyrði og sá
smið festa koparhring í kirkjuhurð.
»Eullger er kirkjan, festu krossinn upp!«
Brált gnæfði krossinn upp á kirkjuburst,
og eilífðartáknið hjekk á miðri hurð,
og skein sem gull. Peir gengu i kirkju tveir.
Par kveikti prestur kirkjuljósin öll
og leit um alt, liann hafði aldrei sjeð
slíkt undrasmíði, smiðurinn stóð par hjá. —
Já, loft og bogar alt var yndislegt.
Stað helgimynda liúktu blakkir kubbar,
sem sótug goð, — var farfinn fals og prjál? —•
Pær myndir höfðu skinið skæran fyr.
Pá hleypur sonur prestsins annar inn,
og vafði hann pá sveininn föðurlega i faðm
og kreysti sjer að hjarta. — Hreytti’ í hinn: