Óðinn - 01.01.1921, Síða 28
28
ÓÐINN
dufti og veifar töfravölnum rjett.
Hún hlýðir betur þjer en öllum öðrum.
Gottskálk
(veifar stafnum þrisvar andsælis).
Jeg særi þig, mín fylgja, að segja mjer
þaðu sem þú veitst um örlög mín og afdrif.
Jeg særi þig úr víðblá, sjertu þar,
jeg særi þig af jörðu, sjertu þar,
og fram úr dimmu djúpi, sjertu þar.
(Djúp stuna heyrist, uppi í dyraopinu sjest ófrýnileg
litil mannsmynd vafin i hvitleita dulu. Hún skríöur á
ölnboganum og ööru hnjenu. Gottskálk skygnist um
alt, og sjer ekki fyrirburöinn).
Jeg heyri stunu, ekkert sje jeg óvænt,
en sjáið þið?
Síra Þorgeir.
Jú, ofur óglögt mynd
af fylgju, sem menn fæstir vildu eiga.
Nú sjest hún þarna!
(Bendir).
Ogautan
(kinkar).
Gottskálk.
Jeg sje ekkert samt.
Ó g a u t a n.
Þú spyrð það, Gottskálk.
Gottskálk.
Segðu, ef þú sjerð
örlög mín fyrir. (Pögn). Svara þú mjer, þý!
Hvort verður líf mitt langt?
F y 1 g j a n.
Jeg þekki ei tíð,
og bý nú þar, sem enginn líini er til.
G o 11 s k á 1 k.
Á hvern hátt læt jeg líf?
F y 1 g j a n.
Við dauða þinn
er myrkur undir, myrkur yfir þjer,
og myrkur alla vegu.
Gottskálk.
Enga dul?
Talaðu svo að lýðum sje það ljóst.
Fylgj a n.
Nú fnæsir útburðurinn fyrsta sinn.
G o 11 s k á I k.
Er þetta fylgjan? Fjandinn sjáifur má
þá kara þig um vitin, varpast þú
í díkið strax? Pú svarar mjer samt, þý!
Á jeg að deyja innanlands eða utan?
Fylgjan.
Pitt leg mun verða lágt í vígðum reit.
Ó g a u t a n.
Pað svar er gott. Pá getur enginn drekt þjer
þig hengir enginn, enginn brennir þig
á báli fyrir glæp.
Síra Porgeir.
Ef sagt er satt
þá þarftu hvorki að flýja land nje fólk.
Gottskálk.
Nú, þegið þið! Jeg spyr þig soltna þý,
á Hlaðgerður á Hamri að verða min?
Fylgjan
(andvarpar).
Pví harstu mig úl?
S í r a P o r g e i r
(hrekkur saman).
Hver undur!
G o 11 s k á 1 k.
Úidna þý!
Fylgjan.
— Nú vælir útburðurinn annað sinn. —
Gottskálk
(veifar stafnum).
Pú hraðar þjer í háttinn niðrí Viti,
jeg særi þig að svara þessum staf:
Á Hlaðgerður á Hamri að verða mín
í annaö sinn? Jeg átti hana fyr.
Fylgjan.
Hún verður vernduð fyrir sjálfri sjer.
— Jeg sekk, jeg sekk, æ lát mig lausan nú.
G o 11 s k á I k.
Pú hlýðir stafnum, þý, og staldrar við.
Hvað frelsar Hiaðgerði frá sjáifri sjer?
F y 1 g j a n.
Manns ást.
G o 11 s k á 1 k.
En ef nú maður sá er feigur?
Fy lgj a n
(stynur þungl).
Pað verður manns ást, lifanda eða látins.
— Ó, veslings móðir! —