Óðinn - 01.01.1921, Page 30

Óðinn - 01.01.1921, Page 30
30 ÓÐINN Síra Þorgeir. Nú er barið enn! Ó g a u t a n. Þín kirkja ætti ekki að vera til nje standa ofanjarðar. Illu heilli hún komst bjer á. , Gotts kálk. Þeir berja illa og ótt. (Gengur út og keraur aflur mcð Tristan og Lárenz, scm liúðir liafa bindi fyrir augura, hann leysir af þeim bindin). L á r e n z. Ertu hjer, bróðir? Jeg kem biskup frá og hafði uppfylt alt, sem sett var upp til pess jeg fengi Friði. Hann fær nú nýtt ljón á veginn, segir að við sjeum vist fjórmcnningar, of skyld til að eigast án páfaleyfis. Síra Þorgeir. Pað eru likast lög, sje skyldleikinn þá ekki skrök og fals, en frá þeim lögum leysir biskup menn. L á r e n z. Pað leyfi fæst, en fyrir vætt af gulli. Ó g a u t a n. Og jeg ljæ vopn og jeg kem sjálfur með, L á r e n z. Það lið er örugt! — Tristan? T r i s t a n. Tristan fer. Jeg vinn þar fyrsta vig mitt, ef jeg get; tvö hundruð silfurs eru manngjöld enn, þó öllu hnigni. Makleg málagjöld skal biskup fyrir ilsku og öfund fá, ef jcg næ til. L á r e n z. Jeg veit hún væntir mín þcgar i nótt. G o 11 s k á 1 k. Og nóttin orðin dimm. Að garpurinn Tristan hafi sig í hætlu er ekki’ í fyrsta sinn! (Nýr henduruar), I. á r e n z. Við förum þá! Ó g a u l a n. Sje vakað úli, vörðinn svæfa má. Ó g a u t a n. Svo þetta kostar þrettán hundruð dali af skiru gullí. Sira Þorgeir. Hann er alveg ær! Og ærulaus er kirkjan hans um leið. Sá gefur ekki lánið fyrir lítið, ef hann má veita það. — Nú vittu, bróðir! Jeg vigi ykkur, veit þá málið leitt til lykta, og þú lætur ekkert ije, því skyldleikinn er eflaust ekki til. Við verjum ykkar mái með oddi og egg. Veit F’ríður þetta? L á r e n z. Já, og fjell það þungl, hún talaði um svik við sig og mig, og sagði upp hlýðni og hollustu við biskup; hún bauðst að flýja, ef jeg sækti sig. Hún roðnaði af skapi, og ræddi margt um okkar mál. (Tjaldið). III. PÁTTUH. Kirkjan í Hruna. Prískipuð timburkirkja með tveimur súlnaröðum til beggja handa. Yfir altarinu upphleypt mynd »Djöfullinn freistar Jesú«. Hvergi sjest kross í kirkjunni. Til hægri handar út við vegginn er prjedik- unarstóllinn, fram af honum á 2—3 feta háum fótstalli er likneski af Mariu mey með barnið. Likneskið er i fullri stærð, og nær fram af súlunnl hægra megin. Bakvið Maríu-líkneskið er skriftastóllinn, og þar eru útgöngudyr inn í skrúðhúsið (fyrir prestinn), sem tæpast sjást. Aðrar dyr eru á hliðinni fyrir framan prjedikunar- stólinn. Hinu megin við kórstoðina vinstra megin er likneski af Pjetri postula með lyklana og Tómasi a Becket. Allar helgimyndirnar eru með litaskrúði miklu og gyltar gloriur yfir höfðum, og mjög skraut- legar, nema Kölski, sem er dimmleitur. Tröppur (gradus) liggja upp að grátunum. Kórinn er mjórfi en kirkjan. Pað er farið að dimma þegar tjaldið cr dregið upp. Sira Porgeir. Pú mátt ei fara einn, þótt liðfátt sje á staðnum, löngum má sjá fyrir einum. Eg mun fylgja þjer og geri uppreisn þegar nú i nótt. Sira Porgeir, Lárenz, Friður og Trislan (koma). T r i s t a n. Hjer ertu kominn, kirkjan friðar nú

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.