Óðinn - 01.01.1921, Side 41

Óðinn - 01.01.1921, Side 41
ÓÐINN 41 U n a (forviða). Flúinn? — Slöktu hjer! (Stiilkan slekkur ljósin. Pær fara). O g a u t a n (kemur inn í kirkjuna og kallar). Serapiel! S e r a p i e l (kemur fram). Pú furstinn! Ieitar með seið og svartri galdralist, að sökkva kirkjum, svíkja biskups líf, af svartagaldri sukku álfur heims. Gjörðu nú það, sem Gottskálk ekki kann lát jörðina gleypa kirkju’ og kirkjufólk. S e r a p i e 1. Á landskjálftinn að opna jarðargin og loka því aftur þegar alt er gleypt? (Ógautan kinkar). Jeg hygg þú nefndir halastjörnu fyrr, hvað skal hún vinna? Ó g a u t a n. Flýttu þjer! Lát Kavelskipið komast inn á höfn við Eyrar niðri, og hafa hafnað sig, er klukkan slær það tólfta slag í nótt. S e r a p i e 1. Jeg geri sem þú skipar. — Góðir menn hræðast mjög skipið, hreykja í snatri upp móhraukum, svo þeir sýnist vera her, sem verji landið. O g a u t a n . Yopnin skortir þá, en ekki huginn. S e r a p i e 1. Halastjarnan mín í gær var fágæt, fegri er sú í kvöld með þremur hölum. Ó g a u t a n. Hún er fyrir lýð, sem mundi trúa að eldur himnum af brent hafi i reiði heilagt Jahves hús. Slíkt þætti forspá öllum lýðum lands og þætti boða kirkju og klerka fall. S e r a p i e 1. Hlekkjaði fursti þess, sem fallið er, en missist oftast aftur! Hvaða gagn er oss í því að ná í fólk sem flýr á samri stund, og leitar fegra ljóss? Þú veitst að líkur líkan sækir heim, á Iðavöllum tengist líkt við líkt, en vinir þínir liallast helst að þjer. Ilvað viltu þá með heila kirkjusókn? O g a u t a n. Jeg fæ víst mitt, en enga aðra sál. — Hann nýtir sálir eins og neyðin brauð. O g a u t a n. Pú, sem skapar hnetti, færð reiðiskálum helt á höfuð þjer að ómakslaunum. S e r a p i e I. Fursti og hcrra hár! Færðu nú húsið fyrir ómak þitt, drengina lika. O g a u t a n. I.árenz eignast jeg að minsta kosti. S c r a p i e 1. Fursti og herra hár! hann hefur engar dauðasyndir drýgt. O g a u t a n . Hann skuldbatt sig með blóði. S e r a p i e 1. er hann þjer vís? En bróðir hans, O g a u t a n. Já, Gottskálk gnldra karl S e r a p i e 1. Minn fursti! Hvenær endar alt vort strið? Ógautan, Jeg veit það sumt, en sumt er vafið reyk. Frá Jahve eitt sinn kom það kærleiks boð: Menn, elskið yðar fjendur! IMessið þá sem bölfa yður mest! Ef sjálfur hann þeim lögum vildi fylgja’, er leggur haun öðrum á herðar, sigrar alkærleikinn og altilveran sameinast í sátt, en englar og sálir halda leystar heitn. (Peir fara) (Svipur Salgerfiav, j;ráleit vofti, kemur aft utan, gengur upp í kórinn, og lcallar niður i góllið). Salgeróur. Vaknið og rísið upp, þið dauða drótt! 1. S v i p u r (er niöri). Hjer eru engir dauðir. S a 1 g e r ð u r. Upp, upp, þið fjögur undir kórgólfinu! (/'rír Itvilir svlpir koraa i Ijós),

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.