Óðinn - 01.01.1921, Page 60

Óðinn - 01.01.1921, Page 60
60 ÓÐINN Jeg veit að þú ert voldug kona, Fríður, og getur mikið; frelsa þú mitt fjör og hjálpaðu mjer að komast að í klaustri, sem nunna vil jeg þreyja nótt og dag; veröldin ógnar mjer á alla lund, jeg óttast sjálfa mig og alt mitt geð. F r í ð u r. Já. Fyrst þú biður, gjör’ jeg hvað jeg get. Hlaðgerður. Og leyfðu mjer að fylgja þjer mjög fast uns kemur svo, að klaustrið taki við. (Fólkið i kirkjunni byrjar að dansa. Solveig flýtir sjer til bæjarins''. (Söngur inni i kirkjunni). »Nú brosir þú tungl yfir dunandi dans, við dönsum á gröfum og kjúkum og ís« o. s. frv. F r í ð u r. Fólkið þar inni vantar vit og ráð. Hlaðgerður. Við vorum næstum algerlega óð. (Una og Solveig koma. Una fer inn í kirkjnnn og sjest vera að koma fólkinu út úr henni; meðan hún er inni kemur Ógautan og stendur við kirkjudyrnar). Ó g a u t a n. Hátt lælur i Hruna, hirðar þangað bruna, svo skal dansinn duna, að drengir megi það muna. — Enn er hún Una — og enn er hún Una. (Una kemur með fólkinu út úr kirkjunni; efjir eruinni síra Porgeir, Goltskálk og ájákninn), S o 1 v e i g (Við Unu áður en hún fer inn í kirkjuna). Jeg fer til prests og fæ hann til að vakna. U n a. Jeg veit ei hver fær vakið prestinn nú! (Solveig fer inn i kirkjuna). D j á k n i n n (kaliar inni i kirkjunni). Jeg hringi inn þann helga vigslusið! Sí r a Porgeir (inni i kirkjunni). Pú hringir ekki! Fyrst má dansa’ einn dans! Ó g a u t a n (heldur í liurðarhringinn og stendur fyrir framan kirkjudyrnar), Held jeg mjer í hurðarhring, hver sem það vill lasta. Nú hafa kappar kveðið í hring, kemur til kasta, kemur til minna kasta. U n a (hrædd. Við Lárenz). Jeg þekki hann aftur, þaö er hann sem bygöi kirkjuna þarna fyrir fööur þinn. (Lárenz bregður sverði. Ilringing inni í kirkjunni. llala- stjarnan flýgur ofan i kirkjuna. Kolniða myrkur. Jarð- skjálfta verður vart- ó því, að fólkið fyrirutan kirkjuna grípur livað í annað til að detta ekki. Orðið »jarð- skjálfti« heyrist. Kirkjan sekkur i myrkrinu, svört rauf af mold sjetst þar sem kirkjan stóð. Halastjarnan er horfin. Ein þruma og elding. Siðan birtir aftur og tunglið skín. Solveig liggur úli á kirkjutröppum). Frið u r (reisir hana upp). Finst þjer þú ómeidd, Solveig? S o 1 v e i g. Alveg hress, liin djúpa gjá mjer gjörði ekkert mein, en hjartað grætur sáran missi sinn. U n a. Ó, sonur, sonur! Krjúpum öll á knje. E i n n (segir fram). Þú bliða drotning, bjartari en sólin, þú biður fyrir lifendum og dauðum, hríf um eilífð oss frá heljar nauðum. Ave Maria! gef þeim himnesk jólin. Allir (taka upp). Ave Maria! gef þeim himncsk jólin. E i n n (segir fram). Bið þinn son að vernda oss frá villu. í veröld eru margir stigir hálir. Um eilífð vernda allar látnar sálir; Ave Maria! frelsa þær frá illu. A 11 i r (t.'ika upp). Ave Maria! frelsa þær frá illu. (Pessi ávörp má eins syngja í kór). (Tjaldið).

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.