Óðinn - 01.01.1921, Síða 63
ÓÐINN
63
í HEIÐARSKÓGI.
Nú hækkar röðull á sólbraut sveitar
og senn fær harpa par efni nóg.
Og móts við vorið mín ljóðúð leitar,
hún leitar fagnandi’ í Heiðarskóg.
Um fold rann þorri í feldi síðum
og fönnum pyriaði’ af mjallarplóg.
Og villur jeg fór í þeim vetrarhríðum
og viltist loks — inn í Heiðarskóg.
Jeg fann par bekki í Ijósum lundi.
Pó leiki á ýmsu og gráni hár,
par get jeg selið á gleði fundi
og guði falið öll sorgartár.
Hver unaðsprá fær par óskaleiði;
hver andúð hlindast og snýst í vil
og skeyti öfundar, rógs og reiði
par renna máttlaus í sólskinshyl. —
Þó skafi rinda, í skjól sje fokið
og sköílum hlaðið af vetrarsnjó,
pó annarstaðar sje öllu Iokið,
fer altaf vorblær um Heiðarskóg.
S. h.
Hring'urinn.
Leikur i einum þætti.
Eftir Gullorm J. Gultormsson.
PERSÓNUR:
Eldri sveinninn.
Yngri sveinninn.
Faðirinn.
Móðirin.
Greniskógur í óbygð — limið er þakið snjó — grein-
arriar hafa hnigið undan snjópyngslunum og drúpa —
grenstu trjen hafa bognað niður. Djúpur snjór er á jörð.
Pelta er unr nótt, snemma vetrar.
Faðirinn grúflr yfir litlum sprekakesti og margreynir
að kveykja á eldspýtum — pað kviknar ekki á neinni
peirra, en pað gufar upp af höndum hans og lýsir af
þeim eins og maurildi.
Eldri sveinninn og yngri sveinninn standa skamt
frá konum.
Yngri sveinninn: Mjer finst skyrtan mín vera að frjósa
utan um mig.
Eldri sveinninn: Pabbi er að kveykja eld. Pjer hlýnar
við eldinn.
Yngri sveinninn: Kuldinn er bitrastur rjett áður en eld-
urinn kviknar. Mjer er ilt af kulda.
Eldri sveínninn: Pjer batnar við eldinn, — Við getum
þjelt fötin okkar og purkað pau á okkur meðan viö
hvilum okkur. Svo getum við farið heim pegar birtir.
Yngri sveinninn: Við eigum ekki víst að rata þangað
sem við ætlum.
Eldri sveinninn: Pað sakar ekki, ef við getum haldið
eldinum lifandi.
Yngri sveinninn: En við erum bjargarlausir.
Eldri sveinninn: Mamma hefur brauð handa okkur þegar
við komum heim.
Yngri sveinninn: Já, pegar við komum heim. í hvaða
átt er kofinn?
Eldri sveinninn (horfir lil beggja handa - bendir til hægri):
í pessari átt, finst mjer.
Yngri sveinninn (bendir tit vinstri): Mjer finst petta vera
suður.
Eldri sveinninn (bendir tii hægri): Mjer finst petta vera
suður.
Yngri sveinninn: Úr kvað átt komum við?
Eldri sveinninn (bendir tii vinstri): Úr pessari átt.
Yngri sveinninn (bendir tii hægri): Nei. Við komum úr pess-
ari átt.
Eldri sveinninn: Við höfum ef til vill gengið í allar áttir
og komið úr öllum áttum hingað.
Faðirinn (stendur upp): Nú hef jeg reynt allar eldspýt-
urnar og fleygt þeim. Pær höfðu vöknað eins og við.
Yngri sveinninn: Ó!
Eldri sveinninn: Við verðum að ganga okkur til hita.
Faðirinn: Við mundunt fara meira afvega.
Yngri sveinninn: Við erum hungraðir og uppgefnir.
Eldri sveinninn: Ætli að við sjeum langt frá stignum,
sem liggur heim að kofanum.
Faðirinn: Við erum sjálfsagt ekki mjög langt frá honum.
Yngri sveinninn: Mundum við heyra ef mamma kallaði
þaðan?
Faðirinn: Við mundum ekki heyra nema hún kæmi nær.
Yngri sveinninn: Jeg vildi að mamma fyndi okkur.
Faðirinn: Jeg vildi að guð gæfi að hún færi ekki út
frá börnunum. Jeg vildi að henni hugkvæmdist ekki,
að leita að okkur.
Yngri sveinninn: Ef hún fyndi okkur, pá mundum við
komast heim.
Faðirinn: Ef hún fyndi okkur, pá —
(Pað styrmir — hvín i skóginum — eitt trjeð fellur með brestum
og braki — fönn hristist niður af trjánum).
Eldri sveinninn: Er pessi skógur á stóru svæði?
Faðirinn: Jeg veit ekki af öðru rjóðri en því sem er í
kring um kofann.
Yngri sveinninn: Trjen geta fallið á okkur og beinbrot-
ið okkur.
Faðirinn: Pað er hægt að vara sig, pau falla undan
vindi.
Yngri sveinninn: Hvaðan er vindurinn?
Faðirinn: Hann hefur snúið sjer síðan við fórum af stað.
Eldri sveinninn: Vindurinn blæs úr öllum áttum. — En
ef við reyndum að rekja sporin okkar aftur til baka.
Yngri sveinninn: Pað er svo langt, langt. Jeg er svo
preyttur að jeg kæmist ekki til baka. Jeg kæmist heim,
ef mamma fyndi okkur.
Faðirinn: Vindurinn hefur hrist fönnina niður af trján-
um i sporin okkar, þau eru alstaðar horfin nema hjer.