Óðinn - 01.01.1921, Qupperneq 74

Óðinn - 01.01.1921, Qupperneq 74
74 ÓÐINN miklum á túnið; var það eitt hið mesta og dýr- asta áveitufyrirtæki á þeim tímum. Síðan hefur töðufall stórum aukist í Ögri og mjög sjaldan brugðist, og er Ögurtún nú með bestu túnum í ísafjarðarsýslu. Ögur liggur vel til fiskifangs, er flskur gengur í Inn-djúpið. Þegar á dögum Magnúsar prúða í Ögri var veiðistöð í Ögurnesi i Ögurlandareign og hefur haldist síðan. Jakob jók mjög sjávarútveg sinn í Ögri og hafði lengstum fj’rir landi 5 — 6 báta, valdi hann úr formönnum á útveg sinn og fylgdi hon- um sjálfur, bar hann af fiestum að aflabrögðum, enda hafði hann allan útveg sinn i ágætu standi og sparaði ekkert til hans. Fyrstur manna, ásamt bróður sínum Guðmundi bónda í Æðey, varð bann til að afla nýrrar beitu, »kúfisksins«, er Djúpamenn kalla, með svonefndum kúfisksplógum, er gerðir voru eftir fyrirmynd frá Noregi, er skel- fiskur þessi er tálbeita, varð hún almenn í Inn- djúpinu og jók mjög aflabrögð Inndjúpsmanna um daga Jakobs. — Sildarveiði með nót til beilu stundaði hann einnig nokkuð, eftir að Norðmenn höfðu byrjar þá veiði hjer við Djúp. Yfirleitt var Jakob manna skjótastur til allrar nýbreitni til eflingar landbúnaðinum og fiskveiðunum. Þegar Jakob kom i Ögur sáust þar engar menjar þess að þar hefðu búið auðmenn og stórbændur öldum saman. Torlbær var þar slór, en mjög gamall og hrörlegur, og timdurkirkja, að vísu sterklegt hús, ekki mjög gamalt, en lítið í hana borið eins og flestar sveitakirkjur á íslandi fram til þeirra tíma. Jakob hófst þegar handa til stór- kostlegra húsa- og híbýla-bóta; pantaði hann heilan skipsfarm af timbri frá Noregi árið 1885 og reisti á næstu árum tvilyft timburhús með steinlímdum kjallara 20 X 14 al., að öllu hið vandaðasta. Mun það hafa verið eitt hið mesta stórhýsi á ís- lensku bændabýli á þeim tíma. Mátli segja um þá byggingu, og aðrar byggingar Jakobs, það sem siðar var kveðið um híbýlaháttu Björns Guðnasonar; »í Ögri eru stofur stórar, sterkum viöum hafin eru húsin öll«. Síðan tók hann peningshúsin hvert af öðru og bygði þau upp með sömu rausn. Kirkjuna endurbætli hann stórum, selti turn á hana, hvelfingu í hana alla og vönduð sæti. Altaristöflu prýðilega fjekk hann til kirkjunnar og harmoníum. Er Ögurkirkja síðan ein hin snolrasta sveiíakirkja landsins. Árið 1880 gerðist Jakob oddviti Ögurhrepps og var það til dauðadags. í þeirri stöðu sýndi hann bæði dugnað og forsjá, Ijet hann sjer mjög ant um allan hag sveitarinnar og var á verði að ekki væri í neinu gengið á hlut hennar. Fátæklingum, sem björguðu sjer eftir megni, var hann nærgæt- inn og vorkunnsamur, en ónyljungum gat hann verið harður í horn að taka. Jakob var fjelagslyndur og áhugasamur um all- ar framfarir og þjóðþrifafyrirtæki. Hann var einn af aðalforgöngumönnum Kaupfjelags ísfirðinga, og var jafnan hinn besti stuðningsmaður þess í orði og verki meðan hans naut við. í daglegri framgöngu var Jakob hið mesta prúð- menni. Hann var maður fríður sýnum. Skapstór var hann nokkuð að upplagi en kunni vel að stjórna geði sínu, en þjetlur var hann fyrir og ljet ógjarnan hlut sinn fyrir öðrum, ef því var að skifta. Öllum, sem kyntust honum til langframa, varð æ hlýjara til hans sem þeir kyntust honum lengur. Hann var tryggur og vinfastur höfðingi í lund, en kunni engu síður að gæta fengins fjár en aíla. Öllum yfirgangi og ólögum undi hann illa, kom sú lyndiseinkunn hans ekki sist í Ijós á óaldarárunum í ísafjarðarsýslu skömmu fyrir and- lát hans. Heimilismönnum sínum var hann gjör- hugull og góður húsbóndi. Hann var í einu orði drengur góður og mesti öndvegishöldurinn í ísafjarðarsýslu um sína bú- skapartíð. Á besta aldursskeiði var hann kallaður burtu, en höfuðbólið Ögur mun lengi bera meiri menjar hans en flestra þeirra stórhöfðingja og stórbænda er þar hafa verið. En ekki verður höfuðbólsins Ögur minst svo um daga Jakobs og áður, að konunnar hans, Þur- íðar, verði ekki líka getið. Jakob gerði garðinn frægan utn að eins 16 ára skeið, en Þuríður hetur gert það í meira en hálfa öld. Þuríður er fædd 20. febrúar 1810 á Eyri í Skölu- firði í Ögursókn. Hún varð því áttræð í fyrra. For- eldrar hennar voru Ólafur Olafsson bóndi og hatta- m.kari á Eyri, ættaður úr Vestfjörðum, og kona hans Guðlaug Káradóttir, ættuð frá Djúpi. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum. Rúmlega tvftug flultist hún að Ögri, annað hefur hún ekki flutst um dagana. 10. október 1864 giítist hún Hafliða Hall- dórssyni, er áður er nefndur. Þegar Þuríður hafði tekið við búsforráðum í Ögri, kom það brátt í Ijós, að þar sem hún var, var mikilhæf og dug- leg húsfreyja tekin við húsmóður störfunum. Skorti ekkert á að hún hjeldi þar uppi ransn og heiðri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.