Óðinn - 01.01.1921, Page 77
ÓÐINN
77
i Hvammi í Vatnsdal og kendi sonum hans, en
á sumrin var hann við verslun á Hólanesi. Sum-
arið 1845 siglir síra Jónas til háskólans með til-
styrk föðurbróður síns Jónasar hreppstjóra á Gili,
er lánaði honum 400 dali til utanfararinnar. Var
það alt það fje er síra Jónas hafði bjeðan að
heiman til Hafnarverunnar, nema ef hann sjálfur
hefur innunnið sjer eitthvað á stúdentsárum sín-
um. En sakir reglusemi sinnar og ástundunarsemi
á námsárum sínum við háskólann fjekk hann
slyrk úr ýmsum sjóðum háskólans, svo þetta
fje dugði honum háskólaárin. Um veru hans í
Höfn er mjer fátt kunnugt; námið stundaði hann
með stakri ástundun og tók öll sín háskólapróf með
lofi, og embæltispróf i guðfræði tók hann vorið
1850 með besta vitnisbuiði eftir að eins 5 ára
nám. Þá um sumarið heldur hann til Islands og
setst að í Reykjavík sem tímakennari við latínu-
skólann, og nokkru siðar var hann skipaður
fastur kennari við sama skóla. Árið 1851 sækir
síra Jónas um Kálfatjarnarprestakall, en þó und-
arlegt væri, var honum eigi veitt það, heldur öðr-
um manni, preslaskólakandidat, að vísu með 1.
einkunn og mikilhæfum manni, síra Jakobi Guð-
mundssyni; þetta var fyrsta skiftið en eigi það
síðasta er háyfirvöldin sýndu síra Jónasi rang-
sleitni i embæltaveitingunni. Síra Jónas er svo
kennari við latínuskólann samfleytt í 22 ár, og
auk þess var hann settur kennari við prestaskól-
ann 1 eða 2 vetur. Um kennaraslarf og hæfileg-
leika síra Jónasar til kenslu er jeg ekki fær að
dæma af eigin reynslu eða þekkingu, en víst er
uin það, að það starf sitt mun hann hafa rækt
af allri alúð og með stakri samviskusemi eins og
hann rækti öll önnur störf sín, og ekki brast
hann lærdóm til kennslustarfanna, og mjög ómak-
lega minnist Jón sál. Ólafsson hans sem kennara
og efalaust mjög ranglátlega í endurminningum
sínum. Miklu meira met jeg dóm og álit annars
lærisveins síra Jónasar, er mjer hefur sagt, að hjá
engum kennaranum í skóla hefði hann lært eins
mikið og hjá síra Jónasi, en það mun satt vera
að síra Jónas heimtaði mikið af lærisveinum sín-
um, og vildi láta þá nota hverja stund til lær-
dóms. Petta mun piltum hafa fallið misjafnlega,
eins og oft vill verða, en yfirleitt er óhætt að
segja að síra Jónas var góður kennari engu síður
en aðrir samkennarar hans, er allir voru merk-
ismenn og yfir höfuð góðir kennarar, og margir
ágætir. Fyrstu árin sem að síra Jónas var í
Reykjavfk var hann ókvæntur og bjó með Ingi-
björgu systur sinni. Keypti hann þá hús við
Austurstræti þar sem nú er hús Ólafs sál. Sveins-
sonar gullsmiðs, en 29. sept. 1865 kvænlist hann
Elinborgu Kristjánsdóttur frá Skarði á Skarðs-
strönd. Kennarastaðan hefur jafnan þótt einna verst
launað starf allra opinberra starfa hjer á landi,
og ekki var hún það síður í þá daga en nú á
seinni árum, og munu kennararnir flestir hafa
átt fullerfitt með að framfleyta fjölskyldu sinni á
embættislaununum einum saman. Svo mun það
og hafa verið með síra Jónas; þó hann bæði væri
hagsýnn í fjármálum og mesti hófsemdarmaður í
hvívelna, mun hann hafa sjeð fram á að sjer
mundi verða erfitt að lifa á kennaralaununum er
ómegð fjölgaði, og fór þá að hugsa um að fá sjer
sæmilegt prestakall, og var það ekki vonum fram-
ar, þó hann hjeldi að sjer mundi verða veitt eitt
hið besta prestakali hvenær sem eitthvert slíkt
kall losnaði, þar sem hann var háskóiakandidat
í guðfræði með besta vitnisburði, hafði auk þess
verið skólakennari yfir 20 ár og kent við presta-
skóla landsins, og þar á ofau hafði alment orð á
sjer fyrir gáfur og lærdóm. En sú varð þó eigi
reyndin. Árið 1871 Iosnaði dómkirkjuprestsero-
bæltið í Reykjavík, og sótti síra Jónas um það,
og taldi bæði hann og flestir aðrir sjálfgefið að
hann fengi það embætti. En hvað skeður? Síra
Jónasi er ekki veitt það, heldur candidat með 2.
einkunn, og er slíkt ranglæti víst einstætt í sögu
embættaveitinga. En þó síra Jónas væri stöku rang-
læti beittur í þessu, hugði hann þó ekki af prests-
skapnum, og sótti um Hítardalsprestakall, og var
veitt það 1872, og fluttist hann þangað sama ár
með fjölskyldu sína og reisti þar bú. Hítardalur
var á þeim tíma eitt með bestu prestaköllum,
bægt og rólegt og jafnframt tekjumikið eftir því
sem prestaköll þá gerðust, en þegar síra Jónas
fjekk Hítardalinn var sameiningarhugsunin búin
að gagntaka hugi yfirvaldanna, sem vildu sam-
eina sem mest af prestaköllum, og það oft af litilli
sanngirni sem kunnugt er. Síra Jónasi var því
gert að skyldu, er hann fjekk brauðið, að taka
sameiningu við Staðarhraun hvenær sem það
prestakall losnaði, og það varð 1876. Varð hann
þá að flytja frá hinu fornfræga höfuðbóli Hítar-
dal að Staðarbrauni, sem er lítil jörð og kostarýr,
og þar að auki þá í afarmikilli niðurníðslu. Varð
hann þá jafnskjótt og hann fluttist þangað að
byggja upp öll hús, bæði bæjarhús og fjenaðar á
sjálfs sín kostnað, og varð honum það æði kostn-
aðarsamt auk þess sem búskapur á Staðarhrauni