Óðinn - 01.01.1921, Qupperneq 78

Óðinn - 01.01.1921, Qupperneq 78
78 ÓÐINN var honum erfiður, því jörðin er mjög slægnalítil, og varð hann því að hafa aðrar jarðir og jarðar- parta með, sem lágu í mikilli fjarlægð. t*ó bjó hann ávalt stóru búi á Staðarhrauni. Jörðin var afar fólksfrek, og varð hann því að hafa margt vinnufólk; var því heimilið jafnan mannmargt auk þess sem Staðarhraun lá þá í þjóðbraut, og munu fáir svo um þjóðveginn hafa farið að eigi kæmu þeir að Staðarhrauni, enda fældu húsráð- endur eigi gesti frá húsum sinum, því þar fór saman aðlaðandi viðmót og rausnarlegar viðtökur að öðru leyli við alla, sem þar bar að garði, hvort sem þeir voru æðri eðá lægri, og fáar munu þær nætur hafa verið á árinu, að eigi væru einhverjir næturgestir — fleiri eða færri — á Staðarhrauni, og munu enn margir minnast viðtakanna þar. — Fljótt eftir að síra Jónas gerðist prestur, kom það í Ijós að hann var hinn ágætasti kennimaður; fór þar saman að hann var afbragðsgóður ræðumað- ur, raddmaður góður og bar ræður sínar fram með afbrigðum; var auk þess mjög skyidurækinn í allri embættisrækslu og yfirhöfuð hinn siðprúð- asti og sæmilegasti kennnimaður. Ávann hann sjer því fljótt gott álit og virðingu sem kennimaður, eins og allir sóknarmenn hans, sem enn eru á lífi, munu votta. Sat hann og þau hjón á Staðarhrauni við rausn og virðingu þar til hann sagði af sjer prestsembætti vorið 1890, eftir 18 ára prestsþjón- uslu, þá 70 ára að aldri. Síðustu prestskaparárin sótti á hann sjóndepra, og tók hann tengdason sinn, síra Guðlaug Guðmundsson, sjer fyrir að- stoðarprest 2 síðustu prestskaparárin. Að vísu fjekk hann nokkru síðar bót á sjóndeprunni, er Björn sál. Ólafsson, þá aukalæknir á Akranesi, skar upp augu hans, svo hann með sjerrstökum gleraugum hafði sæmilega sjón til dauðadags. Þeg- ar síra Jónas sagði af sjer Staðarhraunsprestakall- inu, fluttust þau hjón með bú sitt og fjölskyldu vestur að Skarði á Skarðsströnd til tengdamóður hans og tóku þá jörð til ábúðar, og þar andaðist síra Jónas 23. október 1897, rúmlega 77 ára að aldri, og hjelt andlegum og líkamlegum kröftum nálega óskertum til hinstu stundar. Síra Jónas var að ytra útliti grannur meðal- maður á vöxt og samsvaraði sjer vel, mjög snotur á fæti og hvatlegur í öllum hreyfingum, fríður í andliti, en hærðist snemma. Að eðlisfari var hann maður örlyndur, en hversdagslega jafnlyndur og mjög glaðsinna, og hafði jafnan spaugsyrði á vör- um við heimafólkið og gesti, og marga hnytna gamanvísuna, sem vel væru þess verð að koma fyrir almennings augu, orkti hann. Eins og að framan er vikið að, var síra Jónas sálaði mesti gáfumaður og lærdómsinaður, en einkum mun hann hafa verið einkar vel að sjer í latínu og guðfræði, en hann var líka mæta vel að sjer í fleiri lærdómsgreinum, t. d. las hann sjer til gagns flest Evrópumálin, þó þau væru fæst kend í skóla á hans skólaárum. Reikningsmaður var hann góð- ur, og á efri árum sínum fjekst hann oft við að reikna flókin reikningsdæmi i huganum, og reynd- ust þau oftast rjett reiknuð við nánari athugun. Að sjera Jónas hafi verið sjerlega vel lærður mað- ur ber öllum saman um sem þektu hann, og það man jeg að .Tón sál. Þorkelsson rektor, sem sjálf- ur var hinn lærðasti maður, sagði eilt sinn, er til rætt varð um menn, er vel væru að sjer, að Jón- as Guðmundsson væri maður sjerlega vel að sjer. Af ritverkum liggur ekki annað eftir hann á prenti en Misseraskiftahugvekjur prentaðar i Reykjavík 1857, og Hugvekjur til kvöldlestra frá veturnólt- um til langaföstu prentaðar 1884, auk þess sem hann álli þátt í að semja latneska málfræði ásamt samkennurum sínum nokkrum, er hann var skóla- kennari. Fáskiftinn var síra Jónas um annara hagi, hugurinn var aðallega við heimilið hans og embættisstörfin, auk þess sem hann las mikið alls- konar fræðibækur er hann komst yfir, og öfund- ar- og óvildarlaust gat hann sjeð aðra ómaklegri tekna fram ýfir sig í ýmsu, eins og hann segir sjálfur i þessari stöku: Ofundarlausl jeg ætíð sje annara kosti glansa. Jeg dreg mig reyndar helst í lilje, svo hinir megi dansa. Það var satt, hann var frábitinn því að vera að trana sjer fram, enda enginn yfirlætisbragur á lionum i neinu. Trúmaður var hann einlægur og hinn mesti alvörumaður í öllu því er trúmálun- um við kom, og lítt mundi honum hafa getist að trúmálaglundroðannm, sem nú er uppi með þjóð vorri. Síra Jónas var hinn mesti sæmdarmaður bæði utan kirkju og í. Frú Elinborg Kristjánsdóttir var fædd að Skarði ,á Skarðsslrönd 12. sept. 1840. Voru foreldrar hennar Kristján Skúlason Magnúsen kammerráð og sýslumaður og kona hans Ingibjörg Ebenezers- dóttir; voru þau hjón svo alkunn að höfðingsskap og öðrum mannkostum, að óþarfi er að lýsa því sjerstaklega hjer. Frú Elinborg ólst upp hjá for- eldrum sínum og naut hins ástúðlegasta og besta uppeldis sem þá var kostur, og ljet faðir hennar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.