Óðinn - 01.01.1921, Qupperneq 83

Óðinn - 01.01.1921, Qupperneq 83
ÓÐINN 83 Síra Sigurður Gunnarsson. Myndin, sem hjer er sýnd af síra Sigurði Gunn- arssyni, er tekin af honum sjötugum, en sjötugur varð hann fyrir þremur árum. Hann er fæddur 25. maí 1848 á Desjarmýri í Norður-Múlasýslu,1) en foreldrar hans fluttust síðar að Brekku í Fljóts- dal og bjuggu þar, og þar ólst síra Sigurður upp. Gunnar Gunnarsson faðir hans var bróðir síra Sigurðar Gunnarssonar prófasts á Hallormsstað, hins merkasta manns á sinni tíð, og lijá honum naut síra S. G. yngri fyrst kenslu og mun föður- bróðir hans einkum hafa kostað hann til náms. Móðir síra\s. G. yngra bjet Guðrún Hall- grímsdótlir bónda á Sandfelli í Skriðdal, Ásmundssonar. Bróðir síra S. G. er Gunnar bóndi á Ljótsstöðum í Vopnafirði, faðir Gunnars skálds i Kaupmannahöfn, en systir hans Margrjet, kona Jörgens bónda í Krossavík í Vopna- firði. Síra S. G. útskrifaðist úr Rej'kja- víkurskóla vorið 1870 og af presfa- skólanum 27. ág. 1873, /neð 1. einkunn frá báðum. 3. sepl. 1873 kvæntist hann Sofiíu Einarsdótlur Sæmundsen frá Brekkubæ í Reykja- vík, systur Sigríðar konu Eiríks meistara Magnússonar í Cham- bridge á Englandi, og á næstu árum kendu þau hjónin bæði ensku hjer í bænum, þvi prestsvígslu tók síra S. G. ekki fyr en vorið 1878. Var honum veittur Ás í Fellum 7. maí það ár og vígðist hann þangað 17. s. m., en 22. des. 1883 var Valþjófsstaða- prestakall sameinað Ásprestakalli, er síra Lárus heitinn Halldórsson hætti þar prestskap, og flultist sfra S. G. síðan að Valjvjófsstað og þjónaði þaðan báðum prestaköllunum. Var hann prófastur í Norður-Múlasýslu 1888 — 1894. En þá var honura, 26. febr., veitt Helgafellsprestakall á Snæfellsnesi. Settist hann þá að í Slykkishólmi og var þar síðan þangað til hann fluttist hingað til Reykja- víkur haustið 1916 og hafði hann þá nýlega sagt af sjer prestskap. Á námsárum síra Sigurðar var stjórnmálaáhugi 1) f kirkjubók Desjarmýrarpreslakalls ou i rili Jóhanns sál. Krist- jánssonar ættfræðings er íæðingardagur hnns talinn 6, júni, en það er rangt. mikill ríkjandi meðal yngri mentamanna hjer og fylgdu þeir nær eindregið slefnu Jóns Sigurðssonar. Síra S. G. var og uppalinn við átrúnað á J. S., því föðurbróðir hans, sem hann var mikið hjá í æsku, var einn af ákveðnustu fylgismönnum J. S. og hafði mikil áhrif í þá átt austanlands. Frá þessum tíma hefur síra S. G. altaf haft áhuga á stjórnmálum og jafnan fylgt þar þeitn kröfum, sem Iengst fóru i þvi, að heimta sem vlðlækast sjálfstæði fyrir íslands hönd. Hann var þingmaður Sunnmýlinga 1891—1899 og Snæfellinga 1909 og 1914 — 15. Á Valþjófsstað bjó síra S. G. mesta rausnarbúi og með höfðingjabrag. Átti kona hans, frú Soffía, sinn þátt í því. Hún var ágætis- kona, dugnaðurinn mikill, glaðlynd og gestrisin. Er það haft eftir Hall- grími biskupi Sveinssyni, að hvergi hafi verið tekið jafnstórmannlega á móti honum á ferðum hans um landið og hjá síra S G. á Valþjófs- stað. Margir bændur af upphjeraði komu þangað þá á gæðingum sín- um og fylgdu honum um sveitina. Bæði þarna eystia og eins eftir að vestur á Snæfellsnesið kom tók síra S. G. mikinn þátt í almennum málum, eins og sjá má af þvf, að í báðum stöðunum er hann valinn til þingmensku. Hann liefur jafan verið vinsæll maður og vel met- inn, enda er hann einstakt prúð- menni i framgöngu og allri við- kynningu. Góður prestur var hann talinn, og það segir hann sjálfur, að með aldri og reynslu hafi sjer vaxið víðsýni í trúmálum og umburðailyndið hafi altaf aukist. Á Valþjófsstað urðu þau hjónin fyrir þeirri sorg, að þau mistu á ársfresti þrjú börn sín úr barnaveiki: Sigriði, Sigurð og Guðrúnu, 9 ára, 7 ára og 5 ára. En tvær dætur komust á fullorðins ár: Bergljót, sem gift var Haraldi prófessor Níels- syni, en dáin er nú fyrir nokkrum árum, og Sig- ríður María, kennaii í ensku við Kvennaskólann hjer í Reykjavík, og var hún áður mörg ár hjá Eiríki meistara Magnússyni í Chambridge. Frú Soffia andaðist í Slykkishólmi 27. mars 1902. Síra S. G. var fræknleikamaður á yngri áium og annálaður glímumaður. Hann og síra Lárus heitinn Halldórsson voru valdir til þess að glíma fyrir Kristján konung IX. á Þingvöllum 1874. Sigurður Gunnarsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.