Óðinn - 01.01.1921, Síða 85

Óðinn - 01.01.1921, Síða 85
ÓÐINN 85 breiddi sólskinsslæöur yfir ellimörkin og hrukkurnar, pólt hann ljeti fleira en tóbakið snerta tungu sína. Jeg reykti vindling minn í makindum og mælti glaðlega, án þess að taka beint tillit til svars hans: »I*ú getur þó að minsta kosti sagt mjer, hver ósk þín er í þessu máli«. »Ósk min!« endurtók hann. »Ojá, mín ósk er það, að öll Canada væri islensk. Reyndar ættu Bandaríkin að fylgja með, því það var Leifur, sem fann Ameríku lyrst- ur manna. Og Leifur Eiríksson var íslenskur maður, þótt Norðmenn sjeu altaf að reyna að hnupla honurn frá okkur«. »Vertu nú ekki að þessum útúrdúrum, þótt þú raun- ar gefir til kynna með þeim, að þú viljir að íslenskt þjóðlíf haldist hjer við ef mögulegt er«. »Já, ef það er mögulegt! En enskir skólar og alt eig- inlega enskt, smátt sem stórt, nær ungdóminum á sitt vald, þótt við þessir gömlu, sem hingaö fluttumst, sjeum fiestir utan við það eins og hringiðurnar«. Sveinn þagði um stund. Horfði norður eftir fjörunni, og tók svo til máls um leið og hann benti mjer á ung- an mann og unglingsstúlku, sem voru þar á gangi með fram Vatninu. »Líttu bara á! Þetta er nú hún Stína dóttir mín eins og þú sjerð, með einhverjum enska gosanum ofan frá Winnipeg. Máske þú þekkir hann? Jeg trúi hann heiti Sinkill eða einhver skrattinn svoleiðis, Hvar heldurðu þjóðlífið hennar lendi? Ha, ha! Parna má maður ekki sleppa þeim frá sjer þessum stelpuöngum, án þess Ensk- urinn gleypi þær. »Eru þau trúlofuð?« spurði jeg án þess að grenslast frekar eftir manninum, sem jeg þóttist vita að hjetiSin- clair, en kannaðist ekkert við. »Jú, jú. Hvað heldurðu? Ælla að gifta sig í næsta mánuði«. aPótti þjer það verra?« »Ja, víst þótti okkur það nú lakara, hjónunum. En til hvers er það? Við þessi gömlu megum hafa það eins og hvert annað liundsbit, og þakka fyrir þegar það kemst svo langt að einhver presturinn leggur blessun sína yfir þau. En það er jeg þó viss um að tíu sinnum er það skárra hjer niður frá en uppi í Winnipeg. Peir segja annars Ijótt af þvi þar«. »Nú, var það ekki þar sem hún trúlofaðist«? »Jú-jú. Hún vildi nú vitlau's fara uppeftir í vist til að vinna sjer inn peninga fj-rir fínni fötum handa sjer en hún fjekk hjá okkur. Og svo tók — jæja, hann þessi þarna við henni«. »Pekkir þú hann nokkuð?« »Hvað ætli jeg þekki hann — enskan manninn! Nei, jeg held nú ekki. Hann vinnur í einhverri búð í Aðal- strætinu, fyrir góðu kaupi að sagt er. Og reyndar lítur hann nú almennilega út, strákgreyið. En þarna sjerðu hvernig viðhald þjóðernisins okkar fer. Ekki kennir hún honum íslensku. Hún er töpuð og horfin eins og dropi í hafið«. Svo bætti hann við eftir litla umhugsun: »Og annars erum við öll dropar, finst þjer það ekki?« »Jú, en mjer stendur ekki á sama í hvaða hafi minn dropi lendir«, svaraði jeg. »Pað er einmitt það, sein jeg hefi alt af verið að hugsa um. Auðvitað þekki jeg marga, sem segja að sjer sje sama, en jeg held nú raunar að það sje ekki insta alvara þeirra allra«. »Hefur þjer aldrei komið til hugar að flytja þig al- farinn aftur heim til íslands?« »Ónei, ekki eiginlega. Mjer hefur alt af fundist að mjer væri það ómögulegt. Hvað ætti jeg, gamall maðurinn, að gera heim? Jeg kom hingað tvitugur að aldri og eiginlega er alt lífsstarf mitt hjer, og hefur blessast von- um fremur, en þeir sem jeg þekti heima eru flestir dánir eða komnir til Ameríku. Jeg gæti ekki kastað vel mældum fjörutíu árum burtu af baki mjer eins og ein- hverjum pjönkum, sem maður bæri bæjarleið«. »En hefurðu samt ekki þráð að vera kominn lieim?« »Jú, jeg hef oft hugsað heim, þegar jeg hef setið við gamla kofaræfilinn minn, sem jeg bygði hjerna fvrst i baslinu. En þrá mín heim hefur aldrei komist lengra en að hugsa. Fyrst voru engin tiltök vegna fátæktar, en þá var heimþráin sárust. Svo þegar börnin fóru að komast á legg, þá var þetta land þeirra föðurland. Og þau geta aldrei sjeð ísland með þeim augum, sem við hjónin sjáum það. Svona er jeg hræddur um að sje með flesta þá sem hjer fæðast, því það veit jeg, að margir hafa færra að segja Fjallkonunni okkar til hróss við börnin sín en við. Jeg veit meira að segja að sumir bera kala í brjósti til liennar af landnámsmönnum hjer i álfu, og má þá nærri geta hve lilýjan hug börn þeirra fá á landinu. — Jeg þekki fólk sem flutt var af hrepnum heimanað, sem hefur herfilegustu sögur að segja af með- ferðinni. Sumir segjasl hafa verið svangir, þrælkaðir og barðir, strákarnir, og telja íslandi alt til lasts og níða það á allar lundir. Vilja helst að alt íslenskt hverfi hjer sem fyrst, þótt margir þeirra kunni raunar ekkert ann- að mál en íslenskuna sína. Peim þykir alt gott sem hjer- lent er, og vilja að börn sín geymi ekkert af því sem islenskt er. Pú sjerð að hjer er við ramman reip að draga. Auðvitað er margt orðið breytt heima og flest til batnaðar, eftir þvi sem frjettist i brjefum og blöðum. Pú veist nú náttúrlega betur um þetta en jeg. — Eru ekki fimm ár síðan þú komst að heiman?« »Jú, fimm ár í ágústmánuði í sumar. Og veit jeg, eftir þeirri þekkingu, sem jeg hef reynt að alla mjer, bæði hjer og heima, að íslandi, á sinn liátt, fer hlutfallslega eins fram nú orðið og þessu landi, þegar tillit er tekið tíl alls. Pólt í raun og veru að ísland og Ameríka verði aldrei borin saman af nokkurri skynsemi. Pað er sem fjallalækurinn; hún sem hjeraðsfljólið. En breytingar heíma eiga sumir hjer bágt með að skilja. Það fer fyrir þeim eins og manni einum, sem jeg þekki, er fluttist til Manitoba á fyrstu frumbýlingsárunum og fór svo heim til íslands eftir nokkur ár, og hefur nú dvalið þar um 30 ár. Hann sjer enn þá i anda Winnipegborg, sem örlílið þorp smárra húsa og fárra manna, og uxana ganga kófsveitta og seinfæra fyrir smáplóg bóndans. Og þegar liann segir sögur þaðan, þá segir hann aldrei að svona hafi það verið vestra fyrir 30 árum síðan, heldur segir hann blátt áfram að þannig sje það nú vestra. — Alveg sama þótl lionum sje sagt að nú standi hver stórbyggingin við aðra. Winnipeg og fólksfjöldinn þar sje meira en helmingi meiri en á íslandi, og hestarnir hafi fyrir langa-löngu tekið við plógdrættinum af uxun-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.