Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Side 4

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Side 4
6 það, að hugsa upp öll möguleg meðul til þess að bæta úr hinu hörmulega ástandi, sem landbúnaðurinn er í. Þegar litið er til kvikfjárræktarinnar, þá er sorglegt að vita til þess hvernig hún er komin, sem mest mun vera að kenna óskynsamlegri heyásetning." í harðindum þeim, sem þá dundu yfir landið, fje fjell og hallærislánsbeiðnir komu úr öllum áttum, var eðlilegt að ill heyásetning yrði það mein landbúnaðarins, sem um- bótamennirnir teldu brýnasta þörf á að bæta. Atvinnu- veganefndin, og í henni átti P. Br. sæti, kom því fram með „frumvarp um forðabúr og heyásetning í sveitum",— „til þess að koma í veg fyrir hinn hörmulega skepnufelli, sem því miður á sjer stað, jafnvel á hverju ári, víðsvegar um land" — segir í ástæðunum. P. Br. var framsögumað- ur frumv. og barðist fyrir því af miklu kappi. En það mætti mikilli mótspyrnu, er sumpart var sprottin af mis- skilningi, og var að lokum fellt. Veturinn áður, þegar P. Br. var sýslumaður i Dalasýslu, hafði hann komið á föst- um reglum um heyásetning og heysölu þar í sýslu. — Þegar af þingi kom ritaði hann ítarlega um málið í Þjóð- ólfi, og á næsta þingi kom hann aptur fram með frum- varpið en nokkuð breytt. Qekk það gegnum neðri deild en var fellt í efri deild með jöfnum atkvæðum. En þótt svona færi má óhætt fullyrða að umræðurnar um þetta mál höfðu töluverð bætandi áhrif á hugsunarhátt manna í þessu efni. Búnaðarskólunum var P. Br. hlyntur. Vildi hann ekki láta skera íjárframlög til þeirra við neglur sjer, heldur leitast við að gjöra þá sem fullkomnasta. Yms fleiri mál, er snertu landbúnað, studdi P. Br. meðan hann sat á þingi, svo sem friðun skóga, rýmkun á atvinnufrelsi vinnufólks o. fl. Auk þess ritaði hann um þessar mundir ýmsar góðar greinar í Þjóðólf. — En hánn fjekk minnu áorkað en hann vildi og mun það að nokkru leyti hafa stafað af því, að hann stillti ekki ætíð geð sitt sem skyldi, og varð þá opt óvæginn í orðum um skör fram. Fyrir það urðu margir honum móthverfir, og gátu ekki virt áhuga

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.