Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Side 23

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Side 23
25 á túnum. Skýringar. Á túni prófasts Jónasar Jónassonar, Hrafnagili. Moldarjarðvegur grunnur. Fyrir neðan gróðrarmoldina möl og sandur. Borið á */6. Slegið '3h. Þar sem Kali og Chilesaltpjetur hefur verið borið á er heyaukningin 1755 pd. á dagsláttu og verð- ur það 17,10 kr. hagur að nota þann áburð. Þetta er gamalt tún, sem vatnsveitingar hafa verið notaðar mikið á. Tilraunin bendir á að jarðvegurinn sé fátækur af Kali og Köfnunarefnissamböndum, sem að líkindum hafa leyst upp við vatnsveitingarnar og sígið niður úr gróðrarmoldinni. Á túni Jóns bónda Einarssonar í Reykjahlíð við Mývatn. Jarðvegurinn mold og leirblandinn. Gamalt tún. Borið á u/6. Slegið 16/8. Þar sem Chilesaltpjetur hefur verið borin á er hey- aukningin 1090 pd. og er það 10,80 kr. hagur á dagsláttu. Köfn- unarefnis-áburð virðist einkum vanta í jarðveginn. Þó virðast hin efnin einnig hafa nokkrar verkanir og má af því ráða, að eigi muni vera ráðlegt, að bera Chiiesaltpjetur einan á sama blettinn nema eitt ár í senn. Á túni Sigurjóns bónda Jónssonar á Óslandi. Moldarjarðvegur fremur þurr. Borið á 10/6. Slegið '°/s. Þar sem Superfosfat og Chilesaltpjetur hefir verið borinn á er heyaukningin 1963 pd. á dagsláttu og er þar 16,26 kr. hagur á dagsláttunni. Annars hafa öll áburðarefnin bæði ein og blönduð haft miklar verk- anir, en samræmi er eigi í árangrinum.

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.