Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Page 23
25
á túnum.
Skýringar.
Á túni prófasts Jónasar Jónassonar, Hrafnagili.
Moldarjarðvegur grunnur. Fyrir neðan gróðrarmoldina möl og
sandur. Borið á */6. Slegið '3h. Þar sem Kali og Chilesaltpjetur
hefur verið borið á er heyaukningin 1755 pd. á dagsláttu og verð-
ur það 17,10 kr. hagur að nota þann áburð. Þetta er gamalt tún,
sem vatnsveitingar hafa verið notaðar mikið á. Tilraunin bendir á
að jarðvegurinn sé fátækur af Kali og Köfnunarefnissamböndum,
sem að líkindum hafa leyst upp við vatnsveitingarnar og sígið
niður úr gróðrarmoldinni.
Á túni Jóns bónda Einarssonar í Reykjahlíð við Mývatn.
Jarðvegurinn mold og leirblandinn. Gamalt tún. Borið á u/6.
Slegið 16/8. Þar sem Chilesaltpjetur hefur verið borin á er hey-
aukningin 1090 pd. og er það 10,80 kr. hagur á dagsláttu. Köfn-
unarefnis-áburð virðist einkum vanta í jarðveginn. Þó virðast hin
efnin einnig hafa nokkrar verkanir og má af því ráða, að eigi muni
vera ráðlegt, að bera Chiiesaltpjetur einan á sama blettinn nema
eitt ár í senn.
Á túni Sigurjóns bónda Jónssonar á Óslandi.
Moldarjarðvegur fremur þurr. Borið á 10/6. Slegið '°/s. Þar sem
Superfosfat og Chilesaltpjetur hefir verið borinn á er heyaukningin
1963 pd. á dagsláttu og er þar 16,26 kr. hagur á dagsláttunni.
Annars hafa öll áburðarefnin bæði ein og blönduð haft miklar verk-
anir, en samræmi er eigi í árangrinum.