Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Side 36

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Side 36
4Ó Svalöfs Gutcsbygg — Hammerenbygg 4. Lúpínur og skurfa. Af Lúpínum var sáð tveimur tegundum. Gulum Lúpínum (Lupinus luteus) og Bláum Lúpinum (Lupinus angustifolius). Lúpínunum var sáð 2k í lausan og sendinn jarðveg. Báðat tegundirnar náðu miklum þroska. Grasið varð '/2-—2 fet á hæð, og blómgaðist. Miklar líkur eru til að heppnast megi að rækta Lúpínur hjer á landi, svo að gagni verði. Skurfa (Spergula maxima). Henni var sáð 2/o í nýbrotinn mold, leir og sandi blandinn jarðveg. Borin voru á IOO pd. Chilesaltpjetur, 300 pd. Superfosfat 20 °/o, 300 pd. Kainit. Slegið 21. september. Heyaflinn var 3340 pd. Það eru miklar líkur til að svarað geti kostnaði að sá skurfu hjer á landi. Hún gjörir litlar kröfur til jarðvegsins, en er góð fóðurjurt. A dagsláttu þarf að sá um 20 pd. af fræi. Pundið kostar 25 aura. 5. Jarðepli. Tilraunir voru gjörðar með 27 jarðeplaafbrigði. Þar af voru: 10 afbrigði frá tilraunastöðinni við Luleá í Norðurbotnum í Svíþjóð. 7 afbrigði frá Noregi. 5 frá búnaðarháskólanum á Asi, 1 frá Sandnæs við Stafanger og I frá búnaðarskólanum á Bodö. 7 Kungl. Landtbruks Akademiens Experimentalfált Stokk- hólmi. 3 afbrigði Islenzk. Þar sem jarðeplin voru sett niður er sendinn jarðvegur, nokkuð moldblandinn. Það var plægt haustið 1903. Plægt, herfað og stungið upp vorið 1904. Jarðvegurinn er líkur á öllu tilraunasvæðinu, og áburðinum dreift svo jafnt, sem hægt var, yfir allt svæðið. Það var borið á sem svarar til á vallardagsláttu, 75 hestum af hrossataði, 150 pd. Super- fosfat, 100 pd. Kaliáburðar 37 °/o og 100 pd. Chilesaltpjetur.

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.