Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Page 37

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Page 37
41 Jarðeplin voru sett niður 27/s. Þau voru sett í raðir með I al. millibili, en í röðunum voru 12 þuml. á milli þeirra. Upp var tekið 15/9. Eptir uppskeru þeirri, sem fjekkst af hverrju afbrigði, hef- ur uppskeran á vallardagsláttu verið reiknuð, og er hún sýnd í fyrsta dálki á eptirfarandi skýrslu. Þá hefur verið rannsak- að, hve mikið af þurefni og sterkju er í hverju jarðeplaaf- brigði. Það er eigi nóg að fá mikla uppskeru að vöxtunum til, ef í hana vantar þau næringarefni, sem hafa mesta þýð- ingu. Jarðeplaafbrigðunum hefur verið raðað eptir því, hve mikið af sterkju er í uppskerunni af vallardagsláttu, þannig að þau atbrigði, sem mest er í, eru talin fyrst; þau sem minnst er 1' síðast. Annars er hægt að sjá af 2.—5. dálki í skýrslunni, hve mörg °/o af þurefni og sterkju hefur reynst að vera í hverju afbrigði; eptir þeirri °/0 tölu er svo reiknað út, hve mikið af þurefni og sterkju er í uppskerunni af dagsláttu. Sterkjan er töluvert mismunandi (en eptir því fer næringargildi jarðeplanna). Mest var hún í Capellu eða 14,5 % en minnst reyndist hún að vera í Islenzkum jarðeplum af Akureyri, eða 8,5 °/0. I sjötta dálki skýrslunnar er sýnd upp- skera í hlutfalfi við útsæðið. Þá sjest meðalþyngd jarðeplanna og þyngd hinna stærstu af hverju afbrigði og að síðustu hve mikið af jarðeplunum hefur reynst skemmt við upptökuna. Það var einnig reynt að komast að raun um hvert af af- brigðunum væri mest bráðþroska, og voru jarðeplin í þeim tilgangi athuguð nákvæmlega 15/s og af hverju afbrigði teknar upp 2 plöntur. Eptir þessum athugunum eru hjer talin 6 af- brigði sem virtust að vera mest bráðþroska. Þau voru: Harbinger, Prof. Mærker, Early Sunrise, Leksands, Ella, Malsnæs. A næsta sumri verða gjörðar tilraunir með öll hin sömu afbrigði, og verður þá fróðlegt að vita hvert árangurinn

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.