Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Side 54

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Side 54
Jarðræktarfje/ög. 1. Garðyrkjufjelag Reykdœla. Við laugarnar í Reykjadal voru fyrst gjörðar tilraunir með jarðeplarækt á árunum 1850—60, og var hún stunduð í 6 ár. Eptir að hætt var að setja niður í garðinn lifðu jarðeplin þar í 7 ár. 1880 settir niður í gamla garðinn 2 pottar í 36 faðma (í færikvíagrindum). Uppskera af þessu 40 pottar. A árunum 1881 —1891 allt af breitt til og nýir garðar byggðir á þessu svæði. 1892 mest uppskera nálægt 53 tunnur og garðurinn þá um 380 Q faðma. Nú mun garður- inn vera kringum 2 dagsláttur, en ekki sett í hann allan. Reykdælingar hafa nú stofnað fjelag í þeim tilgangi að auka garðræktina að mun við laugarnar, stækka garðinn og vinna í honum 1' fjelagi. 2. Garðyrkjufjelag Sei/uhrepps. A áliðnum vetri 1904 var stofnað hlutafjelag í Seiluhreppi í Skagafirði til þess að stunda garðyrkju í stærri stíl við hverina í Reykjarhóli. Formaður fjelagsins var kosinn Chr. Popp kaupmaður á Sauðárkrók. Land það, sem fjelagið ljet mæla til girðinga, er 8 dagsláttur að stærð, og liggur um- hverfis heitar uppsprettur, sem koma fram hingað og þangað í ofanverðum hólnum. Hallinn á garðstæðinu er allmikill móti austri einkum ofan til, og efst liggur klettaband um þvera spilduna. Neðan til hafði myndast allseigur en leirkenndur mýrar- jarðvegur, þar sem heita vatnið streymdi hingað og þangað í smáseitlum ofan hallann. Til þess að þurka landið og leiða hita um það, var öllum heitu uppsprettunum safnað saman í

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.