Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Page 57

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Page 57
6i að fá, og fiutningur á mikilli uppskeru verður of dýr, og ókleifur, nema vagnar verði notaðir til hans. Húsavík, 19/6 05. Steingrímur Jónsson. * * * Land það, sem Garðyrkjufjelag Reykhverfinga hefur keypt, er einkar vel fallið til garðræktar. Jarðhitinn er þar mjög mikill. Þar mætti að sjálfsögðu rækta ýmsar aðrar garðjurtir en jarðepli. — Jarðepla rækt hefur verið stunduð þar síðan 1878, og setjum vjer hjer frásögn um hana eptir Arna bónda Jónsson á Þverá, sem fyrstur manna byrjaði á því, að rækta jarðepli við hverina. »Það sem jeg hef að styðjast við, og hlýt aðallega að byggja frásögn mína á, er að sumu leyti það, sem jeg hef skrifað hjá mjer um það sem að starfi þessu hefur lotið, en að öðru leyti á minni mínu og kunnugleika. Vorið 1869, er jeg fluttist að Reykjum með móður minni, minnist jeg þess, að við hverina voru þá í tveim stöðum brot og rústir af girðingum með litlu milli bili. Var það kunnugt að þar hefði verið gjörð tilraun með jarðeplarækt af ábúandanum í Brekkukoti, en fyrir mörgum árum horfið frá þeim aptur, svo innan girðinganna hafði myndast nokkur grassvörður. Jeg get þessa, án þess það verði þó talið með fyrstu til- drögum til garðræktar þeirrar, er hjer er um að ræða. Fyrstu tildrögin tel jeg það, að þegar foreldrar mínir bjuggu í Vogum við Mývatn, þá hafði faðir minn stundað garðrækt árlega; ræktað bæði jarðepli og ýmsar káltegundir með góðuin árangri, og móðir mín vanist að nota ávextina í búskapartíð sinni þar. Þegar hún svo er tekin við bústjórn með stjúpa mínum á Reykjum, var hún þess strax mjög hvetjandi að ráðist væri í að gjöra tilraun með garðrækt við hverina. Taldi hún jarðhitann svo örugga tryggingu fyrir því að það gæti lánast, að ekki væri sæmilegt að láta slíka kosti jarðarinnar ónotaða.

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.