Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Page 59

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Page 59
63 Þessi ár var opt vorhart og sumrin köld og votviðrasöm, þó sjerstaklega sumarið 1882; varð uppskeran minni en menn höfðu gjört sjer vonir um, og dró það talsvert úr áhuga garðeigenda við starfið. Frá tveimur heimílum var jafnvel alveg hætt að nota nýlega garða, sökum þess það þótti ei borga tilkostnaðinn. A þessu tímabili ætla jeg að jarðepla ræktin hafi verið á nálægt 1/2 dagsláttu og árleg uppskera 16—24 tunnur. Frá 1886 til 1896 fór aptur að rætast betur úr vonum manna. Aðal-ástæðan til þess var sú, að þá var tekið fyrir að gjöra opin ræsi fyrir heitt vatn í gegnum garðana, þar sem því varð við komið, án mikillar fyrirhafnar. Þetta hafði næstum ótrúlega góð áhrif á sprettuna; það varð bæði til að auka jarðylinn, og vatnsgufan hlífði grasinu mjög við næturfrostum. Við það fór uppskeran árlega að aukast, og jafnframt því, að glæðast áhugi fyrir starfinu. Fjölgaði þá mönnum er tóku þátt í því og var stöðugt aukið við sáðlandið, brotnar nýjar spildur til viðbótar. Menn voru farnir að venjast störfum þessum og þau því farin að verða auðunnari og ódýrari en áður, t. d. var mest unnið að görðunum þá tíma er ei varð annarstaðar unnið fyrir frosti. Utsæðið sett niður í jarðylinn óspírað, opt strax um miðjan maímánuð. Auk þess voru nú fengin hentugri verkfæri, svo sem stunguspaðar, toríkvíslar og taðkvarnir. A þessu tfmabili munu hafa verið í rækt um 700 Q fin. Eptir því sem mjer er kunnugt, hafa það að eins verið undantekningar, ef mest uppskera hefur verið meiri en 25 föld, við útsæðið, en það vissi jeg að hún var í góðum og vel hirtum görðum. En einnig það að þar sem þau skilyrði voru lakari, þá var hún opt þriðjungi minni að minnsta kosti, í hlutfalli við útsæði. Það mun, sfst oftalið að árleg uppskera hafi verið 30—50 tunnur. Næstliðin 8 ár eða frá 1896 tii haustsins 1904, var enn nokkru aukið við sáðlandið. Var stærð þess þá orðin nálægt túndagslátta.

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.