Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Page 60

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Page 60
64 Bestu uppskeru árin voru jarðeplin, er upp komu þá, um 70 tunnur; en votviðra- og kuldasumarið 1903 að eins rúmar 30 tunnur. Þó það væri lítið, var það þó ljós vottur þess að hvernig sem viðrar má þó ætíð vænta þess að fá árleg- ann tilkostnað endurgreiddan með uppskerunni, ef ræktunin er í nokkru lagi. Mest alúð hefur verið lögð við jarðeplaræktina þessi síð- ustu ár, þó í mörgu hafi en ábótavant verið. Eins og sýnt hefur verið, hefur hún nú stunduð verið hjer við hverina í 26 ár, og nokkrir garðar verið stöðugt notaðir í 20—25 ár. Þar sem íburður hefur öpt verið af skornum skammti, eru þeir, eins og von er til, farnir að gefa minni uppskeru og langt um kostnaðarsamara að lítt mögulegt að verða, að verja þá illgresi, sjerstaklega arfa. Til íburðar hefur næstum eingöngu verið notað sauðatað. Torfgirðingar allar hafa endst afar illa, meðfram sökum þess að efnið hefur verið slæmt, en þó sjerstaklega vegna þess, að jarðylurinn hefur virst hafa þær verkanir á þær að levsa þær mjög fljótt sundur. Hin síðari ár hefur því mjög litlu verið kostað til hleðslu eða viðhalds á girðingum, heldur hefur svæðið verið varið, ásamt engjum er að því liggja, af ábúendum Reykja. Um 1890 var byrjað að taka eptirgjald af landi því er lánað var, af ábúanda jarðarinnar. Var það eðlilegt, því bæði voru slægjur skertar og ágangur af hestum þeirra, er að störfum voru, bæði haust og vor. Lengst af hefur eptirgjaldið verið tíundi hluti uppskerunnar. Vfst hefur það þótt gífurlegt, en samt er mjer ekki kunnugt um að það hafi orðið til að bægja mönnum frá ræktuninni. Allmörg ár hefur jarðepia ræktin verið stunduð frá 10 heimilum. Þó í smáum stíl hafi verið frá sumum þeirra, hafa þó flestir garðeigendur selt einhvern hluta uppskerunnar. Hefur eptirsókninni þó aldrei orðið fullnægt nema að litlu leyti. Fyrstu árin Var tunnan seld á kr. 12.00, en nú til nokkra ára á kr. 10.00. Verðið má virðast hátt, en hefur aðallega stuðst við það, að jarðeplin hafa reynst mjög góð og sjerstaklega trygg í geymslu.

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.