Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Side 62

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Side 62
J'ræðslusfarfsemi fje/agsins. 1. Starfsmenn. A þessu ári befur skólastjóri Sigurður Sig- urðsson' eingöngu starfað í þarfir Ræktunarfjelagsins frá i. maí til septembermánaðarloka. Auk þess hefur hann að vetrinum, að miklu leyti annast brjefaviðskipti fjelags- ins, og útreikning á tilraunaskýrslum fjelagsins. Herra búfræðingur Stefán Baldvinsson befur verið ráðinn, sem aðstoðarmaður Sigurðar Sigurðssonar. Hann dvaldi um sumarið við tilraunastöðina á Akureyri, en um veturinn á Hólum. 2. Ferðir til leiðbeininga. Sigurður Sigurðsson hefur ferðast um nokkurn hluta Skagafjarðarsýslu á tímabilinu frá 4.—10. maí. Um Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu 16. júlí til 13. ágúst. Um Þingeyjarsýslu 19. ágúst til 2. september og aptur 3.-6. september. Auk þess fór hann nokkrar styttri ferðir um Eyjafjarðarsýslu. Aðra tfma hefur hann dvalið við aðaltilraunastöð fjelagsins. 3. Verkleg kennsla í aðaltilraunastöð Ræktunarfjelagsins fór fram á tímabilinu frá 14. maí til 28. júní, eða f sex vikur. I kennslu þessari tóku 17 piltar þátt. Styrkur sá er fjelagið veitti í þessum tilgangi var samtals 526 kr. Kennslunni var þannig hagað, að nemendur unnu 8 tfma í tilraunastöðinni, hvern virkan dag, að ýmsum jarðyrkju- störfum, svo sem plægingum, herfun eða annari vinnu með hestum. Þá var þeim og kennd rófnarækt (útbúnaður á vermireit og gróðursetning), ræktun jarðepla og ýmsra garðjurta, gróðursetning trjáa, korn- og grasfræsáning, notkun tilbúinna áburðarefna o. fl. Jafnframt hinni verk- legu kennslu var nokkur bókleg fræðsla. Vanalega einn fyrirlestur á dag.

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.