Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Page 65

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Page 65
6g 1. Gulrófur. Uppruni. Hvar gulrófur hafa verið ræktaðar fyrst, vita menn eigi. Um 1610 voru þær ræktaðar á Þýzkalandi, á 18. öld á Norðurlöndum. Eiginlegleikar og lýsing. Gulrófurnar heyra til krossblómaættarinnar. Þegar þær vaxa úti á víðavangi, er rótin lítil. Við ræktunina hafa þær breytst þannig, að neðri hluti stöngulsins og efri liluti rótarinnar hafa þrútnað og myndað stærri eða minni hnúða, rófur. Af þcssari ástæðu er það að nokkur hluti rótarinnar vex ætíð ofanjarðar. Rætur gulrófnanria ná langt niður í jarðveginn og geta þær því dregið til sín mikið af næringarefnum úr jarðveginum. Við mismunandi ræktunarskilyrði, hafa gulrófurnar tekið ýmsum breytingum, og á þann hátt myndast ýnrs afbrigði með mismunandi eiginlegleikum. Af þessurn afbrigðum má nefna: Þrándheims gulrófur sem mest hafa verið ræktaðar hjer á landi. Bangholm mestmegnis ræktuð í Danmörku og Svíþjóð. Þær eru gulleitar. Champion líkist Bangholm. Hefur reynst vel hjer á landi. Það eru til mörg fleiri afbrigði, en vjer höfum enn svo litla reynslu, hvert þeirra myndi þrífast best og þessvegna er því sleppt að telja þau upp. Þrándheims gulrófur spretta hjer vel. Það mun því vera ráðlegast að rækta þær, þar til reynslan er búin að sýna að eitthvert annað afbrigði hefur einhverja kosti fram yfir þær. Vaxíartími. Það er talið, að til þess að gulrófurnar geti náð fullum þroska, þurfi þær að hafa 120—180 daga. Þær vaxa best í fremur röku loptslagi, en gjöra fremur Iitlar kröfur til hitans. Jarðvegur. Gulrófur vaxa best í ieirblendnum moldar- jarðvegi. Annars geta þær vaxið í flestum jarðvegi, ef

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.