Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Page 70

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Page 70
74 í raðir með 18 þuml. millibili, en 12 þuml. mega vera á milli plantanna í röðunum. Vanalega er markað fyrir röðunum áður en farið er að gróðursetja og má gjöra það á þann hátt, að snúra er strengd þar sem röðin á að vera og meðfram henni er gjörð rák með hrífu eða öðru verkfæri. Þegar þetta er gjört, tekur sá sem á að gróðursetja 20 — 30 plöntur í vinstri hendi. í hægri hendi hefur hann gróðursetningarspaða, 12 þuml. langt prik, með bognu skafti. Spaðinn er sporbaugsmyndaður, nokk- uð flatur. Með spaðanum eru gjörðar hæfilegar holur í moldina. í þessar holur eru jurtirnar settar þannig, að rætur þeirra liggi sem líkast því, sem þær hafa vaxið, og að plönturnar standi lítið eitt dýpra í moldinni, en þær hafa staðið í vermireitnum. Þegar búið er að setja plöntur niður í holurnar, er plöntuspaðanum stungið á ská niður í moldina, þannig að moldin þrístist að rótunum. Holurnar eru síðan fylltar með vatni, svo moldin rennblotni í kringum ræturnar. Pegar vatnið er sígið niður í moldina er sljettað yfir hol- urnar og moldinni þríst að plöntunum svo að þær standi fastar fyrir. Ef gulrófufræi er sáð í garða, er því sáð í tveggja álna breið beð, lU þuml. djúpt, og eru hafðar fjórar raðir í beðinu. 12 þuml. mega vera á milli plantanna þegar þær fara að koma upp. Hirðing. Ef gróðursett er í garðinn, þarf sjaldan að vökva optar en í það eina sinn um leið og gróðursett er. Sje aptur á móti fræi sáð í garðinn, þarf stöðugt að hafa vakandi auga á því að garðurinn sje eigi of þur, á með- an plönturnar eru að koma upp, og festa rætur. Það er annars eigi hægt að gefa neina vissa reglu um hve opt þarf að vökva. Hver maður sem er iítið eitt vanur við garðrækt, sjer það strax á plötunum, ef þær vanta vatn. Blaðrendurnar og jafnvtl blöðin beigjast þá aptur á bak. Andholurnar lokast svo minna vatn gufar upp. Þess þarf vanalega að gæta að illgresi nái eigi rótfestu í garðinum. Hægast er að hreinsa það með hinum svo kölluðu arfajárnum.

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.