Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Page 74

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Page 74
(jrjáræktunarstödin á jlkureyri. Árið 1900 var girtur reitur hjer á bæjarlóðinni c. 550 ] faðma að stærð, sem vera átti tilraunastöð fyrir trjá- ræktina af ýmsum tegundum, sem von var til að hjer gætu þrifist, var trjáræktarstöðin strax á þessu sumri girt og undirbúin til fræsáningar og gróðursetningar af plöntum, sem útvegaðar hölðu verið vorinu áður, bæði frá Danmörku og Noregi í þessu skyni. Tegundir þær, sem sáð var til og gróðursettar þetta ár voru einkum þessar: Greni tvær tegundir, fura tvær tegundir, elri (Alnus) tvær tegundir, birki, reynir, síberiskt baunatrje, rósir, læ- virkjatrje, beinviður (Evorimuns), gullregn, gulviður, lön (Aser), þyrnar, ribs og fl. Af matjurtum var gjörð tilraun með að sá til hvítkáls, blómkáls, gulróta, salats, spínats, marventur, pílerter. Enn- fremur var gjörð tilraun með átta tegundir norskra jarðepla og eina tegund íslenska og hafra. Þessar tegundir spruttu allar vel, á norskum jarðeplum var bestur vöxtur þrítug- falt (Bodö), en minstur tólffalt (Suttom), á íslenskum tvítug- falt. Almennt var hjer góð jarðeplauppskera þetta ár. Hafr- arnir náðu fullum þroska. Þá komið var fram í Júlí og Ágúst um sumarið, sýndist alt ætla að ganga eptir óskum, plöntur og fræbeð voru í besta útliti, en í mannskaða veðrinu tvítugasta Sept. um haustið eyðilagðist að kalla hver trjáplanta, sem gróðursett hafði verið, því girðingar og annar útbúnaður brotnaði og fauk um koll, var því aðeins mjög fátt eptir af þeim plönt- um, sem gróðursettar höfðu verið og sum fræbeðin eyðilögðust, en þá var ekki hægt að bæta úr þeim skaða á því hausti.

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.